Nefnir legókeppni sem mögulegt ráð við vanda drengja Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 16:07 Andri Snær Magnason rithöfundur nefnir legókeppni Háskóla Íslands sem eitt af mögulegum ráðum við vanda drengja. Byron Chambers/Vilhelm „Ég held að „svarið“ við veseni á strákunum sé ekki að skrifa fleiri bækur um fótbolta, (ofuráhersla á bolta og óhóflegt gláp feðra mætti jafnvel rannsaka sem hluta af vandamálinu). Allavega, skólafólk mætti skoða þessa keppni fyrir næsta ár, það er mikilvægt að stækka heimsmynd krakkanna með verkefnum að þessu tagi eða útskýra af hverju þeir kjósa að taka ekki þátt.“ Þetta segir Andri Snær Magnason rithöfundur um þann vanda sem steðjar að drengjum í menntakerfinu í færslu sem hann birti á Facebook-reikningi sínum. Hann segir mikilvægt að skapa vettvang þar sem drengir geta skarað fram úr og fundið sig og nefnir sem dæmi legókeppni sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Að mati Andra mætti leggja meiri áherslu á keppnina sem upphefur „proffann og nördan“ í stað þess að þeir séu lagðir í einelti. Nýlega fór fram víðtæk greining á stöðu drengja í íslenska menntakerfinu en hún sýnir fram á alvarlega stöðu sem brýnt er að bregðast við. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Drengjamenning einkennist af metnaðarleysi Andri tekur fram í færslu sinni á Facebook að samkvæmt rannsóknum virðist drengjamenning í grunnskólum á Íslandi einkennast af metnaðarleysi og meðalmennsku. Hann segir þetta skaða þá fáu drengi sem vilja skara fram úr í námi. Hann segir að rót vandans sé líklega í samhengi við skort á fyrirmyndum og tengingu við vísindasamfélag og atvinnulíf. „Ég spurði einu sinni hóp af ellefu ára strákum hvað þeir vildu verða í framtíðinni. Helmingur sagði atvinnumaður í fótbolta, hinir ætluðu að verða youtuberar. Með hverjum æfið þið? Spurði ég. Þá voru bara þrír sem æfðu fótbolta,“ skrifar Andri sem tekur fram að þegar hann æfði fótbolta á sínum tíma var hann fullmeðvitaður um það að hann yrði aldrei atvinnumaður. Glataðar og óraunhæfar fyrirmyndir Hann tekur fram að atvinnumenn í fótbolta og þeir sem starfa við að birta myndskeið á Youtube séu flestir glataðir eða óraunhæfar fyrirmyndir. Hann harmar það að enginn drengjanna sagðist ætla verða arkitekt, pípari, læknir eða verkfræðingur. Andri veltir þá upp hvernig sé hægt að leysa þennan vanda drengja í menntakerfinu. Hann nefnir sem dæmi að eitt flottasta verkefni sem hann hefur séð á meðan börn hans hafa verið í grunnskólanámi sé legókeppni sem Háskóli Íslands stendur fyrir undir nafninu, „First Lego League keppnin“. Legókeppnin góður vettvangur fyrir stráka Keppnin gengur út á það að nemendur forrita legóvélmenni og leysa þannig spennandi þrautir á stóra sviðinu í Háskólabíó. Að því loknu kynna nemendur lausnina í hliðarsal. „Allur bekkurinn þarf að vinna saman og skipa sér í hlutverk og þetta varð lykill að góðum bekkjaranda næstu árin,“ skrifar Andri sem segir keppnina góðan vettvang fyrir vísindalega þenkjandi og handlagna nemendur og veltir því upp hvort að keppnin sé jafnvel „strákalegri“ en aðrar keppnir sem nemendum í grunnskóla gefst tækifæri á að taka þátt í. „Hún veit ekki að hún er að læra“ „Grunnskólarnir hafa Skrekk, þar sem listrænu krakkarnir skína, þeir hafa skólahreysti og íþróttafélögin þar sem íþróttakrakkar skína.“ Hann tekur fram að í keppni eins og legókeppninni græðir bekkurinn á því að einhver sé klár, tæknifær og með verkvit og þannig í stað þess að „nördinn“ sé lagður í einelti er hann upphafinn. „Þarna voru margir skólar af landsbyggðinni en aðeins tveir bekkir í Reykjavík sem tóku þátt, (2019) sem kom mér á óvart og þótti tapað tækifæri. Ég man þegar dóttir mín hljóp i skólann á sunnudegi á æfingu að ég hugsaði. Hún veit ekki að hún er að læra.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira
Þetta segir Andri Snær Magnason rithöfundur um þann vanda sem steðjar að drengjum í menntakerfinu í færslu sem hann birti á Facebook-reikningi sínum. Hann segir mikilvægt að skapa vettvang þar sem drengir geta skarað fram úr og fundið sig og nefnir sem dæmi legókeppni sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Að mati Andra mætti leggja meiri áherslu á keppnina sem upphefur „proffann og nördan“ í stað þess að þeir séu lagðir í einelti. Nýlega fór fram víðtæk greining á stöðu drengja í íslenska menntakerfinu en hún sýnir fram á alvarlega stöðu sem brýnt er að bregðast við. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynntu á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Drengjamenning einkennist af metnaðarleysi Andri tekur fram í færslu sinni á Facebook að samkvæmt rannsóknum virðist drengjamenning í grunnskólum á Íslandi einkennast af metnaðarleysi og meðalmennsku. Hann segir þetta skaða þá fáu drengi sem vilja skara fram úr í námi. Hann segir að rót vandans sé líklega í samhengi við skort á fyrirmyndum og tengingu við vísindasamfélag og atvinnulíf. „Ég spurði einu sinni hóp af ellefu ára strákum hvað þeir vildu verða í framtíðinni. Helmingur sagði atvinnumaður í fótbolta, hinir ætluðu að verða youtuberar. Með hverjum æfið þið? Spurði ég. Þá voru bara þrír sem æfðu fótbolta,“ skrifar Andri sem tekur fram að þegar hann æfði fótbolta á sínum tíma var hann fullmeðvitaður um það að hann yrði aldrei atvinnumaður. Glataðar og óraunhæfar fyrirmyndir Hann tekur fram að atvinnumenn í fótbolta og þeir sem starfa við að birta myndskeið á Youtube séu flestir glataðir eða óraunhæfar fyrirmyndir. Hann harmar það að enginn drengjanna sagðist ætla verða arkitekt, pípari, læknir eða verkfræðingur. Andri veltir þá upp hvernig sé hægt að leysa þennan vanda drengja í menntakerfinu. Hann nefnir sem dæmi að eitt flottasta verkefni sem hann hefur séð á meðan börn hans hafa verið í grunnskólanámi sé legókeppni sem Háskóli Íslands stendur fyrir undir nafninu, „First Lego League keppnin“. Legókeppnin góður vettvangur fyrir stráka Keppnin gengur út á það að nemendur forrita legóvélmenni og leysa þannig spennandi þrautir á stóra sviðinu í Háskólabíó. Að því loknu kynna nemendur lausnina í hliðarsal. „Allur bekkurinn þarf að vinna saman og skipa sér í hlutverk og þetta varð lykill að góðum bekkjaranda næstu árin,“ skrifar Andri sem segir keppnina góðan vettvang fyrir vísindalega þenkjandi og handlagna nemendur og veltir því upp hvort að keppnin sé jafnvel „strákalegri“ en aðrar keppnir sem nemendum í grunnskóla gefst tækifæri á að taka þátt í. „Hún veit ekki að hún er að læra“ „Grunnskólarnir hafa Skrekk, þar sem listrænu krakkarnir skína, þeir hafa skólahreysti og íþróttafélögin þar sem íþróttakrakkar skína.“ Hann tekur fram að í keppni eins og legókeppninni græðir bekkurinn á því að einhver sé klár, tæknifær og með verkvit og þannig í stað þess að „nördinn“ sé lagður í einelti er hann upphafinn. „Þarna voru margir skólar af landsbyggðinni en aðeins tveir bekkir í Reykjavík sem tóku þátt, (2019) sem kom mér á óvart og þótti tapað tækifæri. Ég man þegar dóttir mín hljóp i skólann á sunnudegi á æfingu að ég hugsaði. Hún veit ekki að hún er að læra.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Sjá meira