Afrekskonan Katrín Steinunn Jóhannesdóttir skrifar 30. maí 2024 20:30 Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra íslensku þjóðarinnar. Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi. Þar sem hennar miklu afrek hafa verið unnin á sviði stjórnmálanna liggur það í hlutarins eðli að verk hennar hafa orðið umdeild, sumir eru hæstánægðir með tiltekna lagasetningu á meðan aðrir eru hundfúlir. Sumir eru fullir aðdáunar á því að henni skuli hafa tekist að stýra þriggja flokka ríkisstjórn sem forsætisráðherra í á annað kjörtímabil á sama tíma og gengið var í gegnum hvert stóráfallið af öðru, heimsfaraldur og náttúruhamfarir af sjaldgæfu tagi. Aðrir líta á tíð hennar í starfi forsætisráðherra sem svik við kjósendur VG! Í stjórnmálum verður aldrei gert svo öllum líki. Það hefur því ekki komið á óvart að framboð Katrínar framkallaði háværari umræður og gagnrýni en annarra frambjóðenda. Hún hefur meira og minna unnið allt sitt starf fyrir opnum tjöldum, meðan mun minna er vitað um afrek eða mistök hinna. Það sem þó hefur komið á óvart er heiftin sem beinist gegn persónu hennar frá tilteknum hópi og gleymskan á allt það góða sem hún hefur átt hlut að. Hún var t.d. ungur menntamálaráðherra þegar hún tók höndum saman við borgarstjórann í Reykjavík, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, um byggingu tónlistarhússins Hörpu skömmu eftir Hrun. Hún var á oddinum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hjúskaparlögunum var breytt í Ein lög fyrir alla 2010 með margvíslegum réttarbótum fyrir samkynhneigða. Mannréttindamál hvers konar eru eins og yfirskrift yfir öllum hennar stjórnmálaferli. Það var ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók ákvörðun um byggingu varnargarða umhverfis Grindavík, þegar hraunflóð ógnaði byggðinni. Og eitt hennar síðasta verk á stóli forsætisráðherra var að liðka fyrir í alvarlegum kjaradeilum og tryggja börnum ókeypis máltíðir í skólum. Framganga Katrínar sem fulltrúi Íslands á erlendum vettvangi hefur vakið bæði eftirtekt og aðdáun. Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli. Frambærilegri fulltrúa þjóðarinnar er vart hægt að hugsa sér. Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra þessa lands. Hún hefur allt til að bera sem prýða má næsta forseta lýðveldisins. Kjósum Katrínu fyrir forseta Íslands. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra íslensku þjóðarinnar. Hún er afrekskona á sínu sviði og sambærileg við þær konur sem lengst hafa náð í íþróttum, listum, félags- viðskipta- og menningarlífi. Þar sem hennar miklu afrek hafa verið unnin á sviði stjórnmálanna liggur það í hlutarins eðli að verk hennar hafa orðið umdeild, sumir eru hæstánægðir með tiltekna lagasetningu á meðan aðrir eru hundfúlir. Sumir eru fullir aðdáunar á því að henni skuli hafa tekist að stýra þriggja flokka ríkisstjórn sem forsætisráðherra í á annað kjörtímabil á sama tíma og gengið var í gegnum hvert stóráfallið af öðru, heimsfaraldur og náttúruhamfarir af sjaldgæfu tagi. Aðrir líta á tíð hennar í starfi forsætisráðherra sem svik við kjósendur VG! Í stjórnmálum verður aldrei gert svo öllum líki. Það hefur því ekki komið á óvart að framboð Katrínar framkallaði háværari umræður og gagnrýni en annarra frambjóðenda. Hún hefur meira og minna unnið allt sitt starf fyrir opnum tjöldum, meðan mun minna er vitað um afrek eða mistök hinna. Það sem þó hefur komið á óvart er heiftin sem beinist gegn persónu hennar frá tilteknum hópi og gleymskan á allt það góða sem hún hefur átt hlut að. Hún var t.d. ungur menntamálaráðherra þegar hún tók höndum saman við borgarstjórann í Reykjavík, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, um byggingu tónlistarhússins Hörpu skömmu eftir Hrun. Hún var á oddinum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hjúskaparlögunum var breytt í Ein lög fyrir alla 2010 með margvíslegum réttarbótum fyrir samkynhneigða. Mannréttindamál hvers konar eru eins og yfirskrift yfir öllum hennar stjórnmálaferli. Það var ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem tók ákvörðun um byggingu varnargarða umhverfis Grindavík, þegar hraunflóð ógnaði byggðinni. Og eitt hennar síðasta verk á stóli forsætisráðherra var að liðka fyrir í alvarlegum kjaradeilum og tryggja börnum ókeypis máltíðir í skólum. Framganga Katrínar sem fulltrúi Íslands á erlendum vettvangi hefur vakið bæði eftirtekt og aðdáun. Á því stóra sviði hefur hún glansað. Þar skín af henni látleysi og sjálfstraust í senn, heillandi viðmót og hæfileikinn til að eiga í samskiptum við háa sem lága á jafnréttisgrundvelli. Frambærilegri fulltrúa þjóðarinnar er vart hægt að hugsa sér. Katrín Jakobsdóttir er meðal bestu dætra þessa lands. Hún hefur allt til að bera sem prýða má næsta forseta lýðveldisins. Kjósum Katrínu fyrir forseta Íslands. Höfundur er rithöfundur.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun