Flokkur Mandela missir meirihluta í fyrsta skipti í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2024 11:32 Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þarf að leita á náð stjórnarandstöðuflokka ef Afríska þjóðarráðið ætlar að halda áfram í ríkisstjórn. AP/Emilio Morenatti Afríska þjóðarráðið (ANC), sem Nelson Mandela leiddi á sínum tíma, tapaði meirihluta sínum á þingi í fyrsta skipti frá lokum aðskilnaðarstefnunnar í þingkosningunum í Suður-Afríku. Flokkurinn gæti þó haldið áfram við stjórn í samsteypustjórn. Þegar talningu eftir kosningarnar sem fóru fram á miðvikudag lauk reyndist ANC hafa fengið fjörutíu prósent atkvæða. Tapaði flokkurinn nærri tuttugu prósentum og rúmlega sjötíu þingsætum frá því í síðustu kosningum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Cyril Ramaphosa, forseti, sagði úrslitin flokki sínum erfið en virtist boða viðræður um myndun samsteypustjórnar. Lýðræðisbandalagið (DA) sagðist opið fyrir viðræðum við Ramaphosa en miðhægri flokkurinn er þó andsnúinn nokkrum helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar, þar á meðal aðgerðum til þess að jafna stöðu svartra í landinu eftir aðskilnaðarstefnuna og opinberri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. ANC segir að sér verði ekki kvikað frá þeim málum. Jacob Zuma, fyrrverandi forseti sem hrökklaðist frá völdum í skugga spillingarmála, stofnaði sinn eigin flokk fyrir kosningarnar. Sá flokkur segist tilbúinn að vinna með þjóðarráðinu en ekki á meðan Ramaphosa er leiðtogi þess. Ramaphosa tók við af Zuma sem leiðtogi ANC í hatrömmum átökum árið 2018. Suður-Afríka Tengdar fréttir Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29. maí 2024 08:29 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Þegar talningu eftir kosningarnar sem fóru fram á miðvikudag lauk reyndist ANC hafa fengið fjörutíu prósent atkvæða. Tapaði flokkurinn nærri tuttugu prósentum og rúmlega sjötíu þingsætum frá því í síðustu kosningum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Cyril Ramaphosa, forseti, sagði úrslitin flokki sínum erfið en virtist boða viðræður um myndun samsteypustjórnar. Lýðræðisbandalagið (DA) sagðist opið fyrir viðræðum við Ramaphosa en miðhægri flokkurinn er þó andsnúinn nokkrum helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar, þar á meðal aðgerðum til þess að jafna stöðu svartra í landinu eftir aðskilnaðarstefnuna og opinberri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. ANC segir að sér verði ekki kvikað frá þeim málum. Jacob Zuma, fyrrverandi forseti sem hrökklaðist frá völdum í skugga spillingarmála, stofnaði sinn eigin flokk fyrir kosningarnar. Sá flokkur segist tilbúinn að vinna með þjóðarráðinu en ekki á meðan Ramaphosa er leiðtogi þess. Ramaphosa tók við af Zuma sem leiðtogi ANC í hatrömmum átökum árið 2018.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29. maí 2024 08:29 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29. maí 2024 08:29