Gamla fólkið þarf að greiða fyrir sundferðina Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 14:31 Frá og með 1. ágúst skal gamla fólkið gjöra svo vel að reiða fram aðgangseyri áður en það dýfir sér í Laugardalslaug eða aðrar laugar Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Samkvæmt tillögu menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykkt var í morgun og tekin verður fyrir í borgarráði, munu sundgestir sem náð hafa 67 ára aldri greiða stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn „eldri borgarar“ verður tekinn úr gjaldskránni. Stakt gjald fullorðinna í sundlaugar Reykjavíkurborgar er 1.330 krónur. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gjaldskrá sundlauga borgarinnar verði breytt með það að markmiði að sækja tekjur af eldri ferðamönnum sem hingað til hafi notið gjaldfrjáls aðgengis að sundlaugum borgarinnar. Tekið verði upp árskort fyrir eldri borgara á verði sem jafngildir þremur stökum ferðum fullorðinna í sund, 4.000 krónur. Sú ákvörðun fellur ekki vel í kramið hjá eldri borgurum borgarinnar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur harðlega mótmælt hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði þetta vera bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál, í samtali við fréttastofu á dögunum. Fjórtán þúsund erlendi eldri borgara hafa nýtt laugarnar árlega Í fréttatilkynningunni segir að sund sé mikilvæg heilsubót og mikill fjöldi fólks sæki átta sundlaugar Reykjavíkur. Margir eldri borgarar séu fastagestir og þeir hafi fengið frían aðgang að laugum borgarinnar lengi. Mikilvægt sé að tryggja þessum hópi áfram gott aðgengi að laugunum og markmið gjaldskrárbreytingar sé að tryggja að eldri ferðamenn greiði fyrir aðgang að þessari mikilvægu þjónustu. Um fjórtán þúsund ferðamenn sem náð hafa 67 ára aldri sæki sundlaugar Reykjavíkur á hverju ári og borgin verði því af tekjum sem geti numið um 18,5 milljónum króna árlega. Sveitarfélögum sé óheimilt að mismuna gestum eftir búsetu og því sé ekki hægt að veita einungis eldri Reykvíkingum frían aðgang að sundlaugum borgarinnar. Hins vegar sé að bjóða upp á gjaldskrá með mismunandi gjaldflokka og veita afsláttarkjör, til dæmis með útgáfu árskorta. Græða þrjátíu milljónir Þá segir að Reykjavíkurborg greiði niður sundferðir allra gesta, að meðaltali 1.200 krónur með hverjum gesti sem sækir sundlaugarnar, eða um helming af stöku gjaldi. Með tillögunni sé áætlað að tekjur Reykjavíkurborgar geti aukist um þrjátíu milljónir króna á ári en samhliða tillögunni vinni menningar,- íþrótta- og tómstundaráð að því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að móta tillögu um að hluta þessara tekna verði varið til að auka stuðning við heilsueflingu eldra fólks í samstarfi við íþróttafélög borgarinnar. Þess megi geta að ráðið hefur, með samþykkt borgarráðs, skipað sérstakan stýrihóp til að fara yfir gjaldskrár stofnana menningar- og íþróttasviðs, með það að markmiði að einfalda þær og rýna möguleika á að auka tekjur borgarinnar. Hópurinn stefni að því að skila af sér tillögum í haust. Sundlaugar Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Neytendur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að gjaldskrá sundlauga borgarinnar verði breytt með það að markmiði að sækja tekjur af eldri ferðamönnum sem hingað til hafi notið gjaldfrjáls aðgengis að sundlaugum borgarinnar. Tekið verði upp árskort fyrir eldri borgara á verði sem jafngildir þremur stökum ferðum fullorðinna í sund, 4.000 krónur. Sú ákvörðun fellur ekki vel í kramið hjá eldri borgurum borgarinnar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur harðlega mótmælt hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði þetta vera bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál, í samtali við fréttastofu á dögunum. Fjórtán þúsund erlendi eldri borgara hafa nýtt laugarnar árlega Í fréttatilkynningunni segir að sund sé mikilvæg heilsubót og mikill fjöldi fólks sæki átta sundlaugar Reykjavíkur. Margir eldri borgarar séu fastagestir og þeir hafi fengið frían aðgang að laugum borgarinnar lengi. Mikilvægt sé að tryggja þessum hópi áfram gott aðgengi að laugunum og markmið gjaldskrárbreytingar sé að tryggja að eldri ferðamenn greiði fyrir aðgang að þessari mikilvægu þjónustu. Um fjórtán þúsund ferðamenn sem náð hafa 67 ára aldri sæki sundlaugar Reykjavíkur á hverju ári og borgin verði því af tekjum sem geti numið um 18,5 milljónum króna árlega. Sveitarfélögum sé óheimilt að mismuna gestum eftir búsetu og því sé ekki hægt að veita einungis eldri Reykvíkingum frían aðgang að sundlaugum borgarinnar. Hins vegar sé að bjóða upp á gjaldskrá með mismunandi gjaldflokka og veita afsláttarkjör, til dæmis með útgáfu árskorta. Græða þrjátíu milljónir Þá segir að Reykjavíkurborg greiði niður sundferðir allra gesta, að meðaltali 1.200 krónur með hverjum gesti sem sækir sundlaugarnar, eða um helming af stöku gjaldi. Með tillögunni sé áætlað að tekjur Reykjavíkurborgar geti aukist um þrjátíu milljónir króna á ári en samhliða tillögunni vinni menningar,- íþrótta- og tómstundaráð að því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár að móta tillögu um að hluta þessara tekna verði varið til að auka stuðning við heilsueflingu eldra fólks í samstarfi við íþróttafélög borgarinnar. Þess megi geta að ráðið hefur, með samþykkt borgarráðs, skipað sérstakan stýrihóp til að fara yfir gjaldskrár stofnana menningar- og íþróttasviðs, með það að markmiði að einfalda þær og rýna möguleika á að auka tekjur borgarinnar. Hópurinn stefni að því að skila af sér tillögum í haust.
Sundlaugar Eldri borgarar Reykjavík Borgarstjórn Neytendur Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði