Kane aðeins fjórum stigum frá mögnuðu meti Rondey Robinson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2024 14:01 Deandre Kane hefur verið frábær í fyrstu tveimur leikjum lokaúrslitanna. Vísir/Diego Grindvíkingurinn Deandre Kane hefur skorað 72 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta. Þetta gera 36,0 stig að meðaltali í leik og með þessari frammistöðu komst Kane afar nálægt meti sem er einmitt þrjátíu ára gamalt á þessu ári. Kane skoraði 37 stig í fyrsta leiknum og fylgdi því eftir með því að skora 35 stig í leik tvö. Hann var með 59 prósent nýtingu í leik eitt og nýtti 73 prósent skota sinna í leik tvö. Kane er því búinn að skora þessi 72 stig úr aðeins 37 skotum en hann er með 65 prósent skotnýtingu í leikjunum tveimur. Rondey Robinson er sá sem hefur skorað flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi. Hann skoraði 76 stig í tveimur fyrstu leikjum Njarðvíkur á móti Grindavík í úrslitaeinvíginu vorið 1994. Þar munaði auðvitað mestu um stigamet Robinson í einum leik því hann skoraði fimmtíu stig í leik eitt í úrslitaeinvíginu 1994 þar sem Njarðvík tapaði í framlengingu. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum leik í lokaúrslitum. Robinson fylgdi því eftir með því að skora 26 stig í leik tvö en hann vann Njarðvíkurliðið með fjórtán stigum, 96-82 þar em Teitur Örlygsson var stigahæstur með 35 stig. Njarðvík endaði á því að vinna einvígið í oddaleik í Grindavík. Robinson skoraði 133 stig í fimm leikjum eða 26,6 stig í leik. Herman Myers var sá sem hafði komist næst metinu en hann skoraði 70 stig fyrir Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðsins á móti Keflavík árið 1997. Grindavík tapaði báðum leikjunum og einvíginu 3-0. Valur Ingimundarson á metið hjá íslenskum leikmanni en hann skoraði 63 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu 1985 á móti Haukum en þá voru erlendir leikmenn bannaðir í deildinni. Íslenska metið þegar erlendir leikmönnum eru leyfðir á KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 60 stig í fyrstu tveimur leikjum KR á móti Stjörnunni í úrslitaeinvíginu 2011. Grindvíkingar jöfnuðu metin í Smáranum í gær og það verða því að minnsta kosti tveir leikir í viðbótar í úrslitaeinvíginu í ár. Næsti leikur er á fimmtudagskvöldið. Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni Subway-deild karla Grindavík Valur Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Þetta gera 36,0 stig að meðaltali í leik og með þessari frammistöðu komst Kane afar nálægt meti sem er einmitt þrjátíu ára gamalt á þessu ári. Kane skoraði 37 stig í fyrsta leiknum og fylgdi því eftir með því að skora 35 stig í leik tvö. Hann var með 59 prósent nýtingu í leik eitt og nýtti 73 prósent skota sinna í leik tvö. Kane er því búinn að skora þessi 72 stig úr aðeins 37 skotum en hann er með 65 prósent skotnýtingu í leikjunum tveimur. Rondey Robinson er sá sem hefur skorað flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi. Hann skoraði 76 stig í tveimur fyrstu leikjum Njarðvíkur á móti Grindavík í úrslitaeinvíginu vorið 1994. Þar munaði auðvitað mestu um stigamet Robinson í einum leik því hann skoraði fimmtíu stig í leik eitt í úrslitaeinvíginu 1994 þar sem Njarðvík tapaði í framlengingu. Enginn hefur skorað fleiri stig í einum leik í lokaúrslitum. Robinson fylgdi því eftir með því að skora 26 stig í leik tvö en hann vann Njarðvíkurliðið með fjórtán stigum, 96-82 þar em Teitur Örlygsson var stigahæstur með 35 stig. Njarðvík endaði á því að vinna einvígið í oddaleik í Grindavík. Robinson skoraði 133 stig í fimm leikjum eða 26,6 stig í leik. Herman Myers var sá sem hafði komist næst metinu en hann skoraði 70 stig fyrir Grindavík í fyrstu tveimur leikjunum í einvígi liðsins á móti Keflavík árið 1997. Grindavík tapaði báðum leikjunum og einvíginu 3-0. Valur Ingimundarson á metið hjá íslenskum leikmanni en hann skoraði 63 stig í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu 1985 á móti Haukum en þá voru erlendir leikmenn bannaðir í deildinni. Íslenska metið þegar erlendir leikmönnum eru leyfðir á KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson sem skoraði 60 stig í fyrstu tveimur leikjum KR á móti Stjörnunni í úrslitaeinvíginu 2011. Grindvíkingar jöfnuðu metin í Smáranum í gær og það verða því að minnsta kosti tveir leikir í viðbótar í úrslitaeinvíginu í ár. Næsti leikur er á fimmtudagskvöldið. Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni
Flest stig í fyrstu tveimur leikjunum í lokaúrslitum: 76 stig - Rondey Robinson með Njarðvík 1994 á móti Grindavík 72 stig - Deandre Kane með Grindavík 2024 á móti Val 70 stig - Herman Myers með Grindavík 1997 á móti Keflavík 66 stig - Darrel Lewis með Grindavík 2003 á móti Keflavík 65 stig - Brenton Joe Birmingham með Njarðvík 1999 á móti Keflavík 63 stig - Edmund Saunders með Keflavík 2003 á móti Grindavík 63 stig - Valur Ingimundarson með Njarðvík 1985 á móti Haukum 60 stig - Brynjar Þór Björnsson með KR 2011 á móti Stjörnunni 59 stig - Aaron Broussard með Grindavík 2013 á móti Stjörnunni 57 stig - Marcus Walker með KR 2011 á móti Stjörnunni
Subway-deild karla Grindavík Valur Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira