Sánchez hættir við að segja af sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2024 10:25 Sánchez virðist njóta töluverðar hylli og efnt var til fjöldafunda til að mótmæla mögulegri afsögn hans. AP/Emilio Morenatti Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. Dómstóll í Madríd fyrirskipaði á dögunum rannsókn á hendur Begoñu Gómez, eiginkonu Sánchez, eftir kvörtun af hálfu þrýstihópsins Manos Limpias. Hreinar hendur, á íslensku, hefur barist gegn spillingu í marga áratugi en hefur verið gagnrýndur fyrir tengsl við hægri öfgaöfl. Sánchez ávarpaði þjóðina í morgun og sagðist ekki myndu segja af sér. Forsætisráðherrann sagðist hafa gengið hreint og beint fram en opinbert líf sætti aðför og nú væri nóg komið. Kallaði hann eftir því að samfélagið horfði inn á við, sýndi gott fordæmi og veitti heimsbyggðinni innblástur. Aðeins ein leið væri fram á við; að meirihluti samfélagsins héldi áfram, eins og hann hefði gert síðustu daga, með reisn og almenna skynsemi að leiðarljósi. Samherjar Sánchez fagna ákvörðun forsætisráðherrans en pólitískir andstæðingar hans hafa sakað hann um að vera yfir sig dramatískan og upptekinn af sjálfum sér. „Við, borgarar landsins, eigum ekki að vera að einblína á nafla Sánchez; Sánchez ætti að vera að einblína á borgara landsins,“ sagði Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Íhaldsflokksins. Spurningin væri ekki hvort það væri þess virði fyrir Sánchez að halda áfram, heldur hvort það borgaði sig fyrir almenning. Spánn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Dómstóll í Madríd fyrirskipaði á dögunum rannsókn á hendur Begoñu Gómez, eiginkonu Sánchez, eftir kvörtun af hálfu þrýstihópsins Manos Limpias. Hreinar hendur, á íslensku, hefur barist gegn spillingu í marga áratugi en hefur verið gagnrýndur fyrir tengsl við hægri öfgaöfl. Sánchez ávarpaði þjóðina í morgun og sagðist ekki myndu segja af sér. Forsætisráðherrann sagðist hafa gengið hreint og beint fram en opinbert líf sætti aðför og nú væri nóg komið. Kallaði hann eftir því að samfélagið horfði inn á við, sýndi gott fordæmi og veitti heimsbyggðinni innblástur. Aðeins ein leið væri fram á við; að meirihluti samfélagsins héldi áfram, eins og hann hefði gert síðustu daga, með reisn og almenna skynsemi að leiðarljósi. Samherjar Sánchez fagna ákvörðun forsætisráðherrans en pólitískir andstæðingar hans hafa sakað hann um að vera yfir sig dramatískan og upptekinn af sjálfum sér. „Við, borgarar landsins, eigum ekki að vera að einblína á nafla Sánchez; Sánchez ætti að vera að einblína á borgara landsins,“ sagði Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Íhaldsflokksins. Spurningin væri ekki hvort það væri þess virði fyrir Sánchez að halda áfram, heldur hvort það borgaði sig fyrir almenning.
Spánn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira