Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi staðfestir þetta við fréttastofu. Hann segir að björgunarsveitir Hveragerðis og Selfoss séu á leið á svæðið. Engar nánari upplýsingar um slysið eða ástand mannsins séu fyrir hendi.

Verið er að sækja reiðmann sem féll af hestbaki við Hengilinn vestan Hellisheiðar. Hann er talinn nokkuð slasaður en ekki er vitað hve alvarlega.
Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi staðfestir þetta við fréttastofu. Hann segir að björgunarsveitir Hveragerðis og Selfoss séu á leið á svæðið. Engar nánari upplýsingar um slysið eða ástand mannsins séu fyrir hendi.