Eftirvagnar breyta aksturseigileikum bílsins Umferðarátak 2024 26. júní 2024 11:27 Gæta þarf fyllsta öryggis á ferðalögum með þunga eftirvagna, aukin þyngd hefur áhrif á aksturinn. Hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi verða nú fyrirferðarmikil á vegum landsins enda frábær leið til að elta góða veðrið í sumarfríinu. Margt þarf að hafa í huga þegar ekið er með eftirvagna og gæta fyllsta öryggis. Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir umferðarátaki í sumar. Á vef Samgöngustofu er að finna upplýsingar og fróðleik, meðal annars um akstur með eftirvagn. Er ég með réttindi og hvað má bíllinn minn draga? Í fyrsta lagi þarf að athuga hvort við höfum réttindi til að draga þungan eftirvagn. Ökumenn sem tóku almenn ökuréttindin fyrir 15. ágúst 1997 fengu sjálfkrafa bæði B og BE réttindi en ökumenn sem tóku prófið eftir þann tíma fengu eingöngu B réttindi. Með B réttindi er leyfð heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 3500 kíló en sé eftirvagninn 750 kg eða minna af leyfðri heilarþyngd, má samanlögð heildarþyngd eftirvagns og bíls mest fara upp í 4250 kíló Með BE réttindi er leyfð samanlögð heildarþyngd bíls og eftivagns mest 7000 kíló og þá heildarþyngd bíls mest 3500 kg og eftirvagninn 3500 kíló. Í skráningarskírteinni bílsins kemur síðan fram hve þungan eftirvagn hann má draga yfirleitt. Hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi eru frábær leið til að geta alltaf brunað þangað sem veðrið er best þá stundina. Búnaður þarf að vera í lagi Eftirvagnar yfir 750 kíló þurfa að vera búnir hemlum. Ef bíllinn er búinn ABS hemlum en ekki tengivagninn er hætta á að eftirvagninn fari ekki sömu leið og bíllinn ef nauðhemla þarf. Allir eftirvagna eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins. Ef eftirvagninn er breiðari en bíllinn þarf að framleingja hiðarspegla bílsins svo ökumaður sjái beggja vegna. Gera þarf ráð fyrir aukinni þyngd og íslensku veðri Þá er mikilvægt að gera ráð fyrir því að aksturseiginleikar bílsins breytast með hjólhýsi, tjaldvagn, fellihýsi eða kerru í eftirdragi. Þyngdin gerir það að verkum að bíllinn verður ótstöðugri og vill rása til á veginum. Íslenska sumarveðrið er heldur ekki alltaf hliðhollt ferðalögum með eftirvagna. Vindurinn tekur í og getur feykt eftirvagni og ökutæki út af veginum og bleyta og aur á vegum breyta akstursskilyrðum verulega. Fylgjast þarf vel með veðurspám á ferðalaginu. Ökuhraði fyrir ökutæki með eftirvagna er ekki lægri eins og var áður. Aldrei skal þó fara yfir uppgefinn hámarkshraða og alltaf þarf að miða aksturinn við aðstæður. Hafa þarf í huga að hemlunarvegalengdin lengist með auknum hraða. Nánari upplýsingar um akstur með eftirvagna, búnað, tryggingar og fleira er að finna á vefsíðu Samgöngustofu. Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið: FÍB, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga. Umferðarátak 2024 Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir umferðarátaki í sumar. Á vef Samgöngustofu er að finna upplýsingar og fróðleik, meðal annars um akstur með eftirvagn. Er ég með réttindi og hvað má bíllinn minn draga? Í fyrsta lagi þarf að athuga hvort við höfum réttindi til að draga þungan eftirvagn. Ökumenn sem tóku almenn ökuréttindin fyrir 15. ágúst 1997 fengu sjálfkrafa bæði B og BE réttindi en ökumenn sem tóku prófið eftir þann tíma fengu eingöngu B réttindi. Með B réttindi er leyfð heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 3500 kíló en sé eftirvagninn 750 kg eða minna af leyfðri heilarþyngd, má samanlögð heildarþyngd eftirvagns og bíls mest fara upp í 4250 kíló Með BE réttindi er leyfð samanlögð heildarþyngd bíls og eftivagns mest 7000 kíló og þá heildarþyngd bíls mest 3500 kg og eftirvagninn 3500 kíló. Í skráningarskírteinni bílsins kemur síðan fram hve þungan eftirvagn hann má draga yfirleitt. Hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi eru frábær leið til að geta alltaf brunað þangað sem veðrið er best þá stundina. Búnaður þarf að vera í lagi Eftirvagnar yfir 750 kíló þurfa að vera búnir hemlum. Ef bíllinn er búinn ABS hemlum en ekki tengivagninn er hætta á að eftirvagninn fari ekki sömu leið og bíllinn ef nauðhemla þarf. Allir eftirvagna eiga að vera með ljós sem eru hliðstæð aftur- og hliðarljósum bílsins. Ef eftirvagninn er breiðari en bíllinn þarf að framleingja hiðarspegla bílsins svo ökumaður sjái beggja vegna. Gera þarf ráð fyrir aukinni þyngd og íslensku veðri Þá er mikilvægt að gera ráð fyrir því að aksturseiginleikar bílsins breytast með hjólhýsi, tjaldvagn, fellihýsi eða kerru í eftirdragi. Þyngdin gerir það að verkum að bíllinn verður ótstöðugri og vill rása til á veginum. Íslenska sumarveðrið er heldur ekki alltaf hliðhollt ferðalögum með eftirvagna. Vindurinn tekur í og getur feykt eftirvagni og ökutæki út af veginum og bleyta og aur á vegum breyta akstursskilyrðum verulega. Fylgjast þarf vel með veðurspám á ferðalaginu. Ökuhraði fyrir ökutæki með eftirvagna er ekki lægri eins og var áður. Aldrei skal þó fara yfir uppgefinn hámarkshraða og alltaf þarf að miða aksturinn við aðstæður. Hafa þarf í huga að hemlunarvegalengdin lengist með auknum hraða. Nánari upplýsingar um akstur með eftirvagna, búnað, tryggingar og fleira er að finna á vefsíðu Samgöngustofu. Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið: FÍB, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið: FÍB, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Umferðarátak 2024 Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira