Búðareigendur aðstoðuðu slökkviliðsmenn Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 11:50 Nokkið mikið vatn er á gólfum í Kringlunni. Vísir/Viktor Slökkvistarfi við Kringluna lauk í nótt eftir að eldur kviknaði í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkviliðsstjóri segir slökkvistarf hafa gengið vonum framar en tryggingarfélögin eru nú með vettvanginn. Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan fjögur í gær í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en upp úr miðnætti en þá hafði mikill reykur og vatn komist inn í Kringluna. Iðnaðarmenn höfðu verið að brenna tjörupappa á þakinu þar sem eldurinn kviknaði. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið ótrúlegt að sjá hversu vel slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn myndi breiða frekar úr sér. „Þetta er afmarkað við stórt svæði en hefði svo léttilega getað hlaupið eftir öllu þakinu. Það var virkilega ánægjulegt að sjá það. Núna eru tryggingarfélögin með vettvanginn. Síðan um kvöldið fóru fleiri búðareigendur að koma á svæðið og hjálpa til með að skafa vatn og hver var að vitja sinna búða. Þetta gekk mjög vel og fólk var mjög yfirvegað,“ segir Jón Viðar. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað til og allir sem voru á frívakt kallaðir út. Fjöldi þeirra var uppi á þaki að berjast við eldinn en aðrir inni í Kringlunni að sjúga upp vatn og reykræsta. „Þetta er mikið tjón, mikið vatn sem fer inn í Kringluna. Mikill reykur sem fer niður í búðir og það er mikið af viðkvæmum vörum þarna. Þannig að næstu daga verða tryggingarfélögin og búðareigendur að ná utan um þetta og átta sig á tjóninu,“ segir Jón Viðar. Hann segir þetta hafa verið mikið högg fyrir búðareigendur sem margir hverjir mættu í gær og vitjuðu eigna sinna. Aðdáunarvert hafi verið að fylgjast með þeim á vettvangi. „Hversu yfirvegaðir þeir voru og fóru strax í að gera allt sem hægt var að gera. Hjá sumum var kannski afskaplega lítið hægt að gera en fólk áttaði sig á því hvernig staðan var,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Reykjavík Kringlan Tryggingar Verslun Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15. júní 2024 17:41 Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15. júní 2024 18:23 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan fjögur í gær í þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en upp úr miðnætti en þá hafði mikill reykur og vatn komist inn í Kringluna. Iðnaðarmenn höfðu verið að brenna tjörupappa á þakinu þar sem eldurinn kviknaði. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir það hafa verið ótrúlegt að sjá hversu vel slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn myndi breiða frekar úr sér. „Þetta er afmarkað við stórt svæði en hefði svo léttilega getað hlaupið eftir öllu þakinu. Það var virkilega ánægjulegt að sjá það. Núna eru tryggingarfélögin með vettvanginn. Síðan um kvöldið fóru fleiri búðareigendur að koma á svæðið og hjálpa til með að skafa vatn og hver var að vitja sinna búða. Þetta gekk mjög vel og fólk var mjög yfirvegað,“ segir Jón Viðar. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað til og allir sem voru á frívakt kallaðir út. Fjöldi þeirra var uppi á þaki að berjast við eldinn en aðrir inni í Kringlunni að sjúga upp vatn og reykræsta. „Þetta er mikið tjón, mikið vatn sem fer inn í Kringluna. Mikill reykur sem fer niður í búðir og það er mikið af viðkvæmum vörum þarna. Þannig að næstu daga verða tryggingarfélögin og búðareigendur að ná utan um þetta og átta sig á tjóninu,“ segir Jón Viðar. Hann segir þetta hafa verið mikið högg fyrir búðareigendur sem margir hverjir mættu í gær og vitjuðu eigna sinna. Aðdáunarvert hafi verið að fylgjast með þeim á vettvangi. „Hversu yfirvegaðir þeir voru og fóru strax í að gera allt sem hægt var að gera. Hjá sumum var kannski afskaplega lítið hægt að gera en fólk áttaði sig á því hvernig staðan var,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Reykjavík Kringlan Tryggingar Verslun Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00 Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15. júní 2024 17:41 Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15. júní 2024 18:23 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Héldu fyrst að þetta væri brunaæfing Jón Breki Jónas Jónasson og Sigurlaug Emma Guðlaugsdóttir voru að vinna í Gallerí 17 í Kringlunni þegar kviknaði í þakinu. Þau segja að það hafi verið mjög óþægileg tilfinning að hlaupa út vegna eldsins. Þau segja að hjartað sé á fullu, þau fylgist vel með og voni að allt verði í góðu. 15. júní 2024 17:00
Náði ekki að loka búðinni áður en henni var sagt að koma sér út Karólína Hrönn Johnstone, starfmaður verslunarinnar Epal í Kringlunni, var við vinnu í verslunarmiðstöðinni þegar eldur kviknaði í þaki hennar í dag. Hún hefur mestar áhyggjur af því að henni hafi ekki tekist að loka versluninni áður en hún fór út. 15. júní 2024 17:41
Leiðinlegt fyrir útskriftarnema sem er hent út áður en þeir taka sopa Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag. 15. júní 2024 18:23