Við fjöllum um stöðuna á Reykjanesskaga í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.
Þá greinum við frá vaxandi ágreiningi innan Ísraelsstjórnar og ræðum við Helgu Þórisdóttur, forsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir Helgu hafa farið með rangt mál um erjur fyrirtækisins við stofnunina í kosningaþætti á RÚV á dögunum.
Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir flesta landshluta í dag og varasöm skilyrði gætu myndast á vegum.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.