Píratar hafa áhyggjur af skorti á eftirliti með lögreglu Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2024 12:09 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra leggur áherslu á að fá frumvörp um breytingar á bæði útlendingalögum og lögreglulögum nái fram að ganga á vorþingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp. Stuttur tími er eftir af vorþingi og aðeins ellefu þingfundardagar. Næsta vika fer í nefndarfundi og Alþingi fer síðan í frí í vikunni þar á eftir fram yfir forsetakosningar. Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu, mörg þeirra viðamikil og eftir atvikum umdeild. Þar má nefna enn eitt frumvarpiðum breytingar á útlendingalögum. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd segir að með útlendingafrumvarpinu verði dvalarleyfi fólks með svo kallaða viðbótarvernd stytt úr fjórum árum í tvö. Þetta fólk þyrfti því stöðugt að endurnýja dvalarleyfin. Þá væru settar frekari skorður á fjölskyldusameiningar og sérstök tengsl umsækjenda við landið. Það virtist vera alger samstaða um það milli stjórnarflokkanna að frumvarpið verði afgreitt nú á vorþingi. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga engan vanda leysa.Vísir/Vilhelm „Maður heyrir það á því hvernig dómsmálaráðherra talar og hvernig þau hafa öll talað opinberlega. Ég hef áhyggjur af því að það sé verið að setja fullan þunga á það mál. Sem er ömurlegt út af því að það er ekki að svara neinni þörf og ekki að koma í veg fyrir nein vandamál. Það er bara verið að skapa meiri vandamál,“segir Halldóra. Það væri sorglegt að sjá að málið gangi gegn stefnu stjórnvalda um inngildingu. Ef frumvarpið verði að lögum hefði það gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk sem væri að leita verndar á Íslandi sem væri þekkt fyrir að virða mannréttindi og væri herlaus og friðsæl þjóð. Píratar eru ekki heldur sáttir frumvarp um breytingar á lögreglulögum sem fela í sér auknar heimildir til lögreglu. Þær þýði að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. „Ég hef alveg skilning á því aðlögreglan er að sækjast eftir þessum auknu heimildum. En það sem mér finnst kannski mikilvægast er að okkur skortir sjálfstætt, ytra, óháð eftirlit sem er ekki hluti af framkvæmdavaldinu. Til þess að hafa eftirlit með lögreglunni, að hafa eftirlit með almennum borgurum,“segir Halldóra. Meðan þetta eftirlit væri ekki til staðar væri mjög vafasamt að veita lögreglunni þessar heimildir. Árleg skýrsla til allsherjar- og menntamálanefndar dugi ekki til. Það þurfi að styrkja óháðan eftirlitsaðila utan framkvæmdavaldsins. „Og það er ekkert rauntímaeftirlit, það er að segja eftirlit í rauntíma. Eftirlitið er allt eftir á og þá er skaðinn skeður,“segir Halldóra Mogensen. Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Tengdar fréttir Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Stuttur tími er eftir af vorþingi og aðeins ellefu þingfundardagar. Næsta vika fer í nefndarfundi og Alþingi fer síðan í frí í vikunni þar á eftir fram yfir forsetakosningar. Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu, mörg þeirra viðamikil og eftir atvikum umdeild. Þar má nefna enn eitt frumvarpiðum breytingar á útlendingalögum. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd segir að með útlendingafrumvarpinu verði dvalarleyfi fólks með svo kallaða viðbótarvernd stytt úr fjórum árum í tvö. Þetta fólk þyrfti því stöðugt að endurnýja dvalarleyfin. Þá væru settar frekari skorður á fjölskyldusameiningar og sérstök tengsl umsækjenda við landið. Það virtist vera alger samstaða um það milli stjórnarflokkanna að frumvarpið verði afgreitt nú á vorþingi. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga engan vanda leysa.Vísir/Vilhelm „Maður heyrir það á því hvernig dómsmálaráðherra talar og hvernig þau hafa öll talað opinberlega. Ég hef áhyggjur af því að það sé verið að setja fullan þunga á það mál. Sem er ömurlegt út af því að það er ekki að svara neinni þörf og ekki að koma í veg fyrir nein vandamál. Það er bara verið að skapa meiri vandamál,“segir Halldóra. Það væri sorglegt að sjá að málið gangi gegn stefnu stjórnvalda um inngildingu. Ef frumvarpið verði að lögum hefði það gríðarlegar afleiðingar fyrir fólk sem væri að leita verndar á Íslandi sem væri þekkt fyrir að virða mannréttindi og væri herlaus og friðsæl þjóð. Píratar eru ekki heldur sáttir frumvarp um breytingar á lögreglulögum sem fela í sér auknar heimildir til lögreglu. Þær þýði að hægt verði að fylgjast með einstaklingum án þess að grunur liggi fyrir um afbrot. „Ég hef alveg skilning á því aðlögreglan er að sækjast eftir þessum auknu heimildum. En það sem mér finnst kannski mikilvægast er að okkur skortir sjálfstætt, ytra, óháð eftirlit sem er ekki hluti af framkvæmdavaldinu. Til þess að hafa eftirlit með lögreglunni, að hafa eftirlit með almennum borgurum,“segir Halldóra. Meðan þetta eftirlit væri ekki til staðar væri mjög vafasamt að veita lögreglunni þessar heimildir. Árleg skýrsla til allsherjar- og menntamálanefndar dugi ekki til. Það þurfi að styrkja óháðan eftirlitsaðila utan framkvæmdavaldsins. „Og það er ekkert rauntímaeftirlit, það er að segja eftirlit í rauntíma. Eftirlitið er allt eftir á og þá er skaðinn skeður,“segir Halldóra Mogensen.
Alþingi Hælisleitendur Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Píratar Tengdar fréttir Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41 Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Stefni í endurtekningu á síðasta vori Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau. 15. maí 2024 09:41
Fjórum nígerískum ríkisborgurum flogið til Frankfurt Fjórum nígerískum ríkisborgurum, þar af þremur konum, var flogið af landi brott seint í gær. Auk þeirra var einn karlmaður með í för. Öll höfðu þau fengið endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd á Íslandi. 14. maí 2024 09:26
„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24