Ísland að detta úr tísku Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2024 19:00 Hjalti Már Einarsson er viðskiptaþróunarstjóri hjá Datera. Vísir/Arnar Staðan í ferðamennskunni út árið er grafalvarleg að sögn sérfræðings í starfrænni markaðssetningu. Ísland er nánast að detta úr tísku hjá ferðamönnum um allan heim. Árin 2004 til 2015 var leitaráhugi á Íslandi og Noregi hjá Bretum, næstalgengasta þjóðerni ferðamanna á Íslandi, á svipuðu róli. Leitaráhuginn hrundi í Covid en rauk aftur upp árið 2022. Síðan þá hefur hann farið ögn niður á við hjá Íslandi, á meðan í Noregi, þar sem ferðamenn sækja í svipaðar afþreyingar og verðlag er svipað, er áhuginn í hæstu hæðum. Leitaráhugi Breta á Íslandi og Noregi hefur gjörbreyst.Datera Hjalti Már Einarsson, sérfræðingur hjá Datera, sem rýndi í bresku gögnin, segir þetta sýna fram á að staðan sé grafalvarleg. „Við erum ekki að ná þeim áhuga sem Ísland hafði fyrir Covid. Samkeppnislönd okkar eru á miklu skriði og hafa náð leitaráhugann sem var fyrir Covid og gott betur,“ segir Hjalti. Hann segir ríkið setja litla sem enga fjármuni í neytendamarkaðssetningu. Þá fjalli erlendir miðlar ekki jafn mikið um Ísland lengur, líkt og sjá má í þessari grein Expedia. Þar er fjallað um heitustu áfangastaðina á norðurljósametárinu 2024, en Ísland er ekki með þar. „Einkafyrirtæki ein og sér geta ekki borið uppi markaðssetningu á heilum áfangastað. Þannig við sem áfangastaður, sem heild, þurfum að gera betur og þar þarf hið opinbera að stíga inn í. Það er alveg klárt,“ segir Hjalti. Á þessu ári hefur gistinóttum ferðamanna hér á landi fækkað og eyða ferðamenn minna en áður á meðan þeir dvelja á Íslandi. Miðað við gögn Datera heldur sú þróun áfram. Gögn Seðlabankans sýna fram á að fylgni sé á milli Google-leita og ferðalaga til Íslands. Mynd frá Seðlabankanum sem sýnir fylgni Google-leita og ferðalaga til Íslands.Seðlabankinn „Við viljum meina það að þetta sé hinn rétti hitamælir á það hvernig staðan er í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig horfurnar eru til lengri tíma,“ segir Hjalti. Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Verðlag Google Bretland Noregur Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Árin 2004 til 2015 var leitaráhugi á Íslandi og Noregi hjá Bretum, næstalgengasta þjóðerni ferðamanna á Íslandi, á svipuðu róli. Leitaráhuginn hrundi í Covid en rauk aftur upp árið 2022. Síðan þá hefur hann farið ögn niður á við hjá Íslandi, á meðan í Noregi, þar sem ferðamenn sækja í svipaðar afþreyingar og verðlag er svipað, er áhuginn í hæstu hæðum. Leitaráhugi Breta á Íslandi og Noregi hefur gjörbreyst.Datera Hjalti Már Einarsson, sérfræðingur hjá Datera, sem rýndi í bresku gögnin, segir þetta sýna fram á að staðan sé grafalvarleg. „Við erum ekki að ná þeim áhuga sem Ísland hafði fyrir Covid. Samkeppnislönd okkar eru á miklu skriði og hafa náð leitaráhugann sem var fyrir Covid og gott betur,“ segir Hjalti. Hann segir ríkið setja litla sem enga fjármuni í neytendamarkaðssetningu. Þá fjalli erlendir miðlar ekki jafn mikið um Ísland lengur, líkt og sjá má í þessari grein Expedia. Þar er fjallað um heitustu áfangastaðina á norðurljósametárinu 2024, en Ísland er ekki með þar. „Einkafyrirtæki ein og sér geta ekki borið uppi markaðssetningu á heilum áfangastað. Þannig við sem áfangastaður, sem heild, þurfum að gera betur og þar þarf hið opinbera að stíga inn í. Það er alveg klárt,“ segir Hjalti. Á þessu ári hefur gistinóttum ferðamanna hér á landi fækkað og eyða ferðamenn minna en áður á meðan þeir dvelja á Íslandi. Miðað við gögn Datera heldur sú þróun áfram. Gögn Seðlabankans sýna fram á að fylgni sé á milli Google-leita og ferðalaga til Íslands. Mynd frá Seðlabankanum sem sýnir fylgni Google-leita og ferðalaga til Íslands.Seðlabankinn „Við viljum meina það að þetta sé hinn rétti hitamælir á það hvernig staðan er í íslenskri ferðaþjónustu og hvernig horfurnar eru til lengri tíma,“ segir Hjalti.
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Verðlag Google Bretland Noregur Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira