Fjarheilbrigðisþjónusta Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar 14. maí 2024 21:00 Fjarheilbrigðisþjónusta er heilbrigðisþjónusta sem nýtir stafræna samskipta- og upplýsingatækni þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma. Sem dæmi má nefna myndsímtöl og netspjall. Í dag var samþykkt mikilvægt frumvarp heilbrigðisráðherra sem gekk út á að skilgreina fjarheilbrigðisþjónustu í lögum og styrkja stöðu hennar í nútímasamfélagi. Málið er þýðingarmikið þar sem í fjarheilbrigðisþjónusta er klárlega ein þeirra tæknilausna sem geta umbylt heilbrigðisþjónustu fyrir fólk um allt land. Til eru mörg dæmi um einstaklinga sem ferðast langt og taka sér frí frá vinnu, stundum í fleiri daga, til þess að hitta lækna og sérfræðinga. Sérstaklega í ljósi þess að meirihluti sérfræðinga í heilbrigðisgeiranum er staðsettur á suðvesturhorni landsins. Í sumum tilvikum er ferðin nauðsynleg, en oft er möguleiki á því að samskipti læknis og skjólstæðings eigi sér stað með fjarheilbrigðislausnum eins og viðtöl við sálfræðinga eða talmeinafræðinga. Með þessu þá erum við að opna frekar á þann möguleika í fjarheilbrigðislausnum. Fjarheilbrigðisþjónusta getur nýst við heimahjúkrun, þá sérstaklega í dreifbýli. Einnig getur hún aukið og auðveldað teymisvinnu fagfólks, sem er búsett um allt land og sum þeirra mögulega erlendis. Þetta getur fækkað óþörfum og oft dýrum ferðalögum ásamt því að vera til þess fallið að auka hagkvæmni. Það er ljóst að á síðastliðnu ári hefur hröð þróun átt sér stað hvað varðar tæknilausnir í heilbrigðisgeiranum. Frumvarpið er skref í átt að því að vinna að sameiginlegum skilningi á því hvað felst í þeim tæknilausnum sem við höfum og grunnreglur um notkun þeirra. Fjarheilbrigðisþjónustan er liður að því að jafna aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða annarra aðstæðna og er yfirlýst aðgerð, sbr. A.5 lið í byggðaáætlun. Markmiðið er að aðgengi að heilbrigðisþjónustu verði jafnað eins og hægt er og bætt með nýsköpun og nýtingu tækni og fjarskipta við framkvæmd þjónustu. Í byggðaáætlun kemur fram að með innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu verði leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Jafnframt verði rafræn miðlun heilbrigðisþjónustu nýtt til að auka aðgengi að sérfræðiþekkingu, og þar með gagnkvæmri faglegri ráðgjöf, samráði og samstarfi, og með þeim hætti verði teymisvinna innan heilbrigðisþjónustu auðvelduð. Fjarheilbrigðisþjónusta er enn eitt verkfærið sem við fáum í hendurnar til þess að auka jafnrétti og færa sérhæfða heilbrigðisþjónustu nær fólki um allt land og því fagna ég því að frumvarpið hafi verið samþykkt á Alþingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og framsögumaður málsins í velferðarnefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Tækni Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Fjarheilbrigðisþjónusta er heilbrigðisþjónusta sem nýtir stafræna samskipta- og upplýsingatækni þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma. Sem dæmi má nefna myndsímtöl og netspjall. Í dag var samþykkt mikilvægt frumvarp heilbrigðisráðherra sem gekk út á að skilgreina fjarheilbrigðisþjónustu í lögum og styrkja stöðu hennar í nútímasamfélagi. Málið er þýðingarmikið þar sem í fjarheilbrigðisþjónusta er klárlega ein þeirra tæknilausna sem geta umbylt heilbrigðisþjónustu fyrir fólk um allt land. Til eru mörg dæmi um einstaklinga sem ferðast langt og taka sér frí frá vinnu, stundum í fleiri daga, til þess að hitta lækna og sérfræðinga. Sérstaklega í ljósi þess að meirihluti sérfræðinga í heilbrigðisgeiranum er staðsettur á suðvesturhorni landsins. Í sumum tilvikum er ferðin nauðsynleg, en oft er möguleiki á því að samskipti læknis og skjólstæðings eigi sér stað með fjarheilbrigðislausnum eins og viðtöl við sálfræðinga eða talmeinafræðinga. Með þessu þá erum við að opna frekar á þann möguleika í fjarheilbrigðislausnum. Fjarheilbrigðisþjónusta getur nýst við heimahjúkrun, þá sérstaklega í dreifbýli. Einnig getur hún aukið og auðveldað teymisvinnu fagfólks, sem er búsett um allt land og sum þeirra mögulega erlendis. Þetta getur fækkað óþörfum og oft dýrum ferðalögum ásamt því að vera til þess fallið að auka hagkvæmni. Það er ljóst að á síðastliðnu ári hefur hröð þróun átt sér stað hvað varðar tæknilausnir í heilbrigðisgeiranum. Frumvarpið er skref í átt að því að vinna að sameiginlegum skilningi á því hvað felst í þeim tæknilausnum sem við höfum og grunnreglur um notkun þeirra. Fjarheilbrigðisþjónustan er liður að því að jafna aðgengi að þjónustu óháð búsetu eða annarra aðstæðna og er yfirlýst aðgerð, sbr. A.5 lið í byggðaáætlun. Markmiðið er að aðgengi að heilbrigðisþjónustu verði jafnað eins og hægt er og bætt með nýsköpun og nýtingu tækni og fjarskipta við framkvæmd þjónustu. Í byggðaáætlun kemur fram að með innleiðingu á fjarheilbrigðisþjónustu verði leitast við að jafna aðgengi almennings að almennri og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Jafnframt verði rafræn miðlun heilbrigðisþjónustu nýtt til að auka aðgengi að sérfræðiþekkingu, og þar með gagnkvæmri faglegri ráðgjöf, samráði og samstarfi, og með þeim hætti verði teymisvinna innan heilbrigðisþjónustu auðvelduð. Fjarheilbrigðisþjónusta er enn eitt verkfærið sem við fáum í hendurnar til þess að auka jafnrétti og færa sérhæfða heilbrigðisþjónustu nær fólki um allt land og því fagna ég því að frumvarpið hafi verið samþykkt á Alþingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og framsögumaður málsins í velferðarnefnd Alþingis.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar