Að breyta heiminum Valgeir Magnússon skrifar 30. maí 2024 10:30 Stundum stendur maður frammi fyrir ákvörðunum sem eru stórar og stundum frammi fyrir ákvörðunum sem eru litlar. Margar breyta deginum, fáar breyta lífi manns og örfáar breyta heiminum. Núna stöndum við frammi fyrir því að velja okkur næsta forseta íslenska lýðveldisins. Þar koma margir hæfir til greina og við verðum ekki svikin, sama hvernig fer. Það er samt einn kostur sem ber af öllum hinum. Hver sem verður fyrir valinu mun fá sinn sess í Íslandssögunni. Í einu tilfelli getum við skrifað nýjan kafla í mannkynssöguna. Það eru stærri skilaboð til heimsins en flestir geta ímyndað sér að við verðum fyrst allra þjóða til að kjósa hinsegin forseta í persónukjöri og láta þar með heiminn vita hvernig við hugsum á Íslandi. Mannréttindakafli mannkynssögunnar verður uppfærður á einstakan hátt. Baldur er vel að embættinu kominn, með yfirburðarþekkingu á stjórnkerfi landsins og alþjóðamálum og með gott plan um það hvernig við getum orðið fremst meðal þjóða í málefnum barna og ungs fólks. Með þessu stendur hann þegar fremstur meðal jafningja í valinu um það hver er besti kosturinn fyrir börnin, ungmennin, iðnaðinn, sjávarútveginn, menntakerfið, heilbrigðiskerfið, byggingariðnaðinn, foreldra, afa og ömmur, bændur, lögregluna, Landhelgisgæsluna, björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, verslunarfólk, ferðaiðnaðinn og heiminn allan. Að breyta heiminum er stórkostlegt og það hjálpar öllum. Það hálpar okkur Íslendingum og það hjálpar öllum sem eru hinsegin í heiminum. Ég man vel þegar ég var ungur og var í skólum í Bretlandi og Þýskalandi árin 1982-1987. Ég man hvað ég var stoltur þegar fólk heyrði að ég væri frá Íslandi og það fann sig knúið til að segja mér að það vissi að á Íslandi væri kona forseti og að hún héti Vigdís. Það var stærra en fólk áttaði sig á á þeim tíma að kjósa Vigdísi og breyta heiminum. Heimurinn varð aldrei samur eftir það, sem betur fer. Með Baldri fáum við bæði öflugasta forsetann og brjótum blað í mannréttindamálum. Við fáum öflugan einstakling sem ætlar sér að sameina okkur í málum barna og ungmenna. Sem vill huga að geðheilsu ungmenna, vímuefnavanda, lesskilningi og hvernig ungt fólk getur nýtt sér þau tækifæri sem samfélagið hefur að bjóða. Mann sem talar af þekkingu um fyrirhyggju í öryggismálum, fæðuöryggi, birgðastöðu og öryggi sæstrengjanna sem tryggja samskipti við umheiminn. Hvernig við stöndum að stuðningi við björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, lögregluna og Landhelgisgæsluna. Mann sem stendur alltaf með þeim sem höllum fæti standa en er jafnframt reiðubúinn að vinna með stjórnvöldum og atvinnulífinu við tengslamyndun í alþjóðaviðskiptum. Mann sem er trúverðugur baráttumaður fyrir mannréttindum og getur beint sterku kastljósi á mannréttindi í heiminum. Ég verð aftur stoltur þegar það ljós skín á ný frá Íslandi. Þetta er ástæða þess að ég ræ að því öllum árum að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stjórnarformaður PiparTBWA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Stundum stendur maður frammi fyrir ákvörðunum sem eru stórar og stundum frammi fyrir ákvörðunum sem eru litlar. Margar breyta deginum, fáar breyta lífi manns og örfáar breyta heiminum. Núna stöndum við frammi fyrir því að velja okkur næsta forseta íslenska lýðveldisins. Þar koma margir hæfir til greina og við verðum ekki svikin, sama hvernig fer. Það er samt einn kostur sem ber af öllum hinum. Hver sem verður fyrir valinu mun fá sinn sess í Íslandssögunni. Í einu tilfelli getum við skrifað nýjan kafla í mannkynssöguna. Það eru stærri skilaboð til heimsins en flestir geta ímyndað sér að við verðum fyrst allra þjóða til að kjósa hinsegin forseta í persónukjöri og láta þar með heiminn vita hvernig við hugsum á Íslandi. Mannréttindakafli mannkynssögunnar verður uppfærður á einstakan hátt. Baldur er vel að embættinu kominn, með yfirburðarþekkingu á stjórnkerfi landsins og alþjóðamálum og með gott plan um það hvernig við getum orðið fremst meðal þjóða í málefnum barna og ungs fólks. Með þessu stendur hann þegar fremstur meðal jafningja í valinu um það hver er besti kosturinn fyrir börnin, ungmennin, iðnaðinn, sjávarútveginn, menntakerfið, heilbrigðiskerfið, byggingariðnaðinn, foreldra, afa og ömmur, bændur, lögregluna, Landhelgisgæsluna, björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, verslunarfólk, ferðaiðnaðinn og heiminn allan. Að breyta heiminum er stórkostlegt og það hjálpar öllum. Það hálpar okkur Íslendingum og það hjálpar öllum sem eru hinsegin í heiminum. Ég man vel þegar ég var ungur og var í skólum í Bretlandi og Þýskalandi árin 1982-1987. Ég man hvað ég var stoltur þegar fólk heyrði að ég væri frá Íslandi og það fann sig knúið til að segja mér að það vissi að á Íslandi væri kona forseti og að hún héti Vigdís. Það var stærra en fólk áttaði sig á á þeim tíma að kjósa Vigdísi og breyta heiminum. Heimurinn varð aldrei samur eftir það, sem betur fer. Með Baldri fáum við bæði öflugasta forsetann og brjótum blað í mannréttindamálum. Við fáum öflugan einstakling sem ætlar sér að sameina okkur í málum barna og ungmenna. Sem vill huga að geðheilsu ungmenna, vímuefnavanda, lesskilningi og hvernig ungt fólk getur nýtt sér þau tækifæri sem samfélagið hefur að bjóða. Mann sem talar af þekkingu um fyrirhyggju í öryggismálum, fæðuöryggi, birgðastöðu og öryggi sæstrengjanna sem tryggja samskipti við umheiminn. Hvernig við stöndum að stuðningi við björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, lögregluna og Landhelgisgæsluna. Mann sem stendur alltaf með þeim sem höllum fæti standa en er jafnframt reiðubúinn að vinna með stjórnvöldum og atvinnulífinu við tengslamyndun í alþjóðaviðskiptum. Mann sem er trúverðugur baráttumaður fyrir mannréttindum og getur beint sterku kastljósi á mannréttindi í heiminum. Ég verð aftur stoltur þegar það ljós skín á ný frá Íslandi. Þetta er ástæða þess að ég ræ að því öllum árum að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stjórnarformaður PiparTBWA.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun