Vonbrigði fyrir þá verst settu Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 1. maí 2024 07:30 Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um örorkulífeyri almannatrygginga. Miðar hún að því að bæta núverandi kerfi sem er hrein martröð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Því miður þekki ég það vel sjálfur, eftir 26 ára reynslu af kerfinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjónvalda um betra örorkulífeyriskerfi, má enn finna í þessu nýju kerfi ótal alvarlegar brotalamir. Eitt af því sem vekur hvað mesta furðu er endurvakning ýmissa gamalla drauga. Sá versti er krónu á móti krónu skerðing sem nú á að taka upp á ný í enn verri mynd en áður. Samkvæmt nýju kerfi, ef einstaklingur fær 50.000 kr. fyrir hlutastarf, þá missir hann allan virknistyrkinn upp á 95.000 kr. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji innleiða svo ósanngjarnt og letjandi fyrirkomulag, þar sem virknistyrkurinn mun hverfa við hverja einustu krónu sem einstaklingur aflar. Annað atriði sem vekur undrun er lækkun heimilisuppbótar og aldurstengdrar uppbótar fyrir þá allra verst settu í þessu kerfi, sem eru öryrkjar og eldri borgarar sem búa einir. Kjarabætur fyrir þessa einstaklinga í nýja kerfinu eru hverfandi, þrátt fyrir að þeir standi einna verst og þurfa að standa straum af húsnæðiskostnaði án aðstoðar. Ljóst er að frumvarpið í núverandi mynd þarfnast ítarlegra endurbóta og dugar skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Flokkur fólksins vill ganga mun lengra til að tryggja mannsæmandi lífskjör fyrir þá verst settu í samfélaginu, svo sem skattleysi launatekna undir 400.000 krónum. Fullan örorku- og ellilífeyrir sem tryggir lífeyrisþegum 400.000 kr. á mánuði, skatta- og skerðingarlaust. 100.000 krónu frítekjumark á allar tekjur og 250.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur. Með þessu væri stigið raunverulegt framfaraskref í átt að því að uppræta sárafátækt meðal öryrkja og eldra fólks. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Kjaramál Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um örorkulífeyri almannatrygginga. Miðar hún að því að bæta núverandi kerfi sem er hrein martröð fyrir þá sem þurfa á því að halda. Því miður þekki ég það vel sjálfur, eftir 26 ára reynslu af kerfinu. Þrátt fyrir yfirlýsingar stjónvalda um betra örorkulífeyriskerfi, má enn finna í þessu nýju kerfi ótal alvarlegar brotalamir. Eitt af því sem vekur hvað mesta furðu er endurvakning ýmissa gamalla drauga. Sá versti er krónu á móti krónu skerðing sem nú á að taka upp á ný í enn verri mynd en áður. Samkvæmt nýju kerfi, ef einstaklingur fær 50.000 kr. fyrir hlutastarf, þá missir hann allan virknistyrkinn upp á 95.000 kr. Það er óskiljanlegt að stjórnvöld vilji innleiða svo ósanngjarnt og letjandi fyrirkomulag, þar sem virknistyrkurinn mun hverfa við hverja einustu krónu sem einstaklingur aflar. Annað atriði sem vekur undrun er lækkun heimilisuppbótar og aldurstengdrar uppbótar fyrir þá allra verst settu í þessu kerfi, sem eru öryrkjar og eldri borgarar sem búa einir. Kjarabætur fyrir þessa einstaklinga í nýja kerfinu eru hverfandi, þrátt fyrir að þeir standi einna verst og þurfa að standa straum af húsnæðiskostnaði án aðstoðar. Ljóst er að frumvarpið í núverandi mynd þarfnast ítarlegra endurbóta og dugar skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Flokkur fólksins vill ganga mun lengra til að tryggja mannsæmandi lífskjör fyrir þá verst settu í samfélaginu, svo sem skattleysi launatekna undir 400.000 krónum. Fullan örorku- og ellilífeyrir sem tryggir lífeyrisþegum 400.000 kr. á mánuði, skatta- og skerðingarlaust. 100.000 krónu frítekjumark á allar tekjur og 250.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur. Með þessu væri stigið raunverulegt framfaraskref í átt að því að uppræta sárafátækt meðal öryrkja og eldra fólks. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun