Innlent

Hyggst ekki flýta bílabanni og efa­semdir um nýtt eld­gos

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á Bylgjunni klukkan tólf.
Hádegisfréttir eru á Bylgjunni klukkan tólf.

Eldfjallafræðingur telur meiri líkur en minni á að ekki hefjist nýtt gos í Sundhnúksgígaröðinni á næstunni, þó að Veðurstofan mæli hraðara landris. Hægt hafi á flæði inn í dýpri kvikugeymsluna undir Svartsengi upp á síðkastið. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt, eins og Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur haft áhyggjur af. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum.

Þá fjöllum við um samstöðufund með Yazan Tamimi, ellefu ára langveikum dreng frá Palestínu, sem haldinn verður á Austurvelli í dag og ræðum við borgarstjóra um það sem virðist lítill áhugi landsmanna á Parísarhjólinu við Miðbakka í Reykjavík. 

Við heyrum einnig í Joe Biden Bandaríkjaforseta sem var upplitsdjarfur í fyrstu ræðu sinni eftir kappræður við Trump. Og Magnús Hlynur fer á rabbarbarahátíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×