Köllum það réttu nafni: Fordóma Derek Terell Allen skrifar 3. maí 2024 10:30 Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá. Komið var að þessari niðurstöðu á hinsegin málþingi Pírata þann 27. apríl. Þar var rætt um bakslagið sem blasir málaflokkinn við, enda á hinsegin fólk að stara niður á aukið ofbeldi og hatursorðræðu í okkar garð á meðan réttindi okkar eru í sífelldri hættu. Í pallborðsumræðunni voru hinir frábæru viðmælendurnir eftirfarandi: Prófessor í stjórnmálafræði og frambjóðandi til embætti forseta Baldur Þórhallsson Forseti og varaforseti Q félags Hinsegin stúdenta, Fannar Þór Einarsson og Rebekka Ýr Ólafsdóttir Meðstjórnendur hjá Trans Ísland Jóhann Kristian Jóhannsson og Alex Diljár Birkisbur Hellsing Verkefnastýra Samtakanna ‘78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum Eric Heinen. Að pallborðsumræðunni lokinni var lokaorð flutt af grínista og listakvári Sindra Sparkle Freyr. Hvar finnast þessir fordómar? Viðmælendur bentu á fordóma á öllum sviðum samfélagsins, en rætt var sérlega um netið sem helsti vettvangur fordóma nú á dögum. Áhrif netfærslna og þeirra athugsemda var rætt, enda hafa mörg í hinsegin samfélaginu hafa orðið vör við hið blessaða “kommentakerfi” þar sem netverjar eiga það til að láta úr sér. Samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og jafnvel hlaðvörp komu einnig til umfjöllunar, enda geta búblur myndast þar sem fólk fær rangar upplýsingar um hinsegin fólk. Fordómar fá líka mikið að grassera í háskólum landsins. Fulltrúar Q félags nefndu hversu erfið samskiptin við Háskóla Íslands hafa verið í kringum kynhlutlaus salerni þar sem menntastofnunin hefur verið mjög hæg að mæta þörfum kynsegin stúdenta. Þetta ásamt fjarveru um hinsegin fólk í kennsluefni leiðir til þess að hinsegin stúdentum líða verr að sögn fulltrúa Q. Hvernig verða fordómar til? Samkvæmt Baldri verða fordómar til þegar jaðarsett fólk fær loksins rödd. Í slíkum tilvikum bregst íhaldsfólkið við með öfgafullri hörku og ákveðnar skoðanir sem höfðu aldrei séð dagsins ljós áður koma upp á yfirborðið. Baldur segir að framboðið hans hafi vakið fjandsamleg viðbrögð, enda finnst sömum það vera í skjön við gildi þjóðarinnar að forsetinn sé samkynhneigður. Þetta hefur sést einnig í baráttu kvenna, innflytjanda, o.s.frv. Hvernig er hægt að sporna við fordómum? Það eru margar hugmyndir um hvernig við getum kippt fordóma í lag, en það sem allir þinggestir tóku undir var það að við verðum að viðurkenna fordóma fyrir hvað sem þeir eru. Fordómar geta tekið að sér margs konar birtingarmyndir og þess vegna er nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim öllum ef við viljum útrýma fordóma gegn okkur öllum, frá “hvíta miðaldra Epal-hommanum” til “bleikhærða nýfornafna fríksins” (í orðum hans meðstjórnanda Trans Íslands Jóhanns). Við berum öll skyldu til að sporna við fordómum. Fordómar eru skaðlegir að mörgu leyti og jafnvel lífshættulegir. Ekki er hægt að dragast lengur á langinn. Stöndum vörð um réttindi hinsegin fólks. Höfundur er hommi og situr í stefnu- og málefnanefnd Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hinsegin samfélagið er ekki þetta einsleita regnbogalið sem mörg virðast hugsa. Við erum fjölbreyttur og litríkur hópur fólks sem hefur eins fjölbreyttar skoðanir, en mörg okkar erum sammála einu: fyrsta skrefið til að uppræta fordóma gegn okkur er það að horfast í augu við þá. Komið var að þessari niðurstöðu á hinsegin málþingi Pírata þann 27. apríl. Þar var rætt um bakslagið sem blasir málaflokkinn við, enda á hinsegin fólk að stara niður á aukið ofbeldi og hatursorðræðu í okkar garð á meðan réttindi okkar eru í sífelldri hættu. Í pallborðsumræðunni voru hinir frábæru viðmælendurnir eftirfarandi: Prófessor í stjórnmálafræði og frambjóðandi til embætti forseta Baldur Þórhallsson Forseti og varaforseti Q félags Hinsegin stúdenta, Fannar Þór Einarsson og Rebekka Ýr Ólafsdóttir Meðstjórnendur hjá Trans Ísland Jóhann Kristian Jóhannsson og Alex Diljár Birkisbur Hellsing Verkefnastýra Samtakanna ‘78 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum Eric Heinen. Að pallborðsumræðunni lokinni var lokaorð flutt af grínista og listakvári Sindra Sparkle Freyr. Hvar finnast þessir fordómar? Viðmælendur bentu á fordóma á öllum sviðum samfélagsins, en rætt var sérlega um netið sem helsti vettvangur fordóma nú á dögum. Áhrif netfærslna og þeirra athugsemda var rætt, enda hafa mörg í hinsegin samfélaginu hafa orðið vör við hið blessaða “kommentakerfi” þar sem netverjar eiga það til að láta úr sér. Samfélagsmiðlar, fjölmiðlar og jafnvel hlaðvörp komu einnig til umfjöllunar, enda geta búblur myndast þar sem fólk fær rangar upplýsingar um hinsegin fólk. Fordómar fá líka mikið að grassera í háskólum landsins. Fulltrúar Q félags nefndu hversu erfið samskiptin við Háskóla Íslands hafa verið í kringum kynhlutlaus salerni þar sem menntastofnunin hefur verið mjög hæg að mæta þörfum kynsegin stúdenta. Þetta ásamt fjarveru um hinsegin fólk í kennsluefni leiðir til þess að hinsegin stúdentum líða verr að sögn fulltrúa Q. Hvernig verða fordómar til? Samkvæmt Baldri verða fordómar til þegar jaðarsett fólk fær loksins rödd. Í slíkum tilvikum bregst íhaldsfólkið við með öfgafullri hörku og ákveðnar skoðanir sem höfðu aldrei séð dagsins ljós áður koma upp á yfirborðið. Baldur segir að framboðið hans hafi vakið fjandsamleg viðbrögð, enda finnst sömum það vera í skjön við gildi þjóðarinnar að forsetinn sé samkynhneigður. Þetta hefur sést einnig í baráttu kvenna, innflytjanda, o.s.frv. Hvernig er hægt að sporna við fordómum? Það eru margar hugmyndir um hvernig við getum kippt fordóma í lag, en það sem allir þinggestir tóku undir var það að við verðum að viðurkenna fordóma fyrir hvað sem þeir eru. Fordómar geta tekið að sér margs konar birtingarmyndir og þess vegna er nauðsynlegt að gera grein fyrir þeim öllum ef við viljum útrýma fordóma gegn okkur öllum, frá “hvíta miðaldra Epal-hommanum” til “bleikhærða nýfornafna fríksins” (í orðum hans meðstjórnanda Trans Íslands Jóhanns). Við berum öll skyldu til að sporna við fordómum. Fordómar eru skaðlegir að mörgu leyti og jafnvel lífshættulegir. Ekki er hægt að dragast lengur á langinn. Stöndum vörð um réttindi hinsegin fólks. Höfundur er hommi og situr í stefnu- og málefnanefnd Pírata.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar