„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2024 20:52 Katrín Jakobsdóttir og Jón Gnarr í kappræðunum á Stöð 2 í kvöld. Vísir/Vilhelm Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. Aðstoð Íslands við Úkraínu sem hefur nú varist innrás Rússlands í rúmlega tvö ár hefur meðal annars falist í framlögum til sjóða á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup. Frambjóðendurnir sex sem sátu fyrir svörum í kappræðunum í kvöld voru spurðir að því hvort að þeir teldu rétt að Ísland fjármagnaði vopnakaup með framlögum sínum til Úkraínu. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari, sagði það óforsvaranlegt að vikið hefði verið frá hlutleysisstefnu íslands. „Þegar við erum farin að blanda okkur inn í stríðsátök eins og hér hefur verið gert þá þarf að eiga sér stað alvarleg umræða,“ sagði frambjóðandinn sem hefði sem forseti kallað eftir slíkri umræðu á ríkisráðsfundi með ráðherrum ríkisstjórnar. Fréttir af því að framlög Íslands til sjóða sem fjármagna að hluta til vopnakaup komu Höllu Tómasdóttir, sem hefur tekið stökk í skoðanakönnunum að undanförnu, óvart. Hún sagðist upplifa um allt land að þær hafi einnig komið þjóðinni á óvart. Friður væri eitt af grunngildum þjóðarinnar og sagðist Halla telja að aðrar leiðir væru fyrir Ísland til að vera þátttakandi í varnarbandalagi en að taka þátt í „sókn“ með vopnakaupum. „Ég held að við hefðum geta gert allt í kringum mennsku og frið. Þetta eru gildi sem ég myndi vilja halda á lofti sjálf og ég held að þjóðin vilji að við höldum á ofti en tökum ekki beinan þátt í stríði,“ sagði Halla. Ekki í fyrsta skipti sem Ísland stendur í vopnaskaki Í svipaðan streng tók Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri í leyfi. Mikilvægt væri að halda þeirri línu sem Ísland hafi haft um áherslu á mannúðaraðstoð. „Ég held að það sé leiðin sem Ísland á að fara. Við eigum ekki að færa okkur yfir í vopnakaup,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund Logadóttir og Arnar Þór Jónsson lýstu bæði efasemdum um að Ísland tæki þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, sagði ekki þekkja málið nógu vel til að tjá sig um það. „En Ísland er þá náttúrulega ekkert í fyrsta skipti að standa í einhverju vopnaskaki,“ sagði hann og benti á vopnaflutninga um landið í gegnum árin. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagðist telja að forseti ætti að tala fyrir friði og að Íslandi ætti að geta fengið undanþágu frá því að borga fyrir stríðstól þrátt fyrir aðild sína að Atlantshafsbandalaginu. „Við getum gert svo margt í formi hjálparstarfs,“ sagði Baldur. Hafa styrkt sjóði af þessu tagi áður Innrás Rússa í Úkraínu hófst á öðru kjörtímabili Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra og ákvarðanir um stuðning því teknar í tíð hennar. Katrín sagði að hluti af aðgerðum Íslands hefði vissulega falist í að styrkja sjóði sem kaupi meðal annars vopn. Meirihluti stuðnings Íslands við Úkraínu á vettvangi Atlantshafsbandalagsins hafi verið á sviði efnahags- og mannúðaraðstoðar. „Við erum herlaus þjóð. Við eigum alltaf að tala fyrir friðsamlegum lausnum en við erum ekki hlutlaus þjóð. Við erum inni í Atlantshafsbandalaginu og höfum áður stutt við slíka sjóði,“ sagði Katrín sem taldi Ísland þó alltaf eiga að tala fyrir friðsamlegum lausnum og árétta sérstöðu sína sem herlausrar þjóðar innan bandalagsins. NATO Forsetakosningar 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Aðstoð Íslands við Úkraínu sem hefur nú varist innrás Rússlands í rúmlega tvö ár hefur meðal annars falist í framlögum til sjóða á vegum Atlantshafsbandalagsins og Breta sem fjármagna vopnakaup. Frambjóðendurnir sex sem sátu fyrir svörum í kappræðunum í kvöld voru spurðir að því hvort að þeir teldu rétt að Ísland fjármagnaði vopnakaup með framlögum sínum til Úkraínu. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari, sagði það óforsvaranlegt að vikið hefði verið frá hlutleysisstefnu íslands. „Þegar við erum farin að blanda okkur inn í stríðsátök eins og hér hefur verið gert þá þarf að eiga sér stað alvarleg umræða,“ sagði frambjóðandinn sem hefði sem forseti kallað eftir slíkri umræðu á ríkisráðsfundi með ráðherrum ríkisstjórnar. Fréttir af því að framlög Íslands til sjóða sem fjármagna að hluta til vopnakaup komu Höllu Tómasdóttir, sem hefur tekið stökk í skoðanakönnunum að undanförnu, óvart. Hún sagðist upplifa um allt land að þær hafi einnig komið þjóðinni á óvart. Friður væri eitt af grunngildum þjóðarinnar og sagðist Halla telja að aðrar leiðir væru fyrir Ísland til að vera þátttakandi í varnarbandalagi en að taka þátt í „sókn“ með vopnakaupum. „Ég held að við hefðum geta gert allt í kringum mennsku og frið. Þetta eru gildi sem ég myndi vilja halda á lofti sjálf og ég held að þjóðin vilji að við höldum á ofti en tökum ekki beinan þátt í stríði,“ sagði Halla. Ekki í fyrsta skipti sem Ísland stendur í vopnaskaki Í svipaðan streng tók Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri í leyfi. Mikilvægt væri að halda þeirri línu sem Ísland hafi haft um áherslu á mannúðaraðstoð. „Ég held að það sé leiðin sem Ísland á að fara. Við eigum ekki að færa okkur yfir í vopnakaup,“ sagði Halla Hrund. Halla Hrund Logadóttir og Arnar Þór Jónsson lýstu bæði efasemdum um að Ísland tæki þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu.Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, sagði ekki þekkja málið nógu vel til að tjá sig um það. „En Ísland er þá náttúrulega ekkert í fyrsta skipti að standa í einhverju vopnaskaki,“ sagði hann og benti á vopnaflutninga um landið í gegnum árin. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagðist telja að forseti ætti að tala fyrir friði og að Íslandi ætti að geta fengið undanþágu frá því að borga fyrir stríðstól þrátt fyrir aðild sína að Atlantshafsbandalaginu. „Við getum gert svo margt í formi hjálparstarfs,“ sagði Baldur. Hafa styrkt sjóði af þessu tagi áður Innrás Rússa í Úkraínu hófst á öðru kjörtímabili Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra og ákvarðanir um stuðning því teknar í tíð hennar. Katrín sagði að hluti af aðgerðum Íslands hefði vissulega falist í að styrkja sjóði sem kaupi meðal annars vopn. Meirihluti stuðnings Íslands við Úkraínu á vettvangi Atlantshafsbandalagsins hafi verið á sviði efnahags- og mannúðaraðstoðar. „Við erum herlaus þjóð. Við eigum alltaf að tala fyrir friðsamlegum lausnum en við erum ekki hlutlaus þjóð. Við erum inni í Atlantshafsbandalaginu og höfum áður stutt við slíka sjóði,“ sagði Katrín sem taldi Ísland þó alltaf eiga að tala fyrir friðsamlegum lausnum og árétta sérstöðu sína sem herlausrar þjóðar innan bandalagsins.
NATO Forsetakosningar 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira