María Sigrún birtir tölvupósta Dags Jón Þór Stefánsson skrifar 8. maí 2024 19:37 María Sigrún og Dagur rífast um innslag hennar á Facebook. Vísir „Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra. Það gerir María Sigurún í færslu á Facebook-síðu sinni sem er svar við færslu Dags frá því í morgun þar sem hann sagði fréttamennsku Maríu ómerkilega. Hann hélt því fram að hún hefði tekið þátt í pólitískum leik í stað þess að miðla því sem lægi fyrir málinu „svart á hvítu“ til almennings. Málið varðar frægt innslag Maríu sem birtist í Kastljósi á mánudag en hafði áður átt að birtast í fréttaskýringarþættinum Kveik. Umfjöllunarefni þáttarins er uppbyggingarreit og samningar Reykjavíkurborgar við olíufélög. Í færslu sinni vísar María til þess að Dagur hafi sagt virði byggingarréttar sem fjallað var um ofmetið, en hún bendir sjálf á að hafa leitað til verktaka og fasteignasala sem mátu virði réttarins á bilinu sjö til þrettán milljarða króna. „Eins og fram kom í þættinum fer verðmætið eftir því hversu mikið byggingarmagn verður samþykkt. Það er rétt hjá Degi að tölur um áætlað byggingarmagn á reitunum hafa verið á reiki. Sumar hafa lækkað en það er fyrst og fremst vegna andmæla íbúa sem búa í grennd við lóðirnar. Virðið eykst með tíma og metnaður olíufélaganna stendur til að hámarka það. Nú eru 3 ár liðin frá undirritun samninganna. Virði byggingarréttarins á lóðum bensínstöðvanna mun á endanum líta dagsins ljós og dæmi þá hver fyrir sig,“ segir María. Þá minnist María Sigrún á athugasemd Dags um að viðtal hennar við hann hafi verið langt og drungalegt. „Leitt að honum gremjist það en þar var ég fyrst og fremst að gefa honum fullt svigrúm, tíma og tækifæri til að svara þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á samninga borgarinnar við olíufélögin. Fundarsalur borgarráðs er að mínu mati ekki drungalegur eins og Dagur segir í færslu sinni. Þvert á móti finnst mér hann bjartur með stórum gluggum sem snúa til austurs. Viðtalið var tekið milli kl.11 og 12.30, föstudaginn 5. apríl.“ María Sigrún tekur fram að Dagur hafi birt tölvusamskipti sín og hennar opinberlega. Hún segir það nýja upplifun fyrir hana. Í lok færslu sinnar segir hún, eins og áður hefur komið fram, að rétt sé að gera slíkt hið sama. Hún birti ellefu skjáskot með færslu sinni af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags. „Hann gerir athugasemd við að ég hafi ekki greint frá innihaldi póstsins í þættinum þar vísar hann í lið í samþykktinni sem hann segir alveg skýra að „einungis verði krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hendi lóðarhafa“. Hvers vegna stóð ekki skýrar í samþykktinni að til stæði að gefa olíufélögunum byggingarrétt fyrir milljarða? Hvers vegna vann borgin ekkert kostnaðarmat og ekkert lögfræðiálit áður en menn settust við samningaborðið?“ Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Ríkisútvarpið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Það gerir María Sigurún í færslu á Facebook-síðu sinni sem er svar við færslu Dags frá því í morgun þar sem hann sagði fréttamennsku Maríu ómerkilega. Hann hélt því fram að hún hefði tekið þátt í pólitískum leik í stað þess að miðla því sem lægi fyrir málinu „svart á hvítu“ til almennings. Málið varðar frægt innslag Maríu sem birtist í Kastljósi á mánudag en hafði áður átt að birtast í fréttaskýringarþættinum Kveik. Umfjöllunarefni þáttarins er uppbyggingarreit og samningar Reykjavíkurborgar við olíufélög. Í færslu sinni vísar María til þess að Dagur hafi sagt virði byggingarréttar sem fjallað var um ofmetið, en hún bendir sjálf á að hafa leitað til verktaka og fasteignasala sem mátu virði réttarins á bilinu sjö til þrettán milljarða króna. „Eins og fram kom í þættinum fer verðmætið eftir því hversu mikið byggingarmagn verður samþykkt. Það er rétt hjá Degi að tölur um áætlað byggingarmagn á reitunum hafa verið á reiki. Sumar hafa lækkað en það er fyrst og fremst vegna andmæla íbúa sem búa í grennd við lóðirnar. Virðið eykst með tíma og metnaður olíufélaganna stendur til að hámarka það. Nú eru 3 ár liðin frá undirritun samninganna. Virði byggingarréttarins á lóðum bensínstöðvanna mun á endanum líta dagsins ljós og dæmi þá hver fyrir sig,“ segir María. Þá minnist María Sigrún á athugasemd Dags um að viðtal hennar við hann hafi verið langt og drungalegt. „Leitt að honum gremjist það en þar var ég fyrst og fremst að gefa honum fullt svigrúm, tíma og tækifæri til að svara þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á samninga borgarinnar við olíufélögin. Fundarsalur borgarráðs er að mínu mati ekki drungalegur eins og Dagur segir í færslu sinni. Þvert á móti finnst mér hann bjartur með stórum gluggum sem snúa til austurs. Viðtalið var tekið milli kl.11 og 12.30, föstudaginn 5. apríl.“ María Sigrún tekur fram að Dagur hafi birt tölvusamskipti sín og hennar opinberlega. Hún segir það nýja upplifun fyrir hana. Í lok færslu sinnar segir hún, eins og áður hefur komið fram, að rétt sé að gera slíkt hið sama. Hún birti ellefu skjáskot með færslu sinni af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags. „Hann gerir athugasemd við að ég hafi ekki greint frá innihaldi póstsins í þættinum þar vísar hann í lið í samþykktinni sem hann segir alveg skýra að „einungis verði krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hendi lóðarhafa“. Hvers vegna stóð ekki skýrar í samþykktinni að til stæði að gefa olíufélögunum byggingarrétt fyrir milljarða? Hvers vegna vann borgin ekkert kostnaðarmat og ekkert lögfræðiálit áður en menn settust við samningaborðið?“
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Ríkisútvarpið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira