Óttast að nettröll tefji rannsókn með samsæriskenningum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2024 07:52 Slater hefur nú verið týndur í rúma viku. Fjölskylda Jay Slater, unga breska mannsins sem er týndur á Tenerife, segja áhugann á máli hans á Internetinu valda þeim miklum kvíða. Þegar sé hvarf hans versta martröð allra foreldra. Þau óttast að hávaðinn á Internetinu geti tafið rannsóknina. Tilkynnt var um hvarf Slater fyrir rúmri viku. Lögreglan á Spáni hefur framkvæmt ítarlega leit en síðasta þekkta staðsetning Slater er í fjalllendi við Rural de Teno þjóðgarðinn. Leit hefur einnig farið fram í bænum Masca og á Los Chrstianos svæðinu. Greint var frá því í gær að leitarhundar hafi verið fluttir frá meginlandi Spánar, Madríd, til að aðstoða við leitina. Hundarnir eru þjálfaðir til að skima víðáttumikil svæði. Í umfjöllun breska miðilsins Guardian segir að lögregla hafi notið liðsinnis björgunarsveitar, slökkviliðs og ýmissa sjálfboðaliða sem hafi þrætt fjallvegi í nágrenninu. Leitin er umfangsmikil og hafa fjölmargir viðbragðsaðilar komið að henni.Vísir/Getty Á sama tíma eru í spjallborð í Bretlandi rauðglóandi vegna hvarfs Slater og segir í frétt Guardian að netverjar hafi ýmsar kenningar um það hvar hann er og hvað hafi komið fyrir. Síðasta manneskjan sem Slater talaði við var Lucy vinkona hans en þau höfðu verið saman á tónlistarhátíð en hún farið heim á undan honum. Hann sagði henni að síminn væri að verða batteríslaus, að hann væri þyrstur og týndur og hefði skorið sig á kaktus. Um hálf milljón hefur skráð sig í hóp á Facebook sem er tileinkaður leitinni að Slater. Stjórnendur hópsins eru vinir og fjölskyldumeðlimir sem hafa svo ekkert með annan hóp að gera sem var líka stofnaður. Sá hópur er einskonar umræðuhópur um hvarf Slater þar sem fólk birtir sínar skoðanir og samsæriskenningar um hvarf hans. Alls eru um 288 þúsund í hópnum og hefur fólk lagt fram ýmsar kenningar. Eins og að hann hafi orðið fyrir hákarlaárás, að marokkósk gengi hafi rænt honum og að hann hafi sjálfur logið til um hvarfið til að safna pening frá almenningi. Þá hafa einhverjir nefnt mafíuna og að hún hljóti að tengjast málinu. Deildu mynd af íslenskri strönd Aðrir segja að vinkona hans sé ekki til að og að flugvöllurinn í Manchester hafi ekki verið rýmdur vegna rafmagnsleysis. Þá var í síðustu viku birt mynd af einhverju sem virtist vera lík í fjöru við hótelið þar sem Slater gisti í Los Cristianos. Myndin reyndist svo vera tekin á Íslandi. Móðir Slater, Debbie Duncan, segir þessar vangaveltur á netinu „hræðilegar“ og að spænska lögreglan telji að þær geti tafið rannsóknina. Rannsókn lögreglu er enn í gangi og er haft eftir Duncan að hún skoði alla möguleika og vísbendingar. „Ég er sorgmædd vegna athugasemda ykkar,“ sagði Duncan í færslu á GoFundMe síðu sem sett var upp til að styðja við fjölskylduna. „Ég vona að ég sé ekki að taka son minn heim í líkpoka,“ sagði hún. Bretland Spánn Tengdar fréttir Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. 21. júní 2024 22:31 Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. 20. júní 2024 23:42 Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19. júní 2024 17:47 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Tilkynnt var um hvarf Slater fyrir rúmri viku. Lögreglan á Spáni hefur framkvæmt ítarlega leit en síðasta þekkta staðsetning Slater er í fjalllendi við Rural de Teno þjóðgarðinn. Leit hefur einnig farið fram í bænum Masca og á Los Chrstianos svæðinu. Greint var frá því í gær að leitarhundar hafi verið fluttir frá meginlandi Spánar, Madríd, til að aðstoða við leitina. Hundarnir eru þjálfaðir til að skima víðáttumikil svæði. Í umfjöllun breska miðilsins Guardian segir að lögregla hafi notið liðsinnis björgunarsveitar, slökkviliðs og ýmissa sjálfboðaliða sem hafi þrætt fjallvegi í nágrenninu. Leitin er umfangsmikil og hafa fjölmargir viðbragðsaðilar komið að henni.Vísir/Getty Á sama tíma eru í spjallborð í Bretlandi rauðglóandi vegna hvarfs Slater og segir í frétt Guardian að netverjar hafi ýmsar kenningar um það hvar hann er og hvað hafi komið fyrir. Síðasta manneskjan sem Slater talaði við var Lucy vinkona hans en þau höfðu verið saman á tónlistarhátíð en hún farið heim á undan honum. Hann sagði henni að síminn væri að verða batteríslaus, að hann væri þyrstur og týndur og hefði skorið sig á kaktus. Um hálf milljón hefur skráð sig í hóp á Facebook sem er tileinkaður leitinni að Slater. Stjórnendur hópsins eru vinir og fjölskyldumeðlimir sem hafa svo ekkert með annan hóp að gera sem var líka stofnaður. Sá hópur er einskonar umræðuhópur um hvarf Slater þar sem fólk birtir sínar skoðanir og samsæriskenningar um hvarf hans. Alls eru um 288 þúsund í hópnum og hefur fólk lagt fram ýmsar kenningar. Eins og að hann hafi orðið fyrir hákarlaárás, að marokkósk gengi hafi rænt honum og að hann hafi sjálfur logið til um hvarfið til að safna pening frá almenningi. Þá hafa einhverjir nefnt mafíuna og að hún hljóti að tengjast málinu. Deildu mynd af íslenskri strönd Aðrir segja að vinkona hans sé ekki til að og að flugvöllurinn í Manchester hafi ekki verið rýmdur vegna rafmagnsleysis. Þá var í síðustu viku birt mynd af einhverju sem virtist vera lík í fjöru við hótelið þar sem Slater gisti í Los Cristianos. Myndin reyndist svo vera tekin á Íslandi. Móðir Slater, Debbie Duncan, segir þessar vangaveltur á netinu „hræðilegar“ og að spænska lögreglan telji að þær geti tafið rannsóknina. Rannsókn lögreglu er enn í gangi og er haft eftir Duncan að hún skoði alla möguleika og vísbendingar. „Ég er sorgmædd vegna athugasemda ykkar,“ sagði Duncan í færslu á GoFundMe síðu sem sett var upp til að styðja við fjölskylduna. „Ég vona að ég sé ekki að taka son minn heim í líkpoka,“ sagði hún.
Bretland Spánn Tengdar fréttir Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. 21. júní 2024 22:31 Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. 20. júní 2024 23:42 Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19. júní 2024 17:47 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Sjá meira
Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. 21. júní 2024 22:31
Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. 20. júní 2024 23:42
Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19. júní 2024 17:47