„Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður“ Hinrik Wöhler skrifar 11. júní 2024 20:12 Það var létt yfir þjálfara liðsins, Jóhanni Kristni Gunnarssyni, eftir sigurinn í dag. vísir/Hulda Margrét Þór/KA tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna þegar liðið sigraði FH með einu marki gegn engu í Hafnarfirði í dag. Það var létt yfir þjálfara liðsins, Jóhanni Kristni Gunnarssyni, eftir sigurinn í dag. „Þetta er bara það sem við komum til að gera og 1-0 dugar. Hrikalega ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Jóhann Kristinn skömmu eftir leik. Stutt síðan síðast og stelpurnar til fyrirmyndar Fyrri hálfleikur var afar rólegur og liðin voru ekki að skapa sér mörg færi. Jóhann var þó alls ekki ósáttur með frammistöðuna framan af. „Það var margt sem við sáum og hefðum viljað gera betur. Ég er þó fullmeðvitaður úr hvaða verkefni við erum að koma. Á laugardaginn síðasta spiluðum við mjög erfiðan leik og keyrum svo í þennan leik örfáum dögum seinna. Mér fannst til fyrirmyndar hvernig stelpurnar afgreiddu þennan leik í dag. Ég dáist af þeim hvernig þær tækluðu þennan dag og þennan leik.“ „Þó það var eitthvað sem mátti betur fara í fyrri hálfleik þá gerðu þær nákvæmlega það sem við vildum, við vildum ekki hafa leikinn of opinn. FH er lið sem vill opna leikinn og sprengja þetta upp en við vildum halda þessu lokuðu og við gerðum það. Við vorum ekki að fá mörg færi á okkur og allt hrós í heimi á stelpurnar hvernig þær afgreiddu þetta í dag,“ sagði Jóhann um frammistöðu liðsins. Snögg að segja til sín Markahæsti leikmaður liðsins, Sandra María Jessen, byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði eina mark leiksins eftir að hafa verið inn á í rúmlega tvær mínútur. „Það var plan hjá okkur að hvíla því að hún er að koma úr svakalegri törn með landsliðinu á meðan aðrar fengu að hvíla. Hún spilar seinni leikinn þar í nær 90 mínútur og það var ekki í boði að hún myndi taka 90 mínútur á þungum velli á móti Breiðabliki á laugardaginn og koma svo í þennan að taka hann allan líka. Þetta var plan sem gekk fullkomlega upp og nú er bara að hvíla og ná í orku fyrir næsta leik,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í þetta útspil. „Sandra er eitt af þessum stóru trompum í þessum blessaða bolta og það held ég sást alveg. Það verður ekki tekið af hinum í liðinu, þó að hún eins og oft áður hirðir fyrirsagnirnar. Þetta var mjög fagmannlega gert hjá stelpunum, við gerum ein mistök og fáum víti á okkur. Það var varið og það var frábærlega gert af okkar markmanni,“ bætti Jóhann við. Þór/KA er komið í undanúrslit en það er engin óskamótherji samkvæmt Jóhanni og hann hefur aðeins eina ósk, það er að bjóða mótherjum sínum norður. „Fjarlægur draumur Þór/KA er að fá heimaleik og ég veit ekki hvenær það gerðist síðast í þessari keppni. Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður, það er ekki spurning. Ég væri til að fá heimaleik, það er bara klisja á móti,“ sagði Jóhann léttur í bragði að lokum. Mjólkurbikar kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
„Þetta er bara það sem við komum til að gera og 1-0 dugar. Hrikalega ánægður með að vera kominn áfram,“ sagði Jóhann Kristinn skömmu eftir leik. Stutt síðan síðast og stelpurnar til fyrirmyndar Fyrri hálfleikur var afar rólegur og liðin voru ekki að skapa sér mörg færi. Jóhann var þó alls ekki ósáttur með frammistöðuna framan af. „Það var margt sem við sáum og hefðum viljað gera betur. Ég er þó fullmeðvitaður úr hvaða verkefni við erum að koma. Á laugardaginn síðasta spiluðum við mjög erfiðan leik og keyrum svo í þennan leik örfáum dögum seinna. Mér fannst til fyrirmyndar hvernig stelpurnar afgreiddu þennan leik í dag. Ég dáist af þeim hvernig þær tækluðu þennan dag og þennan leik.“ „Þó það var eitthvað sem mátti betur fara í fyrri hálfleik þá gerðu þær nákvæmlega það sem við vildum, við vildum ekki hafa leikinn of opinn. FH er lið sem vill opna leikinn og sprengja þetta upp en við vildum halda þessu lokuðu og við gerðum það. Við vorum ekki að fá mörg færi á okkur og allt hrós í heimi á stelpurnar hvernig þær afgreiddu þetta í dag,“ sagði Jóhann um frammistöðu liðsins. Snögg að segja til sín Markahæsti leikmaður liðsins, Sandra María Jessen, byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik. Hún var ekki lengi að láta að sér kveða og skoraði eina mark leiksins eftir að hafa verið inn á í rúmlega tvær mínútur. „Það var plan hjá okkur að hvíla því að hún er að koma úr svakalegri törn með landsliðinu á meðan aðrar fengu að hvíla. Hún spilar seinni leikinn þar í nær 90 mínútur og það var ekki í boði að hún myndi taka 90 mínútur á þungum velli á móti Breiðabliki á laugardaginn og koma svo í þennan að taka hann allan líka. Þetta var plan sem gekk fullkomlega upp og nú er bara að hvíla og ná í orku fyrir næsta leik,“ sagði Jóhann þegar hann var spurður út í þetta útspil. „Sandra er eitt af þessum stóru trompum í þessum blessaða bolta og það held ég sást alveg. Það verður ekki tekið af hinum í liðinu, þó að hún eins og oft áður hirðir fyrirsagnirnar. Þetta var mjög fagmannlega gert hjá stelpunum, við gerum ein mistök og fáum víti á okkur. Það var varið og það var frábærlega gert af okkar markmanni,“ bætti Jóhann við. Þór/KA er komið í undanúrslit en það er engin óskamótherji samkvæmt Jóhanni og hann hefur aðeins eina ósk, það er að bjóða mótherjum sínum norður. „Fjarlægur draumur Þór/KA er að fá heimaleik og ég veit ekki hvenær það gerðist síðast í þessari keppni. Við tökum vel á móti öllum sem vilja gera sér ferð norður, það er ekki spurning. Ég væri til að fá heimaleik, það er bara klisja á móti,“ sagði Jóhann léttur í bragði að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira