Hetja Keflvíkinga hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 10:00 Leikmenn Keflavíkur fagna hér Urban Oman eftir sigurkörfu hans á móti Grindavík í gær. Stöð 2 Sport Slóveninn Urban Oman var maður kvöldsins í Blue höllinni í Keflavík í gær þegar hann tryggði liði sínu 84-83 sigur á Grindavík með því að skora þriggja stiga flautukörfu um leið og leiktíminn rann út. Hann sá til þess að staðan er 1-1 í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Suðbway Körfuboltakvöld valdi Urban PlayAir leiksins þrátt fyrir að hann væri aðeins búinn að skora fimm stig nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Sigurkarfan hans breytti hins vegar öllu fyrir lið hans og undanúrslitaeinvígið. Stefán Árni Pálsson spurði hetju kvöldsins hvernig honum liði aðeins nokkrum mínútum eftir þessa ótrúlegu körfu. Búinn á því „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég tilfinningalega búinn á því. Þetta var erfiður leikur, bæði líkamlega og andlega. Við vissum hvað var mikið undir hjá báðum liðum og það var mjög erfitt að spila þennan leik. Ég er samt svo ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna okkar sem hjálpuðu okkur svo mikið í kvöld,“ sagði Urban Oman. Urban Oman á ferðinni með boltann í leik Keflavíkur og Grindavíkur í gær.Vísir/Hulda Margrét „Við verðum bara að mæta aftur af krafti í næsta leik og taka þetta skref fyrir skref. Við munum sjá til hverju það skilar okkur,“ sagði Urban. Hann segir að lokakefið hafi ekki verið teiknað upp fyrir sig. „Það var mikið um að vera á vellinum og ég reyndi bara að finna mér opinn stað á vellinum. Varnarmaðurinn týndi mér og skotið fór í körfuna. Það var yndisleg tilfinning að sjá hann fara í körfuna. Ég er svo ánægður,“ sagði Urban. Átti ekki mitt besta kvöld Hann var eins og áður sagði bara með fimm stig fyrir þetta lokaskot og endaði því með átta stig. „Ég átti ekki mitt besta kvöld og þá sérstaklega hvað það varðar að skjóta boltanum. Þegar við horfum á þetta lokaskot þá var það mikilvægasta í leiknum og ég er ánægður að hafa sett það niður fyrir allt Keflavíkurfélagið og allt samfélagið hér. Nú er bara að halda áfram í næsta leik,“ sagði Urban. Urban segir að hans helsti styrkleiki inn á vellinum sé að spila góða vörn. Þessi sigur var fyrir Remy Hvernig var að koma inn í þennan leik án Remy Martin? „Við vissum að við þurfum að vinna fyrir hann. Allir í liðnu gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að taka eitt skref upp á við til að fylla í hans skarð. Okkur tókst það og þessi sigur var fyrir hann,“ sagði Urban sem viðurkennir að hann hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum. Vanalega tekin út af í lokasóknunum „Ég er vanalega sá sem spila vörn og er oft tekinn út af í sókninni á lokasekúndum leikja. Þá fer ég oft út og það er skotmaður sendur inn á völlinn. Ég kem síðan aftur inn í vörnina. Það er góð tilfinning að ná þessu,“ sagði Urban. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Urban Oman Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Suðbway Körfuboltakvöld valdi Urban PlayAir leiksins þrátt fyrir að hann væri aðeins búinn að skora fimm stig nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Sigurkarfan hans breytti hins vegar öllu fyrir lið hans og undanúrslitaeinvígið. Stefán Árni Pálsson spurði hetju kvöldsins hvernig honum liði aðeins nokkrum mínútum eftir þessa ótrúlegu körfu. Búinn á því „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég tilfinningalega búinn á því. Þetta var erfiður leikur, bæði líkamlega og andlega. Við vissum hvað var mikið undir hjá báðum liðum og það var mjög erfitt að spila þennan leik. Ég er samt svo ánægður fyrir hönd stuðningsmannanna okkar sem hjálpuðu okkur svo mikið í kvöld,“ sagði Urban Oman. Urban Oman á ferðinni með boltann í leik Keflavíkur og Grindavíkur í gær.Vísir/Hulda Margrét „Við verðum bara að mæta aftur af krafti í næsta leik og taka þetta skref fyrir skref. Við munum sjá til hverju það skilar okkur,“ sagði Urban. Hann segir að lokakefið hafi ekki verið teiknað upp fyrir sig. „Það var mikið um að vera á vellinum og ég reyndi bara að finna mér opinn stað á vellinum. Varnarmaðurinn týndi mér og skotið fór í körfuna. Það var yndisleg tilfinning að sjá hann fara í körfuna. Ég er svo ánægður,“ sagði Urban. Átti ekki mitt besta kvöld Hann var eins og áður sagði bara með fimm stig fyrir þetta lokaskot og endaði því með átta stig. „Ég átti ekki mitt besta kvöld og þá sérstaklega hvað það varðar að skjóta boltanum. Þegar við horfum á þetta lokaskot þá var það mikilvægasta í leiknum og ég er ánægður að hafa sett það niður fyrir allt Keflavíkurfélagið og allt samfélagið hér. Nú er bara að halda áfram í næsta leik,“ sagði Urban. Urban segir að hans helsti styrkleiki inn á vellinum sé að spila góða vörn. Þessi sigur var fyrir Remy Hvernig var að koma inn í þennan leik án Remy Martin? „Við vissum að við þurfum að vinna fyrir hann. Allir í liðnu gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að taka eitt skref upp á við til að fylla í hans skarð. Okkur tókst það og þessi sigur var fyrir hann,“ sagði Urban sem viðurkennir að hann hafði aldrei áður skorað svona flautukörfu á ferlinum. Vanalega tekin út af í lokasóknunum „Ég er vanalega sá sem spila vörn og er oft tekinn út af í sókninni á lokasekúndum leikja. Þá fer ég oft út og það er skotmaður sendur inn á völlinn. Ég kem síðan aftur inn í vörnina. Það er góð tilfinning að ná þessu,“ sagði Urban. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Urban Oman
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira