Sýnist stefna í kapphlaup tveggja en útilokar þó ekki vendingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2024 12:03 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor var fenginn til að greina nýjustu könnun Prósents. Vísir/Arnar Halldórsson Stjórnmálafræðiprófessor segir að sú mynd sem nú teiknist upp í baráttunni um Bessastaði sé kapphlaup tveggja en þó sé alls ekki útilokað að fleiri geti blandað sér í það, enda ekki langt undan. Halla Tómasdóttir er hástökkvari í nýrri könnun Prósents. Ný könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í morgun sýnir að Halla Hrund Logadóttir hafi mest fylgi, eða 26%. Katrín Jakobsdóttir mælist með 19,2%, Baldur Þórhallsson með 17,9% og Jón Gnarr með 13,8%. Halla Tómasdóttir mælist með 12,5% og Arnar Þór Jónsson eykur við sig og mælist með 5,7%. Eiríkur Bergmann var í hádegisfréttum Bylgjunnar beðinn um að rýna í helstu tíðindi könnunarinnar. „Kannanir Prósents hafa verið ögn frábrugðnar könnunum annarra fyrirtækja en það er þó allavega hægt að bera saman kannanir Prósents innbyrðis og þá sjáum við kannski þróun í svipaða átt og við höfum séð í öðrum könnunum. Þetta er að færast yfir í að verða kapphlaup á milli Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur þrátt fyrir að aðrir séu nú kannski ekkert mjög langt undan og ekkert sé útilokað að aðrir geti ekki blandað sér í þessa baráttu. Baldur hefur alltaf verið mældur svolítið hærra í könnunum Prósents heldur en öðrum könnunum en hann dalar í þessari könnun þannig að þetta er þannig til samræmis.“ Hástökkvari í könnun Prósents er Halla Tómasdóttir sem fer úr rúmum fimm prósentum og upp í 12,5%. En í ljósi þess að Halla Tómasdóttir er þekkt stærð og hefur áður háð þessa baráttu, hvað skýrir þessa aukningu að þínu viti? „Nú hafa kjósendur fengið tækifæri til þess að máta frambjóðendurna í kappræðum og í fjölmiðlaviðtölum og svo framvegis og þrátt fyrir að hún hafi verið í baráttu fyrir átta árum þá hefur nú fennt yfir það frá þeim tíma, allavega allnokkuð en þetta er held ég bara nokkuð góð frammistaða hennar í þessum kappræðum sem veldur þessari breytingu og þá hugsanlega líka að einhverjir aðrir frambjóðendur hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem þeir höfðu gert til þeirra fram að því. Þannig að þetta er svona sambland þarna á milli myndi ég halda. En hún er þrátt fyrir það svo langt undan og frá þeim sem eru í toppsætinu að það hann er nú risastór hjalli fyrir hana til að komast þangað.“ Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Ný könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í morgun sýnir að Halla Hrund Logadóttir hafi mest fylgi, eða 26%. Katrín Jakobsdóttir mælist með 19,2%, Baldur Þórhallsson með 17,9% og Jón Gnarr með 13,8%. Halla Tómasdóttir mælist með 12,5% og Arnar Þór Jónsson eykur við sig og mælist með 5,7%. Eiríkur Bergmann var í hádegisfréttum Bylgjunnar beðinn um að rýna í helstu tíðindi könnunarinnar. „Kannanir Prósents hafa verið ögn frábrugðnar könnunum annarra fyrirtækja en það er þó allavega hægt að bera saman kannanir Prósents innbyrðis og þá sjáum við kannski þróun í svipaða átt og við höfum séð í öðrum könnunum. Þetta er að færast yfir í að verða kapphlaup á milli Höllu Hrundar og Katrínar Jakobsdóttur þrátt fyrir að aðrir séu nú kannski ekkert mjög langt undan og ekkert sé útilokað að aðrir geti ekki blandað sér í þessa baráttu. Baldur hefur alltaf verið mældur svolítið hærra í könnunum Prósents heldur en öðrum könnunum en hann dalar í þessari könnun þannig að þetta er þannig til samræmis.“ Hástökkvari í könnun Prósents er Halla Tómasdóttir sem fer úr rúmum fimm prósentum og upp í 12,5%. En í ljósi þess að Halla Tómasdóttir er þekkt stærð og hefur áður háð þessa baráttu, hvað skýrir þessa aukningu að þínu viti? „Nú hafa kjósendur fengið tækifæri til þess að máta frambjóðendurna í kappræðum og í fjölmiðlaviðtölum og svo framvegis og þrátt fyrir að hún hafi verið í baráttu fyrir átta árum þá hefur nú fennt yfir það frá þeim tíma, allavega allnokkuð en þetta er held ég bara nokkuð góð frammistaða hennar í þessum kappræðum sem veldur þessari breytingu og þá hugsanlega líka að einhverjir aðrir frambjóðendur hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem þeir höfðu gert til þeirra fram að því. Þannig að þetta er svona sambland þarna á milli myndi ég halda. En hún er þrátt fyrir það svo langt undan og frá þeim sem eru í toppsætinu að það hann er nú risastór hjalli fyrir hana til að komast þangað.“
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Halla Tómasdóttir tekur stökk í nýrri könnun Prósents Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents. Á meðan fjórir efstu tapa allir fylgi frá síðustu könnun bætir Halla Tómasdóttir verulega við sig. 13. maí 2024 06:23