Aleinn í heiminum? Lukka Sigurðardóttir, Katrín Harðardóttir og Margrét Kristín Blöndal skrifa 15. maí 2024 09:01 Fadi Bahar er 17 ára drengur sem hefur neyðst til þess að lifa á stanslausum flótta undanfarin 5 ár vegna mannlegrar plágu, sem herjar á land hans og þjóð. Hér á Íslandi er Fadi búinn að vera í felum síðan 16.mars, í bráðum tvo mánuði! Hvers vegna? Jú, því þá ætlaði Útlendingastofnun að senda hann úr landi, burt frá Íslandi, eina staðnum sem þessum 17 ára dreng finnst hann vera öruggur á. Já tilvera Fadi er sannarlega ekki lík tilveru flestra 17 ára gamalla drengja hér á landi. Hvernig ætli það sé að vera eftirlýstur þegar maður er 17 ára? Eftirlýstur. Ekki fyrir afbrot, heldur vegna þess að nærveru manns er ekki óskað, af yfirvöldum. Eftirlýstur af yfirvöldum af því að hann er Fadi og hann er barn, í leit að öryggi. Það hlýtur að vera bæði óskiljanleg og yfirmáta sár tilfinning fyrir 17 ára gamalt barn, enda skilst okkur sem spurst höfum fyrir um hann að álagið og streitan sé orðin svo mikil á honum að hann sé farinn að missa hárið. Hvernig ætli það sé svo, ofan á allt annað, fyrir 17 ára gamlan dreng? Kæra samfélag. Fadi þarfnast nú þess að við gerum allt sem við mögulega getum svo hann geti aftur um frjálst höfuð strokið. Að hann geti átt sér framtíð. Átt sér bjartari framtíð. Hann þarfnast þess núna. Hans er örlagastundin og við getum öll sem eitt, ákveðið að rétta út hjálparhönd. Ekkert réttlætir það að brottvísa týndu og hræddu barni út í þá ógnvekjandi óvissu sem bíður hans en það vilja íslensk yfirvöld samt gera. Vitað er, að það sem bíður hans, láti yfirvöld brottvísunina standa, er boðuð árás sænsk glæpagengis sem hefur hótað honum lífláti. Nái þeir honum ekki til að skaða hann, verður honum hins vegar af sænskum yfirvöldum brottvísað til Palestínu strax daginn eftir 18 ára afmælið! Þú mislast þetta ekki kæri lesandi. Honum verður þá brottvísað til Palestínu þar sem hryllilegustu illvirkjar heimsins stunda grimmilegt þjóðarmorð eins og við vitum og ólögleg landtökuskrímsli murka lífið úr saklausum borgurum með stuðningi landtökuhers og lögreglu allan sólarhringinn! Í máli hans kemur fram að hann hefur nú þegar upplifað ólýsanlegt og lífshættulegt óréttlæti af hendi sænsku lögreglunnar sem notaði hann, barn í viðkvæmri stöðu, til að hjálpa sér við að koma upp um sænskt glæpagengi. Einnig kemur þar fram að sænska lögreglan hafi launað barninu með því að upplýsa meðlimi gengisins um það hver það var sem komið hafði upp um þá. Það eitt og sér er glæpsamlegt athæfi af hendi sænsku lögreglunnar og því á Fadi skýlausan rétt á sérstakri málsmeðferð hér. Um hana er hann svikinn. Þótt allt þetta (og svo miklu meira) blasi við í máli hans, fær þetta barn ekki réttláta málsmeðferð. Það er ekki boðlegt. Ekki í siðuðu samfélagi. Og nógu er hann skelfingu lostinn til þess að hýrast í felum út um borg og bý, hér og þar á Íslandi, á endalausum flótta. Allt, frekar en að vera sendur aftur þangað sem hann telur sig vita, að dauðinn bíði hans. Kæra samfélag. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á hvert barn rétt á að á það sé hlustað og að orð þess, óskir þess og vilji, sé virtur. Það má ekki virða það að vettugi, en það sameinast allt stjórnkerfið hér einmitt um að gera. Við sem byggjum þetta samfélag og lifum víðsjárverða tíma, þurfum að spyrja okkur eftirfarandi spurninga: Hvað er það sem við stöndum fyrir? Hver er okkar raunverulega afstaða til réttinda, allra heimsins barna, til lífs og hamingju? Er það ekki skoðun okkar að öll börn eigi sjálfsagðan rétt á lífshamingju, rétt til þess að vera 17 ára og hlakka til 18 ára afmælis síns? Eða finnst okkur eitthvað annað? Eiga bara sum börn að njóta réttinda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Eru það kannski bara börnin sem fæðast innan „ríku“ nýlenduþjóða og vinaþjóða þeirra, sem okkur finnst „eiga“ mannréttindin? Verum þess meðvituð hverja stund, að þessar nýlenduþjóðir eru „ríkar“, aðallega vegna þess að þær hafa ráðist með ofbeldi og drápum inn í önnur lönd og rænt þau auðlindum sínum og sitja svo á auðlindum þeirra eins og ormar á gulli. Yfirvöld hér hafa svo tekið þá aumu afstöðu að hanga aftan í þessum þjóðum, herma eftir þeim í öllu tilliti því þau telja sig líka hagnast efnahagslega á þvílíku óréttlæti. „Ríkidæmi“ vesturlanda er jú í grunninn allt byggt á þjófnaði og gegndarlausu ofbeldi. Er það eðlilegt? Réttlætanlegt? Ásættanlegt? Spyrjum okkur: Er rétturinn til lífs og mannréttinda aðeins „eign“ þeirra ríku á vesturlöndum? Hvert er eiginlegt siðferði okkar? Viljum við, líkt og stjórnvöld eru að gera „normalísera“ eymd og þjáningu sumra barna en standa vörð um réttindi annarra barna? Nei - Aldrei! Við berum ábyrgð á öllum börnum. Gleymum því aldrei. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir utanríkisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Salvör Nordal Umboðsmaður barna, Óttarr Proppé leiðandi stýrihópa um málefni barna á flótta hjá mennta og barnamálaráðuneytinu og starfsmenn Barnaverndar - Ykkur ber bæði lagaleg og siðferðileg skylda til að hjálpa barni í þessari stöðu. Fadi hefur fengið ranga málsmeðferð frá upphafi og því ber, að taka mál hans upp aftur. Ljóst er orðið að lögfræðingur sá, sem Útlendingastofnun útvegaði honum í upphafi, var óhæfur og klúðraði máli drengsins algerlega, að því er virðist, viljandi. Íslensk stjórnvöld reyna að bera fyrir sig skýringu á úrskurðinum um brottvísun sem ekki fær staðist, þ.e. að um sé að ræða fjölskyldusameiningu. Allir málsaðilar vita þó að samband næst ekki við fjölskylduna og enginn veit hvar hana er að finna. Það er því ekki um neina fjölskyldusameiningu að ræða. Fjölskylda hans er týnd og óvíst, hvort þau séu hreinlega á lífi. Hvernig ætli það bætist við vanlíðan þessa 17 ára gamla drengs? Við vitum öll sem er, að óvissan um afdrif þeirra hlýtur að vera honum óbærileg. Kæra samfélag. Við getum brugðist við og okkur ber að gera það. Við sem samfélag þurfum að sameinast um skýr skilaboð til yfirvalda, um að við viljum ekki láta koma fram við börn af slíku ofbeldi. Að við stöndum ekki fyrir þau gildi, jafnvel þótt yfirvöld geri það. Við erum manneskjur og hjálpum hvert öðru. Við viljum benda á undirskriftalista til stuðnings Fadi: https://tinyurl.com/Undirskriftarlisti Höfundar eru mæður og amma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Margrét Kristín Blöndal Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Fadi Bahar er 17 ára drengur sem hefur neyðst til þess að lifa á stanslausum flótta undanfarin 5 ár vegna mannlegrar plágu, sem herjar á land hans og þjóð. Hér á Íslandi er Fadi búinn að vera í felum síðan 16.mars, í bráðum tvo mánuði! Hvers vegna? Jú, því þá ætlaði Útlendingastofnun að senda hann úr landi, burt frá Íslandi, eina staðnum sem þessum 17 ára dreng finnst hann vera öruggur á. Já tilvera Fadi er sannarlega ekki lík tilveru flestra 17 ára gamalla drengja hér á landi. Hvernig ætli það sé að vera eftirlýstur þegar maður er 17 ára? Eftirlýstur. Ekki fyrir afbrot, heldur vegna þess að nærveru manns er ekki óskað, af yfirvöldum. Eftirlýstur af yfirvöldum af því að hann er Fadi og hann er barn, í leit að öryggi. Það hlýtur að vera bæði óskiljanleg og yfirmáta sár tilfinning fyrir 17 ára gamalt barn, enda skilst okkur sem spurst höfum fyrir um hann að álagið og streitan sé orðin svo mikil á honum að hann sé farinn að missa hárið. Hvernig ætli það sé svo, ofan á allt annað, fyrir 17 ára gamlan dreng? Kæra samfélag. Fadi þarfnast nú þess að við gerum allt sem við mögulega getum svo hann geti aftur um frjálst höfuð strokið. Að hann geti átt sér framtíð. Átt sér bjartari framtíð. Hann þarfnast þess núna. Hans er örlagastundin og við getum öll sem eitt, ákveðið að rétta út hjálparhönd. Ekkert réttlætir það að brottvísa týndu og hræddu barni út í þá ógnvekjandi óvissu sem bíður hans en það vilja íslensk yfirvöld samt gera. Vitað er, að það sem bíður hans, láti yfirvöld brottvísunina standa, er boðuð árás sænsk glæpagengis sem hefur hótað honum lífláti. Nái þeir honum ekki til að skaða hann, verður honum hins vegar af sænskum yfirvöldum brottvísað til Palestínu strax daginn eftir 18 ára afmælið! Þú mislast þetta ekki kæri lesandi. Honum verður þá brottvísað til Palestínu þar sem hryllilegustu illvirkjar heimsins stunda grimmilegt þjóðarmorð eins og við vitum og ólögleg landtökuskrímsli murka lífið úr saklausum borgurum með stuðningi landtökuhers og lögreglu allan sólarhringinn! Í máli hans kemur fram að hann hefur nú þegar upplifað ólýsanlegt og lífshættulegt óréttlæti af hendi sænsku lögreglunnar sem notaði hann, barn í viðkvæmri stöðu, til að hjálpa sér við að koma upp um sænskt glæpagengi. Einnig kemur þar fram að sænska lögreglan hafi launað barninu með því að upplýsa meðlimi gengisins um það hver það var sem komið hafði upp um þá. Það eitt og sér er glæpsamlegt athæfi af hendi sænsku lögreglunnar og því á Fadi skýlausan rétt á sérstakri málsmeðferð hér. Um hana er hann svikinn. Þótt allt þetta (og svo miklu meira) blasi við í máli hans, fær þetta barn ekki réttláta málsmeðferð. Það er ekki boðlegt. Ekki í siðuðu samfélagi. Og nógu er hann skelfingu lostinn til þess að hýrast í felum út um borg og bý, hér og þar á Íslandi, á endalausum flótta. Allt, frekar en að vera sendur aftur þangað sem hann telur sig vita, að dauðinn bíði hans. Kæra samfélag. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á hvert barn rétt á að á það sé hlustað og að orð þess, óskir þess og vilji, sé virtur. Það má ekki virða það að vettugi, en það sameinast allt stjórnkerfið hér einmitt um að gera. Við sem byggjum þetta samfélag og lifum víðsjárverða tíma, þurfum að spyrja okkur eftirfarandi spurninga: Hvað er það sem við stöndum fyrir? Hver er okkar raunverulega afstaða til réttinda, allra heimsins barna, til lífs og hamingju? Er það ekki skoðun okkar að öll börn eigi sjálfsagðan rétt á lífshamingju, rétt til þess að vera 17 ára og hlakka til 18 ára afmælis síns? Eða finnst okkur eitthvað annað? Eiga bara sum börn að njóta réttinda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Eru það kannski bara börnin sem fæðast innan „ríku“ nýlenduþjóða og vinaþjóða þeirra, sem okkur finnst „eiga“ mannréttindin? Verum þess meðvituð hverja stund, að þessar nýlenduþjóðir eru „ríkar“, aðallega vegna þess að þær hafa ráðist með ofbeldi og drápum inn í önnur lönd og rænt þau auðlindum sínum og sitja svo á auðlindum þeirra eins og ormar á gulli. Yfirvöld hér hafa svo tekið þá aumu afstöðu að hanga aftan í þessum þjóðum, herma eftir þeim í öllu tilliti því þau telja sig líka hagnast efnahagslega á þvílíku óréttlæti. „Ríkidæmi“ vesturlanda er jú í grunninn allt byggt á þjófnaði og gegndarlausu ofbeldi. Er það eðlilegt? Réttlætanlegt? Ásættanlegt? Spyrjum okkur: Er rétturinn til lífs og mannréttinda aðeins „eign“ þeirra ríku á vesturlöndum? Hvert er eiginlegt siðferði okkar? Viljum við, líkt og stjórnvöld eru að gera „normalísera“ eymd og þjáningu sumra barna en standa vörð um réttindi annarra barna? Nei - Aldrei! Við berum ábyrgð á öllum börnum. Gleymum því aldrei. Ásmundur Einar Daðason, mennta og barnamálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir utanríkisráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Salvör Nordal Umboðsmaður barna, Óttarr Proppé leiðandi stýrihópa um málefni barna á flótta hjá mennta og barnamálaráðuneytinu og starfsmenn Barnaverndar - Ykkur ber bæði lagaleg og siðferðileg skylda til að hjálpa barni í þessari stöðu. Fadi hefur fengið ranga málsmeðferð frá upphafi og því ber, að taka mál hans upp aftur. Ljóst er orðið að lögfræðingur sá, sem Útlendingastofnun útvegaði honum í upphafi, var óhæfur og klúðraði máli drengsins algerlega, að því er virðist, viljandi. Íslensk stjórnvöld reyna að bera fyrir sig skýringu á úrskurðinum um brottvísun sem ekki fær staðist, þ.e. að um sé að ræða fjölskyldusameiningu. Allir málsaðilar vita þó að samband næst ekki við fjölskylduna og enginn veit hvar hana er að finna. Það er því ekki um neina fjölskyldusameiningu að ræða. Fjölskylda hans er týnd og óvíst, hvort þau séu hreinlega á lífi. Hvernig ætli það bætist við vanlíðan þessa 17 ára gamla drengs? Við vitum öll sem er, að óvissan um afdrif þeirra hlýtur að vera honum óbærileg. Kæra samfélag. Við getum brugðist við og okkur ber að gera það. Við sem samfélag þurfum að sameinast um skýr skilaboð til yfirvalda, um að við viljum ekki láta koma fram við börn af slíku ofbeldi. Að við stöndum ekki fyrir þau gildi, jafnvel þótt yfirvöld geri það. Við erum manneskjur og hjálpum hvert öðru. Við viljum benda á undirskriftalista til stuðnings Fadi: https://tinyurl.com/Undirskriftarlisti Höfundar eru mæður og amma.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun