Markahæstur í sögu KA með hundrað mörk: „ Vonandi fer ég í 150” Árni Gísli Magnússon skrifar 13. júní 2024 21:04 Hallgrímur Mar Steingrímsson skráði sig í sögubækur KA í kvöld. vísir / vilhelm Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði sitt hundraðasta mark fyrir KA og varð í leiðinni markahæsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann gulltryggði KA sigur gegn Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í leik sem fram fór á Akureyri. Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Hallgrímur setti þriðja markið og lokatölur því 3-0. „Bara heiður. Ég er búinn stefna að þessu síðan í fyrra allavega og ég hef verið nálægt þessu. Það var bara mjög góð tilfinning að vera búinn að brjóta þennan múr þannig vonandi verða bara enn fleiri mörk. Vonandi fer ég í 150.” Varstu meðvitaður um að þetta væri þitt hundraðasta mark þegar vallarþulurinn tilkynnti það strax eftir markið? „Nei, án djóks þá ég hélt ég að ég ætti tvö mörk eftir í þetta en það var illa gott að heyra þetta svona óvænt, þá fékk ég svona smá gæsahúð.” KA hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og situr í næðstneðsta sæti deildarinnar en frammistaðan í dag var jafnvel sú besta hjá liðinu í sumar. „Jú, eða eins og ég sagði í öðru viðtali þá hefur alveg frammistaðan verið góð í mörgum leikjum þó að úrslitin hafi verið ömurleg en svona heilt yfir vorum við alvöru lið í dag og sýndum af hverju við erum í þessu, þannig jú heildar frammistaðan í dag var örugglega sú langbesta með varnarleik og öllu.” KA hefur lekið inn mörkum í Bestu deildinni og hafa fengið á sig flest mörk allra liða en liðið hélt hreinu í dag sem boðar gott. „Það var virkilega ljúft, ég veit ekki hvort við höfum haldið hreinu í sumar, kannski einu sinni eða eitthvað, en já það var kominn tími á þetta.” „Ég ætla að vona að menn noti þetta í næstu leikjum og við loksins sýndum frammistöðu sem við höfum verið að sýna síðustu ár. Við erum með sama lið og síðustu tvö til þrjú ár þannig að við höfum gæðin, við þurfum bara að spila sem lið og nenna að hafa fyrir þessu því það er miklu skemmtilegra að vinna fótboltaleiki heldur en að tapa þeim.” KA hefur verið heppið með heimaleiki í bikardrættinum og Hallgrímur óskar sér að sjálfsögðu heimaleiks í undanúrslitum. „Já, eins og ég sagði áðan, þetta eru Stjarnan, Víkingur og Valur; allt frábært lið þannig lykilatriði að fá heimaleik, sérstaklega ef veðrið verður eins og í dag verður það frábært”, sagði stoltur Hallgrímur að endingu en leikurinn fór fram í glampandi sól og hita. Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
Bjarni Aðalsteinsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Hallgrímur setti þriðja markið og lokatölur því 3-0. „Bara heiður. Ég er búinn stefna að þessu síðan í fyrra allavega og ég hef verið nálægt þessu. Það var bara mjög góð tilfinning að vera búinn að brjóta þennan múr þannig vonandi verða bara enn fleiri mörk. Vonandi fer ég í 150.” Varstu meðvitaður um að þetta væri þitt hundraðasta mark þegar vallarþulurinn tilkynnti það strax eftir markið? „Nei, án djóks þá ég hélt ég að ég ætti tvö mörk eftir í þetta en það var illa gott að heyra þetta svona óvænt, þá fékk ég svona smá gæsahúð.” KA hefur farið illa af stað í Bestu deildinni og situr í næðstneðsta sæti deildarinnar en frammistaðan í dag var jafnvel sú besta hjá liðinu í sumar. „Jú, eða eins og ég sagði í öðru viðtali þá hefur alveg frammistaðan verið góð í mörgum leikjum þó að úrslitin hafi verið ömurleg en svona heilt yfir vorum við alvöru lið í dag og sýndum af hverju við erum í þessu, þannig jú heildar frammistaðan í dag var örugglega sú langbesta með varnarleik og öllu.” KA hefur lekið inn mörkum í Bestu deildinni og hafa fengið á sig flest mörk allra liða en liðið hélt hreinu í dag sem boðar gott. „Það var virkilega ljúft, ég veit ekki hvort við höfum haldið hreinu í sumar, kannski einu sinni eða eitthvað, en já það var kominn tími á þetta.” „Ég ætla að vona að menn noti þetta í næstu leikjum og við loksins sýndum frammistöðu sem við höfum verið að sýna síðustu ár. Við erum með sama lið og síðustu tvö til þrjú ár þannig að við höfum gæðin, við þurfum bara að spila sem lið og nenna að hafa fyrir þessu því það er miklu skemmtilegra að vinna fótboltaleiki heldur en að tapa þeim.” KA hefur verið heppið með heimaleiki í bikardrættinum og Hallgrímur óskar sér að sjálfsögðu heimaleiks í undanúrslitum. „Já, eins og ég sagði áðan, þetta eru Stjarnan, Víkingur og Valur; allt frábært lið þannig lykilatriði að fá heimaleik, sérstaklega ef veðrið verður eins og í dag verður það frábært”, sagði stoltur Hallgrímur að endingu en leikurinn fór fram í glampandi sól og hita.
Mjólkurbikar karla KA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira