Rúmir hundrað miðar eru lausir í gestahluta stúkunnar og þá eru um 200 miðar lausir í gömlu stúkuna þegar þetta er skrifað. Gera má ráð fyrir að þeir seljist allir upp og ljóst að áhugasamir þurfa að hafa hraðar hendur.
Uppselt er í nýju stúkuna fyrir leikinn á móti Val í kvöld en eingöngu eru laus sæti í gesta hólfið.
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) May 6, 2024
Verið er að opna fyrir sölu í gömlu stúkuna og stefnir í að það verði hratt uppselt þar líka💚
Miðar eru hér: https://t.co/rhWO6cYhHz pic.twitter.com/BegsaU6Jcp
Breiðablik getur jafnað Víking og FH á toppi deildarinnar með sigri í kvöld en liðið er með níu stig eftir sigur á KR síðustu helgi. Mikil pressa er á Valsmönnum en stjörnum prýtt lið þeirra situr í níunda sæti með aðeins fimm stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur aðeins skorað þrjú mörk í deildinni það sem af er sumri.
Fyrir þá sem komast ekki að á vellinum í kvöld verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hann hefst klukkan 19:15 en útsending hefst á slaginu 19:00.