Tónleikahald á Kex hostel heyrir brátt sögunni til Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 18:00 Tónleikar á Kex árið 2016 Vísir Gistiheimilið og veitingastaðurinn Kex hostel hefur frá opnun staðarins árið 2011 verið einn vinsælasti tónleikastaður Reykjavíkur. Miklar breytingar eru í farvatninu hjá hostelinu, en til stendur að færa veitingastaðinn niður á neðri hæðina, og breyta efri hæðinni allri þannig að þar verði svefnpláss. Tónleikahald á efri hæðinni mun því leggjast af. „Framkvæmdir eru hafnar á jarðhæð, það sem við erum að fara gera er að opna nýjan veitingastað, móttöku og inngang inn á Kex hostel, sem verður Skúlagötumegin eins og hann er núna. Inngangurinn verður uppfærður aðeins,“ segir Melkorka Ragnhildardóttir, framkvæmdastjóri Kex. Verið sé að færa veitingastaðinn og móttökuna niður, og á efri hæðinni verði bara gestaherbergi. Breytingar á Skúlagötunni Hún segir jafnframt að langtímaplanið sé að vera með keilu innan af veitingastaðnum niðri. Um 1100 fermetrar séu af ónýttu húsnæði þarna undir, og það sé um að gera að nýta plássið betur. „Það sem er að gerast á Skúlagötunni, er að við hliðina á okkur er að koma sautján hæða hótel, það er verið að byggja íbúðir hinum megin við okkur, samkvæmt skipulagi á að koma kaffihús þar við hliðina, og á Skúlagötu 26 á að koma breið göngugata sem tengir Skúlagötuna við miðbæinn,“ segir Melkorka. Hún vonar að stemningin geti orðið góð þarna á Skúlagötunni, Kex muni halda áfram að reyna skapa góða stemningu og bjóða upp á súrdeigspítsur og ódýran bjór. Gestir hostelsins geti svo farið á kaffihúsið við hliðina eða farið á hótelið í kokteil. Hún segir að gatan hafi verið í hálfgerðri niðurníslu, og verið sé að byggja Skúlagötuna upp með öllum þessum framkvæmdum. Inngangurinn við Kex hostel hafi verið frekar „berlínarlegur“ síðan 2018 vegna framkvæmda. Útvarpsstöðin KEXP hefur oft tekið upp tónleika sem haldnir hafa verið á Kex hosteliVísir/Vilhelm Leiðinlegt að missa tónleikahaldið „Það kannski eina sem er leiðinlegt við þessar framkvæmdir hjá okkur, sem okkur þykir súrt, er að við munum núna í lok sumars vera kveðja tónleikastaðinn Kex í því formati sem hann hefur verið síðustu þrettán ár,“ segir Melkorka. Þeim þyki þetta mjög miður, og óska þess að rekstraraðstæður væru þannig að hægt væri að halda því áfram. Þau muni hins vegar reyna að halda rekstri útisvæðisins áfram og vera þar með sumartónleika, Kex port, og allt sem þau geta yfir sumartímann. Einnig verði minni tónleikar niðri á nýja veitingastaðnum. „En tónleikastaðurinn með stærri tónleika í því formati sem við höfum verið að gera síðastliðin ár, það mun bara líða undir lok með þessum breytingum,“ segir Melkorka. Framkvæmdir hefjast í haust við að breyta efri hæðinni í gestaherbergi.Vísir/Vilhelm Hún óskar þess að það gengi betur að reka tónleikastaði í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur sé yfirhöfuð mikil áskorun þessi misserin, að miklu leyti vegna mikils launakostnaðar. Þetta vegi þungt í ákvarðanatöku. „En ég hef samt alveg fulla trú á því, að þó að við séum að kveðja tónleikastaðinn eins og hann var, þá munum við ekkert slá slöku við í að skapa skemmtilega stemningu,“ segir Melkorka. Þar verði viðburðirnir þó minni en þeir voru uppi. Melkorka segir að stefnt sé að því að kveðja staðinn með trompi, með tónleikum og annarri stemningu í allt sumar. Það sé sorglegt að horfa á tónleikastaðinn hverfa, en það þurfi stundum að gera breytingar. Veitingastaðir Tónleikar á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Sjá meira
„Framkvæmdir eru hafnar á jarðhæð, það sem við erum að fara gera er að opna nýjan veitingastað, móttöku og inngang inn á Kex hostel, sem verður Skúlagötumegin eins og hann er núna. Inngangurinn verður uppfærður aðeins,“ segir Melkorka Ragnhildardóttir, framkvæmdastjóri Kex. Verið sé að færa veitingastaðinn og móttökuna niður, og á efri hæðinni verði bara gestaherbergi. Breytingar á Skúlagötunni Hún segir jafnframt að langtímaplanið sé að vera með keilu innan af veitingastaðnum niðri. Um 1100 fermetrar séu af ónýttu húsnæði þarna undir, og það sé um að gera að nýta plássið betur. „Það sem er að gerast á Skúlagötunni, er að við hliðina á okkur er að koma sautján hæða hótel, það er verið að byggja íbúðir hinum megin við okkur, samkvæmt skipulagi á að koma kaffihús þar við hliðina, og á Skúlagötu 26 á að koma breið göngugata sem tengir Skúlagötuna við miðbæinn,“ segir Melkorka. Hún vonar að stemningin geti orðið góð þarna á Skúlagötunni, Kex muni halda áfram að reyna skapa góða stemningu og bjóða upp á súrdeigspítsur og ódýran bjór. Gestir hostelsins geti svo farið á kaffihúsið við hliðina eða farið á hótelið í kokteil. Hún segir að gatan hafi verið í hálfgerðri niðurníslu, og verið sé að byggja Skúlagötuna upp með öllum þessum framkvæmdum. Inngangurinn við Kex hostel hafi verið frekar „berlínarlegur“ síðan 2018 vegna framkvæmda. Útvarpsstöðin KEXP hefur oft tekið upp tónleika sem haldnir hafa verið á Kex hosteliVísir/Vilhelm Leiðinlegt að missa tónleikahaldið „Það kannski eina sem er leiðinlegt við þessar framkvæmdir hjá okkur, sem okkur þykir súrt, er að við munum núna í lok sumars vera kveðja tónleikastaðinn Kex í því formati sem hann hefur verið síðustu þrettán ár,“ segir Melkorka. Þeim þyki þetta mjög miður, og óska þess að rekstraraðstæður væru þannig að hægt væri að halda því áfram. Þau muni hins vegar reyna að halda rekstri útisvæðisins áfram og vera þar með sumartónleika, Kex port, og allt sem þau geta yfir sumartímann. Einnig verði minni tónleikar niðri á nýja veitingastaðnum. „En tónleikastaðurinn með stærri tónleika í því formati sem við höfum verið að gera síðastliðin ár, það mun bara líða undir lok með þessum breytingum,“ segir Melkorka. Framkvæmdir hefjast í haust við að breyta efri hæðinni í gestaherbergi.Vísir/Vilhelm Hún óskar þess að það gengi betur að reka tónleikastaði í miðbæ Reykjavíkur. Veitingarekstur sé yfirhöfuð mikil áskorun þessi misserin, að miklu leyti vegna mikils launakostnaðar. Þetta vegi þungt í ákvarðanatöku. „En ég hef samt alveg fulla trú á því, að þó að við séum að kveðja tónleikastaðinn eins og hann var, þá munum við ekkert slá slöku við í að skapa skemmtilega stemningu,“ segir Melkorka. Þar verði viðburðirnir þó minni en þeir voru uppi. Melkorka segir að stefnt sé að því að kveðja staðinn með trompi, með tónleikum og annarri stemningu í allt sumar. Það sé sorglegt að horfa á tónleikastaðinn hverfa, en það þurfi stundum að gera breytingar.
Veitingastaðir Tónleikar á Íslandi Hótel á Íslandi Reykjavík Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Sjá meira