Sú sem var oftast nefnd ekki ein af fjórum efstu í könnunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. maí 2024 19:59 Margir af þeim sem fréttastofa ræddi við í dag sögðust ákveðnir eða að íhuga að kjósa Höllu Tómasdóttur. Halla mældist með 4 prósent fylgi í þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í gær. Vísir/Vilhelm Utankjörfundarkosning til embættis forseta Íslands er hafin. Kosningin fer vel af stað en búist er við að allt að 55 þúsund manns muni kjósa utan kjörfundar á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofa forvitnaðist í dag um hug landsmanna til kosninganna en sú sem var oftast nefnd er ekki ein af efstu fjórum í skoðannakönnunum. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í gær og verður opin fram á kjördag. Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Holtagörðum. Sigríður Kristinsdóttir, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á utankjörfundarkosningunni. Hún segir kosninguna fara mjög vel af stað. 116 manns kusu utan kjörfundar í gær á fyrsta degi kosningarinnar, og þegar fréttastofa leit við í dag um þrjúleitið höfðu 91 kosið. „En á öllu landinu eru 308 búnir að kjósa, það er landið allt og sendiráðin. Við búumst við að það komi allt að 45 til 55 þúsund manns og kjósi hjá okkur í Holtagörðum.“ Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utankjörfundarkosningu hafa farið afar vel af stað.Vísir/Ívar Enn er tæpur mánuður til kosninga og margt getur breyst. Það vita mögulega ekki allir að þeir sem hafa kosið utan kjörfundar geta skipt um skoðun og kosið aftur. Margir þekkja þá hefð að klæða sig upp á kjördag og mæta á kjörstað í sínu fínasta pússi. Sigríður segir það ekki tíðkast í utankjörfundarkosningum, fólk leyfi sér frekar að mæta þangað í jogginggallanum. Halla Tómasdóttir oftast nefnd Fréttastofa fór á stjá í dag og heyrði í landsmönnum varðandi kosningarnar. Flestir horfðu á kappræðurnar á Rúv í gær og margir eru þegar búnir að ákveða hvern þeir hyggjast kjósa. Innslagið má sjá hér að neðan. „Ég horfði á þáttinn í gær og fannst Halla Tómasdóttir standa sig rosalega vel,“ sagði Laufey Johansen. „Halla Hrund líka og Arnar Jónsson en ég held ég sé búin að gera upp hug minn og kjósi Höllu.“ „Ég er bara að skoða möguleikana enn sem komið er og held ég gefi það aldrei nokkurntímann upp hvern ég kýs að lokum, sagði Erna sem sagði þó að Halla Tómasdóttir hefði komið mjög skelegg inn í kappræðurnar í gær. „Svo fannst mér Viktor, þessi sem kom síðastur inn, mér fannst karakter í honum. Er ekki viss um að ég kjósi hann endilega en hann hristir aðeins upp í kerfinu.“ Lovísa Árnadóttir sagðist nokkurnveginn búin að ákveða sig en væri samt enn opin. Hvaða eiginleika ætti forseti að hafa að þínu mati? „Mér finnst hann eiga að hafa góða reynslu á alþjóðavettvangi. Eigi að geta talað við allskonar fólk um allskonar málefni á allskonar tímum. Og að hans þekking og reynsla úr atvinnulífinu nýtist vel í þetta starf.“ Bjarni Gunnarsson sagðist líklegast miðað við það sem hann sá í kappræðunum í gær að Jón Gnarr yrði fyrir valin. „Hann var með sterkustu punktana og kom best fyrir.“ Eru einhverir aðrir sem koma til greina? „Baldur Þórhallsson og Halla Hrund, en mér fannst Jón bara bera af í gær.“ Björk Jónsdóttir er ein af þeim sem ætlar að kjósa Höllu Tómasdóttur. „Ég kaus hana síðast, hef ofboðslega trú á henni. Hún er svo reynd á mörgum sviðum sem ég held að muni gagnast sem forseti, ég hef bara ofurtrú á henni.“ „Ég ætla að kjósa Baldur,“ sagði kona að nafni Anna. Hvers vegna? „Mér lýst best á hann. Ég vil Baldur á Bessastaði.“ Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í gær og verður opin fram á kjördag. Á höfuðborgarsvæðinu er kosið í Holtagörðum. Sigríður Kristinsdóttir, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á utankjörfundarkosningunni. Hún segir kosninguna fara mjög vel af stað. 116 manns kusu utan kjörfundar í gær á fyrsta degi kosningarinnar, og þegar fréttastofa leit við í dag um þrjúleitið höfðu 91 kosið. „En á öllu landinu eru 308 búnir að kjósa, það er landið allt og sendiráðin. Við búumst við að það komi allt að 45 til 55 þúsund manns og kjósi hjá okkur í Holtagörðum.“ Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir utankjörfundarkosningu hafa farið afar vel af stað.Vísir/Ívar Enn er tæpur mánuður til kosninga og margt getur breyst. Það vita mögulega ekki allir að þeir sem hafa kosið utan kjörfundar geta skipt um skoðun og kosið aftur. Margir þekkja þá hefð að klæða sig upp á kjördag og mæta á kjörstað í sínu fínasta pússi. Sigríður segir það ekki tíðkast í utankjörfundarkosningum, fólk leyfi sér frekar að mæta þangað í jogginggallanum. Halla Tómasdóttir oftast nefnd Fréttastofa fór á stjá í dag og heyrði í landsmönnum varðandi kosningarnar. Flestir horfðu á kappræðurnar á Rúv í gær og margir eru þegar búnir að ákveða hvern þeir hyggjast kjósa. Innslagið má sjá hér að neðan. „Ég horfði á þáttinn í gær og fannst Halla Tómasdóttir standa sig rosalega vel,“ sagði Laufey Johansen. „Halla Hrund líka og Arnar Jónsson en ég held ég sé búin að gera upp hug minn og kjósi Höllu.“ „Ég er bara að skoða möguleikana enn sem komið er og held ég gefi það aldrei nokkurntímann upp hvern ég kýs að lokum, sagði Erna sem sagði þó að Halla Tómasdóttir hefði komið mjög skelegg inn í kappræðurnar í gær. „Svo fannst mér Viktor, þessi sem kom síðastur inn, mér fannst karakter í honum. Er ekki viss um að ég kjósi hann endilega en hann hristir aðeins upp í kerfinu.“ Lovísa Árnadóttir sagðist nokkurnveginn búin að ákveða sig en væri samt enn opin. Hvaða eiginleika ætti forseti að hafa að þínu mati? „Mér finnst hann eiga að hafa góða reynslu á alþjóðavettvangi. Eigi að geta talað við allskonar fólk um allskonar málefni á allskonar tímum. Og að hans þekking og reynsla úr atvinnulífinu nýtist vel í þetta starf.“ Bjarni Gunnarsson sagðist líklegast miðað við það sem hann sá í kappræðunum í gær að Jón Gnarr yrði fyrir valin. „Hann var með sterkustu punktana og kom best fyrir.“ Eru einhverir aðrir sem koma til greina? „Baldur Þórhallsson og Halla Hrund, en mér fannst Jón bara bera af í gær.“ Björk Jónsdóttir er ein af þeim sem ætlar að kjósa Höllu Tómasdóttur. „Ég kaus hana síðast, hef ofboðslega trú á henni. Hún er svo reynd á mörgum sviðum sem ég held að muni gagnast sem forseti, ég hef bara ofurtrú á henni.“ „Ég ætla að kjósa Baldur,“ sagði kona að nafni Anna. Hvers vegna? „Mér lýst best á hann. Ég vil Baldur á Bessastaði.“
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira