Innlent

Netárásir Akira og börn í skipu­lagðri brotastarfsemi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á Bylgjunni klukkan tólf.
Hádegisfréttir eru á Bylgjunni klukkan tólf.

Árvakur er fjórða íslenska fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á skömmum tíma. Árásin er litin grafalvarlegum augum. Rætt verður við netöryggissérfræðing um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur ekki tímabært að breyta þeirri hefð að forsætisráðherra flytji ávarp á Austurvelli á 17. júní. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur lagt það til að forseti flytji frekar ávarp.

Gögn lögreglu benda til þess að börn séu í hóp með einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi. Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot ungmenna á aldrinum 13 til 15 ára hefur fjölgað undanfarin ár og hafa aldrei verið fleiri.

Klippa: Hédgisfréttir 24. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×