Ég kýs… Gísli Ásgeirsson skrifar 4. maí 2024 18:01 Ég kaus fyrst forseta árið 1980 og var þá barnung dóttir okkar hjóna með í för á kjörstað og hafði uppi áróður. Hún hafði heyrt á tal okkar og endurtók reglulega allan tímann í röðinni: “Kjósa Vigdísi”, með sínum barnslega framburði. Ég hef oft sagt þessa sögu og vil gjarna vera jafn stoltur og ánægður eftir kjördag eins og ég var þetta vor. Enn og aftur er kosið að vori og líkt og fyrir 44 árum er minn hugur ljós. Að vísu verðum við barnlaus í þetta sinn, börnin orðin fullorðin og kjósa sjálf en næst yngsta barnabarnið gæti verið með áróður að sínum hætti, spurt afa sinn öðru hverju hvað við værum að gera þarna og endurtekið svarið með tilþrifum. Við, sem búum þar sem áður stóð Sædýrasafnið í Hafnarfirði, hjeldum nefnilega til fundar í Bæjarbíói 20. mars s.l. Eftir þann fund er er ég jafn öruggur í afstöðu minni og þetta títtnefnda vor. Þar stóð á sviðinu Baldur Þórhallsson, skýrmæltur og skorinorður, gagnorður og málefnalegur og ég hreifst svo að ég hef ekki verið í vafa síðan. Hann verður frábær forseti og ég legg mitt af mörkum, sem er eitt atkvæði. Ef fleiri gera það, verður hægt að fagna sigri í júníbyrjun. Höfundur er þýðandi, barnakennari og eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ég kaus fyrst forseta árið 1980 og var þá barnung dóttir okkar hjóna með í för á kjörstað og hafði uppi áróður. Hún hafði heyrt á tal okkar og endurtók reglulega allan tímann í röðinni: “Kjósa Vigdísi”, með sínum barnslega framburði. Ég hef oft sagt þessa sögu og vil gjarna vera jafn stoltur og ánægður eftir kjördag eins og ég var þetta vor. Enn og aftur er kosið að vori og líkt og fyrir 44 árum er minn hugur ljós. Að vísu verðum við barnlaus í þetta sinn, börnin orðin fullorðin og kjósa sjálf en næst yngsta barnabarnið gæti verið með áróður að sínum hætti, spurt afa sinn öðru hverju hvað við værum að gera þarna og endurtekið svarið með tilþrifum. Við, sem búum þar sem áður stóð Sædýrasafnið í Hafnarfirði, hjeldum nefnilega til fundar í Bæjarbíói 20. mars s.l. Eftir þann fund er er ég jafn öruggur í afstöðu minni og þetta títtnefnda vor. Þar stóð á sviðinu Baldur Þórhallsson, skýrmæltur og skorinorður, gagnorður og málefnalegur og ég hreifst svo að ég hef ekki verið í vafa síðan. Hann verður frábær forseti og ég legg mitt af mörkum, sem er eitt atkvæði. Ef fleiri gera það, verður hægt að fagna sigri í júníbyrjun. Höfundur er þýðandi, barnakennari og eftirlaunaþegi.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar