„Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“ Aron Guðmundsson skrifar 12. maí 2024 12:23 Andri Lucas Guðjohnsen virðist á förum frá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfari Lyngby, ekki á óvart hversu vel Andri hefur staðið sig upp á síðkastið Vísir/Samsett mynd „Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby,“ sagði Freyr Alexandersson, fyrrverandi þjálfari Lyngby í kímni og hló svo dátt í kjölfarið að sögn blaðamanns Tipsbladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í möguleg félagsskipti Andra Lucasar Guðjohnsen frá Lyngby til belgíska úrvalsdeildarfélagsins Gent sem virðist nálægt því að kaupa íslenska landsliðsframherjann. Kaup Gent á Andra Lucasi virðast vera mjög nálægt því að ganga í gegn. Belgíski miðilinn HLN greindi frá því í morgun að Andri Lucas væri mættur til Belgíu með föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í viðræður við forráðamenn Gent. Heimildir Tipsbladet herma að Gent hafi gert tilboð í Andra Lucas. Tilboð sem forráðamönnum Lyngby leist vel á og gáfu í kjölfarið íslenska landsliðsframherjanum leyfi til að ferðast til Belgíu og hefja viðræður við Gent. Ekki er langt síðan að Andri Lucas, sem kom fyrst á láni til Lyngby frá Norrköping, var keyptur til danska félagsins á slikk. Í raun gerðist það bara í síðasta mánuði og skrifaði Andri Lucas undir þriggja ára samning við Lyngby. Frammistaða Íslendingsins á yfirstandandi tímabili hefur verið frábær. Andri Lucas er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og því var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann fengi tækifæri til að taka næsta skref á sínum ferli. Nú horfir Lyngby fram á það að græða vel á sölu Andra Lucasar. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby sem var keyptur til KV Kortrijk í Belgíu fyrr á árinu, ekki á óvart að Andri Lucas sé að vekja svona mikla athygli. Nú horfir hann mögulega fram á það að mæta honum í belgísku úrvalsdeildinni, gangi allt eftir óskum bæði hjá Andra sjálfum og svo hjá Kortrijk sem er á leiðinni í umspil um sæti í deildinni. „Ég er ánægður fyrir hönd allra í þessu máli. Í þessu græða allir og þetta er frábær saga. Við gerðum vel í að fá Andra Lucas til Lyngby á sínum tíma. Þar nýttum við okkur góð sambönd, grunnurinn var til staðar og áætlun okkar um tveggja manna sóknarlínu féll vel í kramið. Andri var þá í erfiðri stöðu hjá Norrköping, sem spilaði aðeins með einn sóknarmann. Glen Riddersholm, þjálfari Norrköping, átti erfitt með að finna pláss fyrir Andra. Það sem Andri Lucas þarf er traust og spilatíma. Hann treysti mér þegar að hann skipti yfir til Lyngby og við sýndum honum fram á umhverfi sem hann gat þrífst í. Þá er það rós í hnappagat Lyngby að hafa tekið svona vel á móti honum því það var enginn vafi á því í mínum huga að hann myndi standa sig í stykkinu og fara langt.“ Danski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Kaup Gent á Andra Lucasi virðast vera mjög nálægt því að ganga í gegn. Belgíski miðilinn HLN greindi frá því í morgun að Andri Lucas væri mættur til Belgíu með föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í viðræður við forráðamenn Gent. Heimildir Tipsbladet herma að Gent hafi gert tilboð í Andra Lucas. Tilboð sem forráðamönnum Lyngby leist vel á og gáfu í kjölfarið íslenska landsliðsframherjanum leyfi til að ferðast til Belgíu og hefja viðræður við Gent. Ekki er langt síðan að Andri Lucas, sem kom fyrst á láni til Lyngby frá Norrköping, var keyptur til danska félagsins á slikk. Í raun gerðist það bara í síðasta mánuði og skrifaði Andri Lucas undir þriggja ára samning við Lyngby. Frammistaða Íslendingsins á yfirstandandi tímabili hefur verið frábær. Andri Lucas er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og því var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann fengi tækifæri til að taka næsta skref á sínum ferli. Nú horfir Lyngby fram á það að græða vel á sölu Andra Lucasar. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby sem var keyptur til KV Kortrijk í Belgíu fyrr á árinu, ekki á óvart að Andri Lucas sé að vekja svona mikla athygli. Nú horfir hann mögulega fram á það að mæta honum í belgísku úrvalsdeildinni, gangi allt eftir óskum bæði hjá Andra sjálfum og svo hjá Kortrijk sem er á leiðinni í umspil um sæti í deildinni. „Ég er ánægður fyrir hönd allra í þessu máli. Í þessu græða allir og þetta er frábær saga. Við gerðum vel í að fá Andra Lucas til Lyngby á sínum tíma. Þar nýttum við okkur góð sambönd, grunnurinn var til staðar og áætlun okkar um tveggja manna sóknarlínu féll vel í kramið. Andri var þá í erfiðri stöðu hjá Norrköping, sem spilaði aðeins með einn sóknarmann. Glen Riddersholm, þjálfari Norrköping, átti erfitt með að finna pláss fyrir Andra. Það sem Andri Lucas þarf er traust og spilatíma. Hann treysti mér þegar að hann skipti yfir til Lyngby og við sýndum honum fram á umhverfi sem hann gat þrífst í. Þá er það rós í hnappagat Lyngby að hafa tekið svona vel á móti honum því það var enginn vafi á því í mínum huga að hann myndi standa sig í stykkinu og fara langt.“
Danski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira