Bochum endaði í 16. sæti efstu deildar á leiktíðinni og mætti því Fortuna sem endaði í 3. sæti B-deildar um sæti í Bundesliga, efstu deild Þýskalands, á næstu leiktíð. Um er að ræða tvo leiki og vann Fortuna fyrri leik einvígisins 3-0 á heimavelli Bochum. Það má því segja að leikur kvöldsins hefði átt að vera formsatriði en annað kom á daginn.
Gestirnir byrjuðu af miklum krafti enda höfðu þeir engu að tapa. Philipp Hofmann gaf Bochum von með marki á 18. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hofmann var aftur á ferðinni 66. mínútu og einvígið allt í einu galopið.
Aðeins fjórum mínútum fékk Bochum vítaspyrnu. Kevin Stoger kom Bochum í 3-0 og staðan í einvíginu orðin jöfn 3-3. Ísak Bergmann kom inn af bekknum hjá Fortuna þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka.
Þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þurfti að framlengja og þar sem hvorugt liðið skoraði þar þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Ísak Bergmann tók aðra spyrnu Fortuna og skoraði en á endanum hafði Bochum betur. Ein af endurkomum ársins fullkomnuð og liðið heldur sæti sínu í deild þeirra bestu.
🤯🇩🇪 INCREDIBLE remontada by VfL Bochum in Bundesliga play-off...
— EuroFoot (@eurofootcom) May 27, 2024
They lost 3-0 to Düsseldorf in first leg, but in second leg Bochum scored 3, took it to extra time and WON on penalties! ✅
They will now stay in the Bundesliga next season. pic.twitter.com/YvS09rJAEb
Ísak Bergmann og félagar sitja eftir með sárt ennið en reikna má með að þetta hafi áhrif á möguleg kaup Fortuna Düsseldorf á íslenska landsliðsmanninum en hann var á láni frá FC Kaupmannahöfn.