Sú sem var oftast nefnd ekki ein af fjórum efstu í könnunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. maí 2024 19:59 Margir af þeim sem fréttastofa ræddi við í dag sögðust ákveðnir eða að íhuga að kjósa Höllu Tómasdóttur. Halla mældist með 4 prósent fylgi í þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í gær. Vísir/Vilhelm Utankjörfundarkosning til embættis forseta Íslands er hafin. Kosningin fer vel af stað en búist er við að allt að 55 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa forvitnaðist í dag um hug landsmanna til kosninganna en sú sem var oftast nefnd er ekki ein af efstu fjórum í skoðannakönnunum. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í gær og verður opin fram á kjördag. Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Holtagörðum. Sigríður Kristinsdóttir, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á utankjörfundarkosningunni. Hún segir kosninguna fara mjög vel af stað. 116 manns kusu utan kjörfundar í gær á fyrsta degi kosningarinnar, og þegar fréttastofa leit við í dag um þrjúleitið höfðu 91 kosið. „En á öllu landinu eru 308 búnir að kjósa, það er landið allt og sendiráðin. Við búumst við að það komi allt að 45 til 55 þúsund manns og kjósi hjá okkur í Holtagörðum.“ Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utankjörfundarkosningu hafa farið afar vel af stað.Vísir/Ívar Enn er tæpur mánuður til kosninga og margt getur breyst. Það vita mögulega ekki allir að þeir sem hafa kosið utan kjörfundar geta skipt um skoðun og kosið aftur. Margir þekkja þá hefð að klæða sig upp á kjördag og mæta á kjörstað í sínu fínasta pússi. Sigríður segir það ekki tíðkast í utankjörfundarkosningum, fólk leyfi sér frekar að mæta þangað í jogginggallanum. Halla Tómasdóttir oftast nefnd Fréttastofa fór á stjá í dag og heyrði í landsmönnum varðandi kosningarnar. Flestir horfðu á kappræðurnar á Rúv í gær og margir eru þegar búnir að ákveða hvern þeir hyggjast kjósa. Innslagið má sjá hér að neðan. „Ég horfði á þáttinn í gær og fannst Halla Tómasdóttir standa sig rosalega vel,“ sagði Laufey Johansen. „Halla Hrund líka og Arnar Jónsson en ég held ég sé búin að gera upp hug minn og kjósi Höllu.“ „Ég er bara að skoða möguleikana enn sem komið er og held ég gefi það aldrei nokkurntímann upp hvern ég kýs að lokum, sagði Erna sem sagði þó að Halla Tómasdóttir hefði komið mjög skelegg inn í kappræðurnar í gær. „Svo fannst mér Viktor, þessi sem kom síðastur inn, mér fannst karakter í honum. Er ekki viss um að ég kjósi hann endilega en hann hristir aðeins upp í kerfinu.“ Lovísa Árnadóttir sagðist nokkurnveginn búin að ákveða sig en væri samt enn opin. Hvaða eiginleika ætti forseti að hafa að þínu mati? „Mér finnst hann eiga að hafa góða reynslu á alþjóðavettvangi. Eigi að geta talað við allskonar fólk um allskonar málefni á allskonar tímum. Og að hans þekking og reynsla úr atvinnulífinu nýtist vel í þetta starf.“ Bjarni Gunnarsson sagðist líklegast miðað við það sem hann sá í kappræðunum í gær að Jón Gnarr yrði fyrir valin. „Hann var með sterkustu punktana og kom best fyrir.“ Eru einhverir aðrir sem koma til greina? „Baldur Þórhallsson og Halla Hrund, en mér fannst Jón bara bera af í gær.“ Björk Jónsdóttir er ein af þeim sem ætlar að kjósa Höllu Tómasdóttur. „Ég kaus hana síðast, hef ofboðslega trú á henni. Hún er svo reynd á mörgum sviðum sem ég held að muni gagnast sem forseti, ég hef bara ofurtrú á henni.“ „Ég ætla að kjósa Baldur,“ sagði kona að nafni Anna. Hvers vegna? „Mér lýst best á hann. Ég vil Baldur á Bessastaði.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í gær og verður opin fram á kjördag. Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Holtagörðum. Sigríður Kristinsdóttir, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á utankjörfundarkosningunni. Hún segir kosninguna fara mjög vel af stað. 116 manns kusu utan kjörfundar í gær á fyrsta degi kosningarinnar, og þegar fréttastofa leit við í dag um þrjúleitið höfðu 91 kosið. „En á öllu landinu eru 308 búnir að kjósa, það er landið allt og sendiráðin. Við búumst við að það komi allt að 45 til 55 þúsund manns og kjósi hjá okkur í Holtagörðum.“ Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utankjörfundarkosningu hafa farið afar vel af stað.Vísir/Ívar Enn er tæpur mánuður til kosninga og margt getur breyst. Það vita mögulega ekki allir að þeir sem hafa kosið utan kjörfundar geta skipt um skoðun og kosið aftur. Margir þekkja þá hefð að klæða sig upp á kjördag og mæta á kjörstað í sínu fínasta pússi. Sigríður segir það ekki tíðkast í utankjörfundarkosningum, fólk leyfi sér frekar að mæta þangað í jogginggallanum. Halla Tómasdóttir oftast nefnd Fréttastofa fór á stjá í dag og heyrði í landsmönnum varðandi kosningarnar. Flestir horfðu á kappræðurnar á Rúv í gær og margir eru þegar búnir að ákveða hvern þeir hyggjast kjósa. Innslagið má sjá hér að neðan. „Ég horfði á þáttinn í gær og fannst Halla Tómasdóttir standa sig rosalega vel,“ sagði Laufey Johansen. „Halla Hrund líka og Arnar Jónsson en ég held ég sé búin að gera upp hug minn og kjósi Höllu.“ „Ég er bara að skoða möguleikana enn sem komið er og held ég gefi það aldrei nokkurntímann upp hvern ég kýs að lokum, sagði Erna sem sagði þó að Halla Tómasdóttir hefði komið mjög skelegg inn í kappræðurnar í gær. „Svo fannst mér Viktor, þessi sem kom síðastur inn, mér fannst karakter í honum. Er ekki viss um að ég kjósi hann endilega en hann hristir aðeins upp í kerfinu.“ Lovísa Árnadóttir sagðist nokkurnveginn búin að ákveða sig en væri samt enn opin. Hvaða eiginleika ætti forseti að hafa að þínu mati? „Mér finnst hann eiga að hafa góða reynslu á alþjóðavettvangi. Eigi að geta talað við allskonar fólk um allskonar málefni á allskonar tímum. Og að hans þekking og reynsla úr atvinnulífinu nýtist vel í þetta starf.“ Bjarni Gunnarsson sagðist líklegast miðað við það sem hann sá í kappræðunum í gær að Jón Gnarr yrði fyrir valin. „Hann var með sterkustu punktana og kom best fyrir.“ Eru einhverir aðrir sem koma til greina? „Baldur Þórhallsson og Halla Hrund, en mér fannst Jón bara bera af í gær.“ Björk Jónsdóttir er ein af þeim sem ætlar að kjósa Höllu Tómasdóttur. „Ég kaus hana síðast, hef ofboðslega trú á henni. Hún er svo reynd á mörgum sviðum sem ég held að muni gagnast sem forseti, ég hef bara ofurtrú á henni.“ „Ég ætla að kjósa Baldur,“ sagði kona að nafni Anna. Hvers vegna? „Mér lýst best á hann. Ég vil Baldur á Bessastaði.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira