„Það verða tómar hillur í smá stund“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júní 2024 20:22 Katrín Whalley er eigandi Smart Boutique. Vísir/Arnar Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust. Þó að Kringlan hafi opnað í dag eru ekki allir verslunarrekendur sem geta gert það, en húsnæði sumra þeirra er töluvert skemmt. Þá eru einhverjir þeirra sem munu ekki geta opnað fyrr en á morgun. Þeirra á meðal eru rekendur skartgripaverslunarinnar Jens, sem voru í óðaönn við að koma öllu í lag í versluninni þegar fréttastofu bar að garði. „Við viljum opna þegar okkur þjónustustig er upp á 10, eins og alltaf,“ segir Hrund Jakobsdóttir, starfsmanna- og þjónustustjóri hjá Jens. Var eitthvað af vörum frá ykkur sem urðu fyrir tjóni eða skemmdist? „Nei. Við erum svo heppin að vera með vöru sem dregur ekki í sig lykt. Það var kannski lyktin sem kom kannski verst fyrir þá sem eru með föt í verslunum hjá sér,“ segir Ingibjörg Lilju Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjá Jens. Tómar hillur í einhvern tíma Eigandi Smart Boutique var ekki jafn heppinn. „Ég er með mikið af skinnum og textílvöru. Það skemmdist allt út af reyklykt,“ segir Katrín Whalley, eigandi Smart Boutique. Hún segist ekki hafa tilfinningu fyrir því hversu mikið tjónið sé nákvæmlega. Engu að síður sé það umtalsvert. „Það verða tómar hillur í smá stund, en þetta verður allt í lagi.“ Gleðilegt að geta opnað Þó að uppbygging eftir brunann sé hafin, og fólk í óðaönn við að koma öllu í stand hér í Kringlunni, þá örlar samt á smá brunalykt á sumum stöðum. Tjón Kringlunnar vegna brunans liggur ekki fyrir að svo stöddu, en framkvæmdastjórinn segir gleðilegt að hafa getað opnað aftur, þó verst leiknu verslanirnar komi ekki til með að geta opnað fyrr en með haustinu. „Fastagestir mættir á kaffihúsin og þetta er bara flottur fimmtudagur, fullt af fólki í húsinu,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri. Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Þó að Kringlan hafi opnað í dag eru ekki allir verslunarrekendur sem geta gert það, en húsnæði sumra þeirra er töluvert skemmt. Þá eru einhverjir þeirra sem munu ekki geta opnað fyrr en á morgun. Þeirra á meðal eru rekendur skartgripaverslunarinnar Jens, sem voru í óðaönn við að koma öllu í lag í versluninni þegar fréttastofu bar að garði. „Við viljum opna þegar okkur þjónustustig er upp á 10, eins og alltaf,“ segir Hrund Jakobsdóttir, starfsmanna- og þjónustustjóri hjá Jens. Var eitthvað af vörum frá ykkur sem urðu fyrir tjóni eða skemmdist? „Nei. Við erum svo heppin að vera með vöru sem dregur ekki í sig lykt. Það var kannski lyktin sem kom kannski verst fyrir þá sem eru með föt í verslunum hjá sér,“ segir Ingibjörg Lilju Snorradóttir, framkvæmdastjóri hjá Jens. Tómar hillur í einhvern tíma Eigandi Smart Boutique var ekki jafn heppinn. „Ég er með mikið af skinnum og textílvöru. Það skemmdist allt út af reyklykt,“ segir Katrín Whalley, eigandi Smart Boutique. Hún segist ekki hafa tilfinningu fyrir því hversu mikið tjónið sé nákvæmlega. Engu að síður sé það umtalsvert. „Það verða tómar hillur í smá stund, en þetta verður allt í lagi.“ Gleðilegt að geta opnað Þó að uppbygging eftir brunann sé hafin, og fólk í óðaönn við að koma öllu í stand hér í Kringlunni, þá örlar samt á smá brunalykt á sumum stöðum. Tjón Kringlunnar vegna brunans liggur ekki fyrir að svo stöddu, en framkvæmdastjórinn segir gleðilegt að hafa getað opnað aftur, þó verst leiknu verslanirnar komi ekki til með að geta opnað fyrr en með haustinu. „Fastagestir mættir á kaffihúsin og þetta er bara flottur fimmtudagur, fullt af fólki í húsinu,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.
Kringlan Eldsvoði í Kringlunni Tengdar fréttir Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Uppbygging komin á fullt skrið þremur dögum eftir brunann Uppbygging er komin á fullt skrið í Kringlunni eftir að stórtjón varð í eldsvoða á laugardagskvöld. Næstum allar vörur í verslunum undir merkjum Kúltur eru ónýtar en eigandi vonar að hægt verði að opna aftur í haust eftir allsherjarniðurrif. 18. júní 2024 21:31