Varfærnisleg fagnaðarlæti Berglind Sunna Bragadóttir skrifar 17. maí 2024 14:30 Ísland náði þeim mikilvæga áfanga á dögunum að lenda í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, sem metur lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum Evrópu. Þetta er árangur sem við megum vera stolt af og sýnir vilja okkar til að tryggja jöfn réttindi og vernd fyrir öll í okkar samfélagi, óháð kynhneigð eða kynvitund. Áratugur framfara Fyrir áratug síðan mættum við aðeins 64% þeirra skilyrða sem lögð voru fram af ILGA Europe. Í dag mætum við 83% þeirra. Löggjafinn situr alls ekki einn að heiðrinum fyrir þann árangur, hann kemur að stórum hluta til vegna sleitrulausrar vinnu aðgerðasinna og aðila innan hinsegin samfélagsins. Þetta hefur ekki verið bara verið hröð ferð upp á við, við höfum tekið dýfur. Árið 2019 mættum við aðeins 40,2% skilyrðanna og deildum 15 sætinu með Þýskalandi, Írlandi og Króatíu. Þetta orsakaðist af vissri stöðnun hjá löggjafanum í hinsegin málefnum og viðbót nýrra skilyrða frá ILGA varðandi réttindi intersex og trans einstaklinga. Betur má ef duga skal Þrátt fyrir að verma topp sæti á listanum eru enn málaflokkar þar sem við getum gert betur. Má þar nefna blóðgjöf. Í dag mega karlar sem stunda endaþarmsmök með öðrum körlum og konur sem stunda kynlíf með körlum sem stunda endaþarmsmök með körlum ekki gefa blóð. Þessi stefna er úrelt og stuðlar að mismunun. Heilbrigðisráðherra hefur tekið undir að þessu þurfi að breyta og gefið til kynna að breytingar séu í sjónmáli. Annar málaflokkur þar sem úrbóta er þörf er full lagaleg viðurkenning og vernd fyrir intersex fólk. Þrátt fyrir miklar framfarir í réttindum hinsegin fólks glíma intersex einstaklingar enn við verulegar lagalegar og félagslegar áskoranir. Því er mikilvægt að við tökum þétt utan um þennan hóp og tryggjum stöðu þeirra innan samfélagsins. Kulnar eldur nema kyntur sé Það er mikilvægt að við höldum þessum framförum okkar við. Reynslan sýnir að góður árangur er ekki sjálfsagður og bakslög í réttindabaráttu eru algeng. Við þurfum að viðhalda og byggja á því sem vel hefur verið gert, halda áfram að þrýsta á breytingar á stefnu stjórnvalda, vekja athygli á þeim málum sem brenna á hinsegin samfélaginu og styðja framtak sem ýtir undir inngildingu og jafnrétti. Við ættum einnig að líta til annarra landa sem eru ofarlega á Regnbogakortinu og skoða hvað þau gera vel og hvað mætti betur fara. Malta hefur trónað á toppnum núna í nokkurt skeið og hefur víðtæka stefnu til verndar réttindum hinsegin fólks og framsækin lög um kynvitund og vernd gegn mismunun. Að lokum Það er full ástæða til að fagna stöðu okkar í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe en hún minnir okkur líka á að við eigum enn verk að vinna. Með því að fylla í þær eyður sem fyrirfinnast í stefnu okkar og löggjöf og tryggja að framfarir séu í þágu hinsegin samfélagsins til jafns við samfélagið í heild getum við haldið stolt inn í framtíð þar sem allir Íslendingar geta lifað með reisn í réttlátu samfélagi. Saman getum við tryggt að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í réttindabaráttu hinsegin fólks og öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ísland náði þeim mikilvæga áfanga á dögunum að lenda í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, sem metur lagalega réttindastöðu hinsegin fólks í 49 löndum Evrópu. Þetta er árangur sem við megum vera stolt af og sýnir vilja okkar til að tryggja jöfn réttindi og vernd fyrir öll í okkar samfélagi, óháð kynhneigð eða kynvitund. Áratugur framfara Fyrir áratug síðan mættum við aðeins 64% þeirra skilyrða sem lögð voru fram af ILGA Europe. Í dag mætum við 83% þeirra. Löggjafinn situr alls ekki einn að heiðrinum fyrir þann árangur, hann kemur að stórum hluta til vegna sleitrulausrar vinnu aðgerðasinna og aðila innan hinsegin samfélagsins. Þetta hefur ekki verið bara verið hröð ferð upp á við, við höfum tekið dýfur. Árið 2019 mættum við aðeins 40,2% skilyrðanna og deildum 15 sætinu með Þýskalandi, Írlandi og Króatíu. Þetta orsakaðist af vissri stöðnun hjá löggjafanum í hinsegin málefnum og viðbót nýrra skilyrða frá ILGA varðandi réttindi intersex og trans einstaklinga. Betur má ef duga skal Þrátt fyrir að verma topp sæti á listanum eru enn málaflokkar þar sem við getum gert betur. Má þar nefna blóðgjöf. Í dag mega karlar sem stunda endaþarmsmök með öðrum körlum og konur sem stunda kynlíf með körlum sem stunda endaþarmsmök með körlum ekki gefa blóð. Þessi stefna er úrelt og stuðlar að mismunun. Heilbrigðisráðherra hefur tekið undir að þessu þurfi að breyta og gefið til kynna að breytingar séu í sjónmáli. Annar málaflokkur þar sem úrbóta er þörf er full lagaleg viðurkenning og vernd fyrir intersex fólk. Þrátt fyrir miklar framfarir í réttindum hinsegin fólks glíma intersex einstaklingar enn við verulegar lagalegar og félagslegar áskoranir. Því er mikilvægt að við tökum þétt utan um þennan hóp og tryggjum stöðu þeirra innan samfélagsins. Kulnar eldur nema kyntur sé Það er mikilvægt að við höldum þessum framförum okkar við. Reynslan sýnir að góður árangur er ekki sjálfsagður og bakslög í réttindabaráttu eru algeng. Við þurfum að viðhalda og byggja á því sem vel hefur verið gert, halda áfram að þrýsta á breytingar á stefnu stjórnvalda, vekja athygli á þeim málum sem brenna á hinsegin samfélaginu og styðja framtak sem ýtir undir inngildingu og jafnrétti. Við ættum einnig að líta til annarra landa sem eru ofarlega á Regnbogakortinu og skoða hvað þau gera vel og hvað mætti betur fara. Malta hefur trónað á toppnum núna í nokkurt skeið og hefur víðtæka stefnu til verndar réttindum hinsegin fólks og framsækin lög um kynvitund og vernd gegn mismunun. Að lokum Það er full ástæða til að fagna stöðu okkar í öðru sæti á Regnbogakorti ILGA Europe en hún minnir okkur líka á að við eigum enn verk að vinna. Með því að fylla í þær eyður sem fyrirfinnast í stefnu okkar og löggjöf og tryggja að framfarir séu í þágu hinsegin samfélagsins til jafns við samfélagið í heild getum við haldið stolt inn í framtíð þar sem allir Íslendingar geta lifað með reisn í réttlátu samfélagi. Saman getum við tryggt að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í réttindabaráttu hinsegin fólks og öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Höfundur er varaformaður Sambands ungra Framsóknarmanna.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun