Að breyta heiminum Valgeir Magnússon skrifar 30. maí 2024 10:30 Stundum stendur maður frammi fyrir ákvörðunum sem eru stórar og stundum frammi fyrir ákvörðunum sem eru litlar. Margar breyta deginum, fáar breyta lífi manns og örfáar breyta heiminum. Núna stöndum við frammi fyrir því að velja okkur næsta forseta íslenska lýðveldisins. Þar koma margir hæfir til greina og við verðum ekki svikin, sama hvernig fer. Það er samt einn kostur sem ber af öllum hinum. Hver sem verður fyrir valinu mun fá sinn sess í Íslandssögunni. Í einu tilfelli getum við skrifað nýjan kafla í mannkynssöguna. Það eru stærri skilaboð til heimsins en flestir geta ímyndað sér að við verðum fyrst allra þjóða til að kjósa hinsegin forseta í persónukjöri og láta þar með heiminn vita hvernig við hugsum á Íslandi. Mannréttindakafli mannkynssögunnar verður uppfærður á einstakan hátt. Baldur er vel að embættinu kominn, með yfirburðarþekkingu á stjórnkerfi landsins og alþjóðamálum og með gott plan um það hvernig við getum orðið fremst meðal þjóða í málefnum barna og ungs fólks. Með þessu stendur hann þegar fremstur meðal jafningja í valinu um það hver er besti kosturinn fyrir börnin, ungmennin, iðnaðinn, sjávarútveginn, menntakerfið, heilbrigðiskerfið, byggingariðnaðinn, foreldra, afa og ömmur, bændur, lögregluna, Landhelgisgæsluna, björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, verslunarfólk, ferðaiðnaðinn og heiminn allan. Að breyta heiminum er stórkostlegt og það hjálpar öllum. Það hálpar okkur Íslendingum og það hjálpar öllum sem eru hinsegin í heiminum. Ég man vel þegar ég var ungur og var í skólum í Bretlandi og Þýskalandi árin 1982-1987. Ég man hvað ég var stoltur þegar fólk heyrði að ég væri frá Íslandi og það fann sig knúið til að segja mér að það vissi að á Íslandi væri kona forseti og að hún héti Vigdís. Það var stærra en fólk áttaði sig á á þeim tíma að kjósa Vigdísi og breyta heiminum. Heimurinn varð aldrei samur eftir það, sem betur fer. Með Baldri fáum við bæði öflugasta forsetann og brjótum blað í mannréttindamálum. Við fáum öflugan einstakling sem ætlar sér að sameina okkur í málum barna og ungmenna. Sem vill huga að geðheilsu ungmenna, vímuefnavanda, lesskilningi og hvernig ungt fólk getur nýtt sér þau tækifæri sem samfélagið hefur að bjóða. Mann sem talar af þekkingu um fyrirhyggju í öryggismálum, fæðuöryggi, birgðastöðu og öryggi sæstrengjanna sem tryggja samskipti við umheiminn. Hvernig við stöndum að stuðningi við björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, lögregluna og Landhelgisgæsluna. Mann sem stendur alltaf með þeim sem höllum fæti standa en er jafnframt reiðubúinn að vinna með stjórnvöldum og atvinnulífinu við tengslamyndun í alþjóðaviðskiptum. Mann sem er trúverðugur baráttumaður fyrir mannréttindum og getur beint sterku kastljósi á mannréttindi í heiminum. Ég verð aftur stoltur þegar það ljós skín á ný frá Íslandi. Þetta er ástæða þess að ég ræ að því öllum árum að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stjórnarformaður PiparTBWA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Stundum stendur maður frammi fyrir ákvörðunum sem eru stórar og stundum frammi fyrir ákvörðunum sem eru litlar. Margar breyta deginum, fáar breyta lífi manns og örfáar breyta heiminum. Núna stöndum við frammi fyrir því að velja okkur næsta forseta íslenska lýðveldisins. Þar koma margir hæfir til greina og við verðum ekki svikin, sama hvernig fer. Það er samt einn kostur sem ber af öllum hinum. Hver sem verður fyrir valinu mun fá sinn sess í Íslandssögunni. Í einu tilfelli getum við skrifað nýjan kafla í mannkynssöguna. Það eru stærri skilaboð til heimsins en flestir geta ímyndað sér að við verðum fyrst allra þjóða til að kjósa hinsegin forseta í persónukjöri og láta þar með heiminn vita hvernig við hugsum á Íslandi. Mannréttindakafli mannkynssögunnar verður uppfærður á einstakan hátt. Baldur er vel að embættinu kominn, með yfirburðarþekkingu á stjórnkerfi landsins og alþjóðamálum og með gott plan um það hvernig við getum orðið fremst meðal þjóða í málefnum barna og ungs fólks. Með þessu stendur hann þegar fremstur meðal jafningja í valinu um það hver er besti kosturinn fyrir börnin, ungmennin, iðnaðinn, sjávarútveginn, menntakerfið, heilbrigðiskerfið, byggingariðnaðinn, foreldra, afa og ömmur, bændur, lögregluna, Landhelgisgæsluna, björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, verslunarfólk, ferðaiðnaðinn og heiminn allan. Að breyta heiminum er stórkostlegt og það hjálpar öllum. Það hálpar okkur Íslendingum og það hjálpar öllum sem eru hinsegin í heiminum. Ég man vel þegar ég var ungur og var í skólum í Bretlandi og Þýskalandi árin 1982-1987. Ég man hvað ég var stoltur þegar fólk heyrði að ég væri frá Íslandi og það fann sig knúið til að segja mér að það vissi að á Íslandi væri kona forseti og að hún héti Vigdís. Það var stærra en fólk áttaði sig á á þeim tíma að kjósa Vigdísi og breyta heiminum. Heimurinn varð aldrei samur eftir það, sem betur fer. Með Baldri fáum við bæði öflugasta forsetann og brjótum blað í mannréttindamálum. Við fáum öflugan einstakling sem ætlar sér að sameina okkur í málum barna og ungmenna. Sem vill huga að geðheilsu ungmenna, vímuefnavanda, lesskilningi og hvernig ungt fólk getur nýtt sér þau tækifæri sem samfélagið hefur að bjóða. Mann sem talar af þekkingu um fyrirhyggju í öryggismálum, fæðuöryggi, birgðastöðu og öryggi sæstrengjanna sem tryggja samskipti við umheiminn. Hvernig við stöndum að stuðningi við björgunarsveitirnar, slysavarnafélögin, lögregluna og Landhelgisgæsluna. Mann sem stendur alltaf með þeim sem höllum fæti standa en er jafnframt reiðubúinn að vinna með stjórnvöldum og atvinnulífinu við tengslamyndun í alþjóðaviðskiptum. Mann sem er trúverðugur baráttumaður fyrir mannréttindum og getur beint sterku kastljósi á mannréttindi í heiminum. Ég verð aftur stoltur þegar það ljós skín á ný frá Íslandi. Þetta er ástæða þess að ég ræ að því öllum árum að Baldur Þórhallsson verði næsti forseti Íslands. Höfundur er stjórnarformaður PiparTBWA.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar