Nafn hans ættu öll þau sem horfðu á NBA-deildina í körfubolta á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en Bill varð tvívegis meistari og var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna 1977.
Hann skilur eftir sig eiginkonu, Lori Walton, og fjóra syni; Adam, Nathan, Chris og Luke. Sá síðastnefndi spilaði í deildinni og varð meistari með Los Angeles Lakers árin 2009 og 2010.
Voru þeir Bill og Luke þá einu feðurnir sem höfðu báðir unnið meira en einn NBA-titil. Luke sneri sér síðar að þjálfun og er í dag aðstoðarþjálfari Cleveland Cavaliers.
RIP Bill Walton 💔🙏 pic.twitter.com/mQF3DNKUmi
— NBACentral (@TheDunkCentral) May 27, 2024
Bill sjálfur átti mjög farsælan feril eins og segir hér að ofan. Hefði hann líklega orðið enn farsælli hefði hann ekki verið að glíma við bakvandamál lengi vel. Alls spilaði hann 14 ár í NBA-deildinni. Frá 1974-79 spilaði hann með Portland Trail Blazers og varð meistari liðinu 1977.
Sama ár var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna þar sem liðið vann Philadelphia 76ers í sex leikjum. Árið eftir var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þaðan lá leiðin til San Diego árið 1979 þar sem hann lék með San Diego Clippers, síðar Los Angeles Clippers Árið 1985 fór hann svo til Boston Celtics þar sem hann lék allt til loka ferilsins.
.@BillWalton ate the cupcake — CANDLE AND ALL 😳 pic.twitter.com/pz512G6DbF
— ESPN (@espn) February 10, 2019
Eftir að skórnir fóru upp á hillu hélt Walton áfram að vinna í kringum NBA-deildina. Vann hann lengi vel fyrir ESPN sem lýsandi og var þekktur sem slíkur. Var hann þekktur fyrir litríkar lýsingar sem og litrík atriði í beinni útsendingu eins og þetta hér að ofan.
Í yfirlýsingu frá NBA-deildinni segir að Walton hafi látist í dag, mánudag, umkringdur fjölskyldumeðlimum sínum eftir langa baráttu við krabbamein.
https://t.co/I8QRobQL8t pic.twitter.com/jKSJjAg7GU
— NBA (@NBA) May 27, 2024