Framkoman eftir flogið niðurlægjandi og meiðandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 11:17 Unnur Hrefna segir fatlað fólk of oft mæta hindrunum félagslega. Mynd/Ruth Ásgeirs Unnur Hrefna Jóhannsdóttir er ósátt við viðbrögð starfsfólks á veitingastað í Smáralind þar sem hún fékk flog í gærkvöldi. Unnur Hrefna segist hafa sótt staðinn reglulega um árabil og hafa fengið þar flog tvisvar áður. Aldrei hafi viðbrögðin verið eins og í gærkvöldi. „En í kvöld, þegar ég fékk flog inn á staðnum, var framkoman bæði niðurlægjandi og meiðandi. Þegar afgreiðslukonan sá að ég væri í flogi sagði hún að þetta hefði gerst áður inn á staðnum og gaf í skyn að þetta væri mikið vesen. Ég þyrfti að hafa manneskju með mér,“ segir Unnur en í för með henni var einmitt aðstoðarkonan hennar. Miskunnsömum Samverjum sagt að þetta kæmi þeim ekki við Unnur Hrefna útskýrir að hver flogaveikur einstaklingur upplifir sín flog með ólíkum hætti. Hún til dæmis verður alveg máttlaus, fær krampa og lokar augunum en heyrir allt sem gerist í kringum hana. „Það voru fáir inn á staðnum. Auk mín og aðstoðarkonunnar minnar sat eitt par steinsnar frá okkur. Þegar ég er komin í gólfið stendur parið á fætur og býðst til að hjálpa okkur,“ segir Unnur Hrefna og að þetta séu viðbrögð sem hún upplifi reglulega frá fólki þegar hún fær flog. Afgreiðslukonan hafi aftur á móti beðið parið að halda áfram að borða og sagt við þau að „þetta væri ekki þeirra vandamál.” Unnur segir að hún hafi svo boðist til að hringja á öryggisverði en aðstoðarkonan hennar hafi afþakkað það vegna þess að frekari aðstoð væri á leiðinni. „Þegar parið var að ferðbúast kom það til okkar og bauð aftur fram hjálp sína. Fyrir svona framkomu samborgara minna er ég og verð alltaf þakklát,“ segir Unnur Hrefna. Niðurlægjandi ummæli látin falla Eftir að parið fór hafi afgreiðslukonan haldið áfram að æsa sig. Hafi hrópað að þetta væri ekki boðlegt og spurt hvort hún ætti að þurfa að loka staðnum þegar þetta gerðist. „Einu sinni var fullur veitingastaður og það fór allt úr skorðum. Fólk vill ekki koma inn þegar svona er,“ segir Unnur Hrefna að hún hafi sagt við aðstoðarkonu hennar. „Nú var farið að síga verulega í mig. Mér fannst ég niðurlægð og ummælin sem um mig og „hegðun mína“ voru látin falla meiðandi. Er fólk með fötlun ekki velkomið eða er fólk dregið í dilka eftir því hvers konar fötlun það er?“ spyr Unnur Hrefna. Hún segir að á þessum tímapunkti hafi hún ekki verið búin að fá málið aftur eftir flogið og hafi ekki getað látið óánægju sína í ljós eða svarað fyrir sig. „En ég skal því fúslega viðurkenna að þegar maturinn sem ég hafði varla snert á, þessi fíni pastaréttur, var komin í pappakassa, dró ég hann til mín og kastaði frá mér af öllum þeim kröftum sem ég hafði þá. Þegar ég opnaði augun sá ég að mér hafði tekist að sletta einhverju af pastanu upp á vegg,“ segir Unnur Hrefna. Meinaður aðgangur að Kínahofinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Unnur lendir í veseni vegna flogaveiki sinnar á veitingstað. Árið 2019 var henni meinaður aðgangur að Kínahofinu eftir að hún hafði fengið þar flog. „Það er alltaf þessi sami aðlögunarvandi í samfélaginu. Fólk með fötlun mætir meira mótlæti en það ætti að þurfa að gera félagslega. Maður vill vekja athygli á þessu, ekki bara fyrir mann persónulega, heldur fyrir alla stéttina eins og ég kallað fatlað fólk. Þetta skiptir miklu máli.“ Fréttastofa hafði samband við umræddan veitingastað en forsvarsmaður hans vildi ekkert tjá sig um málið. Málefni fatlaðs fólks Veitingastaðir Smáralind Kópavogur Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Sjá meira
„En í kvöld, þegar ég fékk flog inn á staðnum, var framkoman bæði niðurlægjandi og meiðandi. Þegar afgreiðslukonan sá að ég væri í flogi sagði hún að þetta hefði gerst áður inn á staðnum og gaf í skyn að þetta væri mikið vesen. Ég þyrfti að hafa manneskju með mér,“ segir Unnur en í för með henni var einmitt aðstoðarkonan hennar. Miskunnsömum Samverjum sagt að þetta kæmi þeim ekki við Unnur Hrefna útskýrir að hver flogaveikur einstaklingur upplifir sín flog með ólíkum hætti. Hún til dæmis verður alveg máttlaus, fær krampa og lokar augunum en heyrir allt sem gerist í kringum hana. „Það voru fáir inn á staðnum. Auk mín og aðstoðarkonunnar minnar sat eitt par steinsnar frá okkur. Þegar ég er komin í gólfið stendur parið á fætur og býðst til að hjálpa okkur,“ segir Unnur Hrefna og að þetta séu viðbrögð sem hún upplifi reglulega frá fólki þegar hún fær flog. Afgreiðslukonan hafi aftur á móti beðið parið að halda áfram að borða og sagt við þau að „þetta væri ekki þeirra vandamál.” Unnur segir að hún hafi svo boðist til að hringja á öryggisverði en aðstoðarkonan hennar hafi afþakkað það vegna þess að frekari aðstoð væri á leiðinni. „Þegar parið var að ferðbúast kom það til okkar og bauð aftur fram hjálp sína. Fyrir svona framkomu samborgara minna er ég og verð alltaf þakklát,“ segir Unnur Hrefna. Niðurlægjandi ummæli látin falla Eftir að parið fór hafi afgreiðslukonan haldið áfram að æsa sig. Hafi hrópað að þetta væri ekki boðlegt og spurt hvort hún ætti að þurfa að loka staðnum þegar þetta gerðist. „Einu sinni var fullur veitingastaður og það fór allt úr skorðum. Fólk vill ekki koma inn þegar svona er,“ segir Unnur Hrefna að hún hafi sagt við aðstoðarkonu hennar. „Nú var farið að síga verulega í mig. Mér fannst ég niðurlægð og ummælin sem um mig og „hegðun mína“ voru látin falla meiðandi. Er fólk með fötlun ekki velkomið eða er fólk dregið í dilka eftir því hvers konar fötlun það er?“ spyr Unnur Hrefna. Hún segir að á þessum tímapunkti hafi hún ekki verið búin að fá málið aftur eftir flogið og hafi ekki getað látið óánægju sína í ljós eða svarað fyrir sig. „En ég skal því fúslega viðurkenna að þegar maturinn sem ég hafði varla snert á, þessi fíni pastaréttur, var komin í pappakassa, dró ég hann til mín og kastaði frá mér af öllum þeim kröftum sem ég hafði þá. Þegar ég opnaði augun sá ég að mér hafði tekist að sletta einhverju af pastanu upp á vegg,“ segir Unnur Hrefna. Meinaður aðgangur að Kínahofinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Unnur lendir í veseni vegna flogaveiki sinnar á veitingstað. Árið 2019 var henni meinaður aðgangur að Kínahofinu eftir að hún hafði fengið þar flog. „Það er alltaf þessi sami aðlögunarvandi í samfélaginu. Fólk með fötlun mætir meira mótlæti en það ætti að þurfa að gera félagslega. Maður vill vekja athygli á þessu, ekki bara fyrir mann persónulega, heldur fyrir alla stéttina eins og ég kallað fatlað fólk. Þetta skiptir miklu máli.“ Fréttastofa hafði samband við umræddan veitingastað en forsvarsmaður hans vildi ekkert tjá sig um málið.
Málefni fatlaðs fólks Veitingastaðir Smáralind Kópavogur Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Sjá meira