Í dag er spáð frekari austlægri áttum og berst mengun vestur yfir Reykjanesið.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Það er lokað til hádegis en það láðist að uppfæra heimasíðuna. Það er lokað til hádegis í það minnsta og svo metum við stöðuna.
Nánari upplýsingar verða veittar þegar líður á daginn, segir í tilkynningu á heimasíðu Bláa lónsins.