Verðhækkanir á döner-kebab eitt helsta áhyggjuefni Þjóðverja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2024 08:41 Það gengur á ýmsu í heiminum en kanslari Þýskalands er einna oftast spurður að því af unga fólkinu hvort það sé ekki kominn tími til að setja þak á verðið á kebab. AP/Hannes P. Albert Ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, hefur séð sig neydda til að útskýra það á samfélagsmiðlum hvers vegna það verður sífellt dýrara að kaupa sér kebab. Svokallaður döner-kebab, sem er búinn til úr kjöti steiktu á lóðréttum teini, er einn vinsælasti skyndibiti Þjóðverja og Scholz og aðrir stjórnmálamenn segjast vera spurðir að því í gríð og erg hvort það sé ekki tímabært að festa verðið á réttinum. Stjórnvöld segja launahækkanir og orkukostnað meðal þeirra þátta sem hafa leitt til verðskriðsins en nú hefur stjórnmálaflokkurinn Vinstrið tekið málið á sína arma og kallað eftir kebabþaki, það er að segja hámarksverði. View this post on Instagram A post shared by Bundesregierung (@bundesregierung) Samkvæmt flokknum kostaði kebabinn aðeins um fjórar evrur fyrir tveimur árum en stendur nú í um tíu evrum. Vinstrið leggur til að þakið verði 4,90 evrur almennt og 2,90 evrur fyrir ungt fólk. Þá hefur hann einnig lagt til að öll heimili fái daglega afsláttarmiða. Áætlað er að um 1,3 milljarðar kebaba seljist í Þýskalandi á ári hverju, þar af 400 þúsund á dag í Berlín. Vinstrið hefur reiknað út að niðurgreiðslur hins opinbera, sem flokkurinn leggur til, myndu nema um fjórum milljörðum evra á ársgrundvelli. Scholz, sem segir sláandi hversu oft hann er spurður út í verðhækkanir á keböbum, segir ómögulegt að ætla ríkinu að stjórna verðþróun á skyndibitanum. Ungt fólk hefur brugðist við afstöðu kanslarans með því að kalla eftir endurkomu forvera hans, Angelu Merkel, sem hafi „haft stjórn á dönernum“. Þýskaland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Svokallaður döner-kebab, sem er búinn til úr kjöti steiktu á lóðréttum teini, er einn vinsælasti skyndibiti Þjóðverja og Scholz og aðrir stjórnmálamenn segjast vera spurðir að því í gríð og erg hvort það sé ekki tímabært að festa verðið á réttinum. Stjórnvöld segja launahækkanir og orkukostnað meðal þeirra þátta sem hafa leitt til verðskriðsins en nú hefur stjórnmálaflokkurinn Vinstrið tekið málið á sína arma og kallað eftir kebabþaki, það er að segja hámarksverði. View this post on Instagram A post shared by Bundesregierung (@bundesregierung) Samkvæmt flokknum kostaði kebabinn aðeins um fjórar evrur fyrir tveimur árum en stendur nú í um tíu evrum. Vinstrið leggur til að þakið verði 4,90 evrur almennt og 2,90 evrur fyrir ungt fólk. Þá hefur hann einnig lagt til að öll heimili fái daglega afsláttarmiða. Áætlað er að um 1,3 milljarðar kebaba seljist í Þýskalandi á ári hverju, þar af 400 þúsund á dag í Berlín. Vinstrið hefur reiknað út að niðurgreiðslur hins opinbera, sem flokkurinn leggur til, myndu nema um fjórum milljörðum evra á ársgrundvelli. Scholz, sem segir sláandi hversu oft hann er spurður út í verðhækkanir á keböbum, segir ómögulegt að ætla ríkinu að stjórna verðþróun á skyndibitanum. Ungt fólk hefur brugðist við afstöðu kanslarans með því að kalla eftir endurkomu forvera hans, Angelu Merkel, sem hafi „haft stjórn á dönernum“.
Þýskaland Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira