„Skákin er bara byrjuð“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. apríl 2024 22:46 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, er byrjaður að tefla. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn hafa verið þekktir fyrir traustan varnarleik í vetur en Njarðvík varð í kvöld fyrsta liðið á þessu tímabil sem nær að setja yfir 100 stig á Val í venjulegum leiktíma þegar liðið lagði Vals á Hlíðarenda í kvöld, 84-105. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur, sat fyrir svörum í viðtali við Andra Má eftir leik og var ekki tilbúinn að ljóstra upp um hvað Njarðvíkingar gerðu til að brjóta á bak aftur Valsvörnina. „Ég ætla svo sem ekki í nein smáatriði hérna, þeir verða bara að finna út hvað við vorum að gera og ég veit að þeir bregðast við því fyrir næsta leik. „Skákin er bara byrjuð.“ Valsmenn virtust ætla að leggja upp með það að loka teignum og vera mögulega svolítið kokhraustir með þá ákvörðun en Njarðvíkingar svöruðu með gríðarlega góðri hittni fyrir utan í staðinn og núlluðu þá taktík algjörlega út. „Ég get svo sem ekki verið eitthvað að svara fyrir það. Við bara tókum það sem okkur var gefið og vorum að hitta vel fyrir utan, Mario sérstaklega. Þetta er það sem Mario á að gera, hann á að taka þessi skot. Hann er alltof ragur stundum en núna er hann vonandi að fara að halda þessu áfram. Við vorum ekkert að fá mikið úr hraðaupphlaupum en samt í 100 stig.“ „Þetta var svolítið öðruvísi leikur en maður var kannski búinn að vona. Bara ánægður með mína stráka. Þeir voru allir „fókuseraðir“. Auðvitað koma kaflar hérna inn á milli sem maður var langt frá því að vera sáttur með en ég myndi segja að svona 80% hafi þetta bara verið mjög fínt hjá okkur.“ Valsmenn komust aldrei almennilega í takt sóknarlega í kvöld og áhlaupin voru stutt þá sjaldan sem þau komu. Náðu Njarðvíkingar að loka á það sem Valsmenn vilja helst gera og þá ekki síst á Taiwo Badmus í sókninni? „Það voru þarna allavega þrjú skipti sem ég man eftir þar sem þeir virtust vera að taka áhlaup en sem betur fer náðum við að svara því frekar snemma því að það er erfitt að stoppa þetta Valslið þegar það er komið í áhlaup en það vita það allir í íslenskum körfubolta að lykilatriði á móti þeim liðum sem Taiwo er í það að reyna að hægja á honum á fullu velli og helst stoppa hann. Það hljómar eins og það sé ekkert mál en það er bara meira en að segja það að framkvæma það síðan og ég held að við höfum bara náð því alveg ágætlega hér í kvöld.“ Dominykas Milka var frábær í kvöld en Benni vildi helst ekki lyfta einum leikmanna hærra en öðrum og lagði áherslu á að sigurinn í kvöld væri lítils virði ef Njarðvíkingar mæta ekki einbeittir í næsta leik. „Milka var virkilega góður hérna, svo þarf hann bara að tengja þessa góðu leiki, sérstaklega þegar það er komið í svona seríu. Að fá þennan stöðugleika frá honum, vonandi fáum við aðra eins frammistöðu frá honum í næsta leik á föstudaginn því að þessi sigur telur ekkert ef við mætum ekki tilbúnir á föstudaginn. Ég vil svo sem ekki vera að taka menn eitthvað of mikið út hérna, ég er bara ánægður með þennan liðssigur.“ Að lokum endurtók Benni ákall sitt til stuðningsmanna um að mæta í Ljónagryfjuna. „Alveg eins og fyrir oddaleikinn þá óska ég eftir góðum stuðningi Njarðvíkinga í stúkunni því ég vil meina að sá stuðningur sem við fengum í oddaleiknum hafi klárað þetta. Búið til þetta „móment“ sem við fengum þar, þetta er bara lykilatriði fyrir okkur. Það eykur líkurnar á sigri töluvert ef við fáum fólkið og allt bæjarfélagið með okkur.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur, sat fyrir svörum í viðtali við Andra Má eftir leik og var ekki tilbúinn að ljóstra upp um hvað Njarðvíkingar gerðu til að brjóta á bak aftur Valsvörnina. „Ég ætla svo sem ekki í nein smáatriði hérna, þeir verða bara að finna út hvað við vorum að gera og ég veit að þeir bregðast við því fyrir næsta leik. „Skákin er bara byrjuð.“ Valsmenn virtust ætla að leggja upp með það að loka teignum og vera mögulega svolítið kokhraustir með þá ákvörðun en Njarðvíkingar svöruðu með gríðarlega góðri hittni fyrir utan í staðinn og núlluðu þá taktík algjörlega út. „Ég get svo sem ekki verið eitthvað að svara fyrir það. Við bara tókum það sem okkur var gefið og vorum að hitta vel fyrir utan, Mario sérstaklega. Þetta er það sem Mario á að gera, hann á að taka þessi skot. Hann er alltof ragur stundum en núna er hann vonandi að fara að halda þessu áfram. Við vorum ekkert að fá mikið úr hraðaupphlaupum en samt í 100 stig.“ „Þetta var svolítið öðruvísi leikur en maður var kannski búinn að vona. Bara ánægður með mína stráka. Þeir voru allir „fókuseraðir“. Auðvitað koma kaflar hérna inn á milli sem maður var langt frá því að vera sáttur með en ég myndi segja að svona 80% hafi þetta bara verið mjög fínt hjá okkur.“ Valsmenn komust aldrei almennilega í takt sóknarlega í kvöld og áhlaupin voru stutt þá sjaldan sem þau komu. Náðu Njarðvíkingar að loka á það sem Valsmenn vilja helst gera og þá ekki síst á Taiwo Badmus í sókninni? „Það voru þarna allavega þrjú skipti sem ég man eftir þar sem þeir virtust vera að taka áhlaup en sem betur fer náðum við að svara því frekar snemma því að það er erfitt að stoppa þetta Valslið þegar það er komið í áhlaup en það vita það allir í íslenskum körfubolta að lykilatriði á móti þeim liðum sem Taiwo er í það að reyna að hægja á honum á fullu velli og helst stoppa hann. Það hljómar eins og það sé ekkert mál en það er bara meira en að segja það að framkvæma það síðan og ég held að við höfum bara náð því alveg ágætlega hér í kvöld.“ Dominykas Milka var frábær í kvöld en Benni vildi helst ekki lyfta einum leikmanna hærra en öðrum og lagði áherslu á að sigurinn í kvöld væri lítils virði ef Njarðvíkingar mæta ekki einbeittir í næsta leik. „Milka var virkilega góður hérna, svo þarf hann bara að tengja þessa góðu leiki, sérstaklega þegar það er komið í svona seríu. Að fá þennan stöðugleika frá honum, vonandi fáum við aðra eins frammistöðu frá honum í næsta leik á föstudaginn því að þessi sigur telur ekkert ef við mætum ekki tilbúnir á föstudaginn. Ég vil svo sem ekki vera að taka menn eitthvað of mikið út hérna, ég er bara ánægður með þennan liðssigur.“ Að lokum endurtók Benni ákall sitt til stuðningsmanna um að mæta í Ljónagryfjuna. „Alveg eins og fyrir oddaleikinn þá óska ég eftir góðum stuðningi Njarðvíkinga í stúkunni því ég vil meina að sá stuðningur sem við fengum í oddaleiknum hafi klárað þetta. Búið til þetta „móment“ sem við fengum þar, þetta er bara lykilatriði fyrir okkur. Það eykur líkurnar á sigri töluvert ef við fáum fólkið og allt bæjarfélagið með okkur.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira