Hefja könnun á nýjum flugvelli fyrir Færeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2024 10:52 Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Egill Aðalsteinsson Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja. Tilgangurinn er sagður að skapa betri grundvöll fyrir frekari undirbúning, þar með talið skipulags- og fjárhagslega. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir borgarráð til pólitískrar stefnumörkunar. Í fréttamiðlinum Sósíalurin í gær kom fram að tillaga borgarstjórans Heðins Mortensen hafi verið samþykkt með níu atkvæðum fulltrúa Javnaðarflokksins, Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Framsóknar. Fjórir fulltrúar Þjóðveldis hafi greitt atkvæði á móti. Svona gæti upplýst flugbraut á Glyvursnesi litið út með byggðina í Þórshöfn í baksýn.Tórshavnar kommuna Heðin Mortensen tilkynnti í marsmánuði að hann hygðist setja flugvöll á Glyvursnesi aftur á dagskrá eftir að upplýst var um takmarkanir sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga. Flugbrautin þar, 1.800 metra löng, er of stutt til að Boeing 757-þota félagsins geti hafið sig til flugs fullhlaðin í langflug. Flugvélin neyðist af þeim sökum til að millilenda í Keflavík til eldsneytistöku í flugi með lax til New York. Heðin Mortensen hvatti svo til þess í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að rætt yrði við Atlantshafsbandalagið, NATO, um gerð flugvallarins. Þau ummæli komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, brugðust hart við og sögðu þessa hugmynd ekki koma til greina. Þeir settu jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Í viðtali við Dimmalætting segir Annika Olsen, borgarfulltrúi Þjóðveldis, að það sé algerlega óskiljanlegt að borgarstjórnin skuli hafa samþykkt að setja fjármuni í að kanna flugvöll á Glyvursnesi. Það að borgarstjórinn hafi í viðtali við íslenskan fjölmiðil blandað NATO í málið geri það bæði hlægilegt og sorglegt, en Þjóðveldi er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi. Samskipti við NATO séu utanríkis- og varnarmál og ekki eitt af verkefnum sveitarfélaga. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Borgarstjórinn Heðin Mortensen segir að ef bíða ætti eftir því að Landsstjórn Færeyja gerði eitthvað í málinu yrði það löng bið. „Landsstjórnin getur ekki skipt sér af því hvað við gerum innan okkar lögsagnarumdæmis,” segir borgarstjórinn og kveðst ekki skilja í því að það hafi verið blásið upp að hann hafi nefnt NATO í viðtali við íslenskan fjölmiðil. Hér má sjá viðtalið umdeilda: Færeyjar Fréttir af flugi Samgöngur NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Tilgangurinn er sagður að skapa betri grundvöll fyrir frekari undirbúning, þar með talið skipulags- og fjárhagslega. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir borgarráð til pólitískrar stefnumörkunar. Í fréttamiðlinum Sósíalurin í gær kom fram að tillaga borgarstjórans Heðins Mortensen hafi verið samþykkt með níu atkvæðum fulltrúa Javnaðarflokksins, Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Framsóknar. Fjórir fulltrúar Þjóðveldis hafi greitt atkvæði á móti. Svona gæti upplýst flugbraut á Glyvursnesi litið út með byggðina í Þórshöfn í baksýn.Tórshavnar kommuna Heðin Mortensen tilkynnti í marsmánuði að hann hygðist setja flugvöll á Glyvursnesi aftur á dagskrá eftir að upplýst var um takmarkanir sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga. Flugbrautin þar, 1.800 metra löng, er of stutt til að Boeing 757-þota félagsins geti hafið sig til flugs fullhlaðin í langflug. Flugvélin neyðist af þeim sökum til að millilenda í Keflavík til eldsneytistöku í flugi með lax til New York. Heðin Mortensen hvatti svo til þess í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að rætt yrði við Atlantshafsbandalagið, NATO, um gerð flugvallarins. Þau ummæli komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, brugðust hart við og sögðu þessa hugmynd ekki koma til greina. Þeir settu jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Í viðtali við Dimmalætting segir Annika Olsen, borgarfulltrúi Þjóðveldis, að það sé algerlega óskiljanlegt að borgarstjórnin skuli hafa samþykkt að setja fjármuni í að kanna flugvöll á Glyvursnesi. Það að borgarstjórinn hafi í viðtali við íslenskan fjölmiðil blandað NATO í málið geri það bæði hlægilegt og sorglegt, en Þjóðveldi er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi. Samskipti við NATO séu utanríkis- og varnarmál og ekki eitt af verkefnum sveitarfélaga. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Borgarstjórinn Heðin Mortensen segir að ef bíða ætti eftir því að Landsstjórn Færeyja gerði eitthvað í málinu yrði það löng bið. „Landsstjórnin getur ekki skipt sér af því hvað við gerum innan okkar lögsagnarumdæmis,” segir borgarstjórinn og kveðst ekki skilja í því að það hafi verið blásið upp að hann hafi nefnt NATO í viðtali við íslenskan fjölmiðil. Hér má sjá viðtalið umdeilda:
Færeyjar Fréttir af flugi Samgöngur NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48