„Ég táraðist smá“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2024 22:18 Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var í skýjunum eftir leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka 28-25 og einvígið 3-0. Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagðist næstum því hafa farið að gráta á verðlaunapallinum. „Við settum í fimmta gír og mér fannst við vera í fjórða gír til að byrja með. Við þurftum að sýna góða frammistöðu í verki og gerðum það,“ sagði Hafdís í samtali við Vísi og hélt áfram. „Ágúst [Jóhannsson] var rólegur inni í klefa í hálfleik og sagði að við myndum gera þetta af yfirvegun og við fengum góða vörn, markvörslu og flottan sóknarleik. Við erum með frábært lið.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust 11-14 yfir en þá svaraði Valur með 10-2 áhlaupi og kláraði leikinn. Hafdís var nánast hissa hvað þetta var góður kafli hjá liðinu. „Vó 10-2. Ég veit það ekki. Við stóðum góða vörn og ég varði eitthvað á þessum kafla. En þetta var sætur sigur og ég trúi því ekki að við höfum tekið úrslitakeppnina 6-0 sem er áhugavert.“ Hafdís var frábær allt tímabilið og var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagði það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá þau verðlaun. „Ég táraðist smá. Mig langaði svo ógeðslega mikið að vinna og þetta var pínu spennufall ef ég á að segja alveg eins og er.“ Tímabilið hjá Val fer í sögubækurnar þar sem liðið vann alla titla sem í boði voru á Íslandi og tapaði aðeins einum leik af þrjátíu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá hugsa ég ennþá um þetta tap þó ég eigi ekki að gera það. Ég er virkilega stolt af stelpunum og við stigum varla feilspor. Við vorum virkilega einbeittar, yfirvegaðar og gerðum þetta af fagmennsku,“ sagði Hafdís að lokum. Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
„Við settum í fimmta gír og mér fannst við vera í fjórða gír til að byrja með. Við þurftum að sýna góða frammistöðu í verki og gerðum það,“ sagði Hafdís í samtali við Vísi og hélt áfram. „Ágúst [Jóhannsson] var rólegur inni í klefa í hálfleik og sagði að við myndum gera þetta af yfirvegun og við fengum góða vörn, markvörslu og flottan sóknarleik. Við erum með frábært lið.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust 11-14 yfir en þá svaraði Valur með 10-2 áhlaupi og kláraði leikinn. Hafdís var nánast hissa hvað þetta var góður kafli hjá liðinu. „Vó 10-2. Ég veit það ekki. Við stóðum góða vörn og ég varði eitthvað á þessum kafla. En þetta var sætur sigur og ég trúi því ekki að við höfum tekið úrslitakeppnina 6-0 sem er áhugavert.“ Hafdís var frábær allt tímabilið og var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagði það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá þau verðlaun. „Ég táraðist smá. Mig langaði svo ógeðslega mikið að vinna og þetta var pínu spennufall ef ég á að segja alveg eins og er.“ Tímabilið hjá Val fer í sögubækurnar þar sem liðið vann alla titla sem í boði voru á Íslandi og tapaði aðeins einum leik af þrjátíu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá hugsa ég ennþá um þetta tap þó ég eigi ekki að gera það. Ég er virkilega stolt af stelpunum og við stigum varla feilspor. Við vorum virkilega einbeittar, yfirvegaðar og gerðum þetta af fagmennsku,“ sagði Hafdís að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn