Tveggja hæða byggingin hrundi í borginni Palma á Majaorku. Yfirvöld greindu frá því skömmu síðar að tveir hið minnsta hefðu látið lífið og að 12-14 manns væru slasaðir, mis alvarlega.
Bæði lögregla og slökkvilið eru enn að störfum, að sögn talsmanns viðbragðsaðila á eyjunni en talið er að nokkur fjöldi hafi orðið undir byggingunni.
🇪🇸 | URGENTE: Al menos 4 muertos y 27 heridos tras colapsar edificio en Palma de Mallorca, España. pic.twitter.com/AWIFyJjj0e
— Alerta News 24 (@AlertaNews24) May 23, 2024
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvað olli því að byggingin hrundi. Yfirvöld hafa hins vegar hvatt alla sem veitt geta upplýsingar um atvikið að gefa sig fram.
