Reykjavíkurborg svíkur íbúa Laugardals Grétar Már Axelsson skrifar 15. maí 2024 10:01 Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. Í kjölfarið hafa borgaryfirvöld dregið íbúa hverfisins á asnaeyrum í tæp tvö ár á meðan þeir biðu eftir framgangi mála. Ítrekuðum óskum um upplýsingar varðandi stöðu og þróun mála var mætt með ærandi þögn. Svik borgarinnar við íbúa Laugardals og starfsmenn skóla hverfisins voru opinberuð á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) mánudaginn 13. maí þegar ráðið ákvað að falla frá fyrri ákvörðun og snúa sér að sviðsmynd sem hverfið hafnaði þegar rúmlega 1.000 manns undirrituðu áskorunina „Stöndum vörð um skólana í Dalnum“. Fyrirvaralaus u-beygja borgarinnar er ísköld gusa og kemur þvert ofan á niðurstöðu alls samráðs sem átt hefur sér stað. Það er von að fólk spyrji sig: má þetta bara? Borgin hefur vanhirt að viðhalda húsnæði skólanna um áratuga skeið. Stefna sem er algjörlega gjaldþrota. Börnin okkar og starfsmenn skólanna þurfa að sækja nám og vinnu í heilsuspillandi húsnæði. Svör um endurbætur og viðgerðir eru þokukennd og óáþreifanleg. Það er hægt að gera svo margfalt betur. Skýrslan sem lögð er til grundvallar svikamyllu borgarinnar vekur upp fleiri spurningar en svör og sýnir að ekkert hefur verið gert til að undirbúa og hefja framkvæmdir við stækkun og viðhald skólanna. Borgaryfirvöld ætluðu augljóslega aldrei að standa við þessa pólitísku ákvörðun og opinbera svikin með þessari skýrslu. Málið er rekið aftur um tvö ár og endurnýjað samtal boðað eins og að það sé eðlileg málsmeðferð eða framkoma við kjósendur, íbúa og starfsmenn í hverfinu. Rök um breyttar forsendur vegna viðhaldsþarfar og þjóðarhallar halda engu vatni. Í skýrslunni er ekki horft á stóru myndina og eftir stendur æpandi skortur á heildstæðri áætlun um framkvæmdir, forgangsröðun, tímalínu og upplýsingar um það hvar skóli barnanna okkar fær aðsetur þegar loksins verður ráðist í bráðnauðsynlegar endurbætur. Það er morgunljóst að borgaryfirvöld ætluðu aldrei að framkvæma neitt af því sem ákveðið hafði verið, ekkert hefur verið gert til að undirbúa framkvæmdir. Borgaryfirvöld eru grímulaust að snúa baki við óskum íbúanna og henda öllu samráði út í veður og vind. Svikin eru stór og vonbrigðin eru mikil. Samtal borgarinnar við íbúa Laugardals er brotið, vantraustið verðskuldað og vanvirðing borgaryfirvalda við hverfið áþreifanleg. Höfundur er gjaldkeri foreldrafélags Laugarnesskóla og fulltrúi foreldrafélaga í íbúaráði Laugardals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Grunnskólar Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“. Í kjölfarið hafa borgaryfirvöld dregið íbúa hverfisins á asnaeyrum í tæp tvö ár á meðan þeir biðu eftir framgangi mála. Ítrekuðum óskum um upplýsingar varðandi stöðu og þróun mála var mætt með ærandi þögn. Svik borgarinnar við íbúa Laugardals og starfsmenn skóla hverfisins voru opinberuð á fundi Skóla- og frístundaráðs (SFR) mánudaginn 13. maí þegar ráðið ákvað að falla frá fyrri ákvörðun og snúa sér að sviðsmynd sem hverfið hafnaði þegar rúmlega 1.000 manns undirrituðu áskorunina „Stöndum vörð um skólana í Dalnum“. Fyrirvaralaus u-beygja borgarinnar er ísköld gusa og kemur þvert ofan á niðurstöðu alls samráðs sem átt hefur sér stað. Það er von að fólk spyrji sig: má þetta bara? Borgin hefur vanhirt að viðhalda húsnæði skólanna um áratuga skeið. Stefna sem er algjörlega gjaldþrota. Börnin okkar og starfsmenn skólanna þurfa að sækja nám og vinnu í heilsuspillandi húsnæði. Svör um endurbætur og viðgerðir eru þokukennd og óáþreifanleg. Það er hægt að gera svo margfalt betur. Skýrslan sem lögð er til grundvallar svikamyllu borgarinnar vekur upp fleiri spurningar en svör og sýnir að ekkert hefur verið gert til að undirbúa og hefja framkvæmdir við stækkun og viðhald skólanna. Borgaryfirvöld ætluðu augljóslega aldrei að standa við þessa pólitísku ákvörðun og opinbera svikin með þessari skýrslu. Málið er rekið aftur um tvö ár og endurnýjað samtal boðað eins og að það sé eðlileg málsmeðferð eða framkoma við kjósendur, íbúa og starfsmenn í hverfinu. Rök um breyttar forsendur vegna viðhaldsþarfar og þjóðarhallar halda engu vatni. Í skýrslunni er ekki horft á stóru myndina og eftir stendur æpandi skortur á heildstæðri áætlun um framkvæmdir, forgangsröðun, tímalínu og upplýsingar um það hvar skóli barnanna okkar fær aðsetur þegar loksins verður ráðist í bráðnauðsynlegar endurbætur. Það er morgunljóst að borgaryfirvöld ætluðu aldrei að framkvæma neitt af því sem ákveðið hafði verið, ekkert hefur verið gert til að undirbúa framkvæmdir. Borgaryfirvöld eru grímulaust að snúa baki við óskum íbúanna og henda öllu samráði út í veður og vind. Svikin eru stór og vonbrigðin eru mikil. Samtal borgarinnar við íbúa Laugardals er brotið, vantraustið verðskuldað og vanvirðing borgaryfirvalda við hverfið áþreifanleg. Höfundur er gjaldkeri foreldrafélags Laugarnesskóla og fulltrúi foreldrafélaga í íbúaráði Laugardals.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar