Innlent

Héldu fyrst að um æfingu væri að ræða

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fjöldi fólks var inni í byggingunni þegar hún var rýmd.
Fjöldi fólks var inni í byggingunni þegar hún var rýmd. Bríet Björk

Maður sem starfar í turninum við Höfðatorg, þar sem eldur logar nú á fyrstu hæð, segir slökkvilið hafa komið hratt á vettvang. Rýming virðist hafa gengið vel þrátt fyrir að fjöldi fólks væri í húsinu.

Viktor Örn Ásgeirsson starfar á lögmannsstofu í byggingunni. Hann segir að um klukkan hálf tólf hafi brunabjalla hússins farið af stað. Fyrst um sinn hafi fólk staðið upp og haldið að um æfingu væri að ræða. Annað hafi komið á daginn.

Fylgst er með gangi mála á vettvangi í vaktinni á Vísi, hér að neðan.

„Við heyrðum í bjöllunni og sáum svo fljótlega slökkviliðs- og sjúkrabíla koma. Þeir voru mjög fljótir á vettvang,“ segir Viktor. Hann hafi farið ásamt öðrum sem í húsinu voru farið beint niður stigann og út. 

 „Það var margt fólk, en gekk vel fyrir sig.“

Virðist ganga vel

Viktor var nýkominn út úr byggingunni þegar fréttastofa náði af honum tali. 

„Það er nokkur fjöldi fólks sem stendur hér og fylgist með. Þetta er auðvitað stór bygging og margir vinnustaðir,“ segir Viktor. Hann segir að skrifstofur Reykjavíkurborgar í næsta húsi virðist einnig hafa verið rýmdar. 

„Hér er talsverður reykur en viðbragðstíminn var stuttur og þetta virðist ganga vel.“


Tengdar fréttir

Eldur logar á Höfðatorgi

Eldur logar á jarðhæð turnsins á Höfðatorgi í Borgartúni. Slökkviliðið er á vettvangi en af myndum að dæma er um talsverðan eld að ræða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×