Bayern München tilkynnti fyrr í vor að Tuchel myndi hætta störfum sem þjálfari félagsins í sumar. Yfirstandandi leiktíð er sú fyrsta í háa herrans tíð sem félagið lýkur án þess að vinna titil.
Liðið var búið að vinna þýska meistaratitilinn ellefu ár í röð fyrir leiktíðina í ár en Bayer Leverkusen vann sinn fyrsta titil í sögunni.
Liðið féll út í 2. umferð þýska bikarsins eftir tap fyrir þriðju deildarliði Saarbrücken og tapaði í þýska ofurbikarnum fyrir RB Leipzig í upphafi leiktíðar. Eina von liðsins um titil var í Meistaradeild Evrópu en sú varð að engu eftir að liðið féll úr leik fyrir Real Madrid í undanúrslitum á dögunum.
Í það minnsta fjórir kostir hafa hafnað því að taka við þjálfarastarfinu af Tuchel í sumar. Xabi Alonso, Ralf Rangnick, Julian Nagelsmann og Oliver Glasner.
Die positiven Signale aus der Mannschaft und die Initiative mehrerer Führungsspieler haben Wirkung gezeigt: Max Eberl und Christoph Freund befürworten einen Verbleib von Thomas Tuchel und führen konkrete Gespräche mit dem Trainer und dessen Berater über eine weitere…
— Kerry Hau (@kerry_hau) May 15, 2024
Stjórnarmenn hjá Bayern eru nú sagðir hallast að því að halda Tuchel hreinlega í starfi, þrátt fyrir slakan árangur. Íþróttastjórar Bayern, Max Eberl og Christoph Freund, hallist báðir að því að halda Tuchel.
Tuchel er sagður tvístíga, hann njóti einhvers stuðnings í leikmannahópi félagsins, en vilji ekki halda starfinu áfram nema öll stjórn félagsins styðji áframhaldandi setu hans á stjórastóli.