Spennt fyrir menningarlífinu og náttúrunni á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 09:55 Eyjólfur og Áslaug á tímamótum. Áslaug starfaði sem stjórnmálafræðiprófessor við Bates College í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. HA Áslaug Ásgeirsdóttir er frá og með deginum í dag formlega tekin við embætti rektors Háskólans á Akureyri. „Ég er virkilega spennt fyrir komandi tímum og hlakka sérstaklega til að kynnast starfsfólki og stúdentum HA. Það er tilhlökkunarefni að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er í gangi í Háskólanum á Akureyri. Ýmis spennandi verkefni eru fram undan ásamt ýmsum áskorunum, til dæmis hvað varðar húsnæðismál og framhald viðræðna við Háskólann á Bifröst,“ segir Áslaug sem mun setjast að á Akureyri. „Ég er búin að búa lengi í lítilli borg í Maine í Bandaríkjunum og ég hlakka til að setjast að á Akureyri og kynnast mannlífinu hér. Það er mikið menningarlíf á Akureyri og í nágrenni bæjarins og svo er náttúran mjög falleg og aðgengileg.“ Eyjólfur Guðmundsson kveður nú Háskólann á Akureyri eftir farsæl tíu ár sem rektor. Saga hans við háskólann er þó mun lengri en hann starfaði við háskólann frá árinu 1999 til þar til hann tók til starfa hjá CCP sem aðalhagfræðingur árið 2007. Eyjólfur tók síðan við embætti rektors Háskólans á Akureyri 1. júlí 2014. „Háskólinn á Akureyri hefur náð fullorðinsárum sem háskóli. Doktorsnám, auknar rannsóknir og yfirfærsla þekkingar til samfélaga landsins alls verður mikilvægasta hlutverk skólans í allra nánustu framtíð og þar mun gervigreindin hafa mikil áhrif. Það er hlutverk háskólanna að undirbúa landið allt undir þá miklu byltingu sem fram undan er með innleiðingu gervigreindar á öll svið samfélagsins. Það verður því mikilvægara nú en nokkurn tímann að HA verði þungamiðja framþróunar og rannsókna, sérstaklega í samfélögum utan höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Eyjólfur Guðmundsson í ávarpi sínu á Háskólahátíð (með aðstoð gervigreindarinnar) þegar hann horfði yfir farinn veg. „Ég þakka fyrir samstarfið á liðnum áratug og beini því til starfsfólks og stúdenta háskólans að vera hugrökk og takast á við framtíðina með bjartsýni að leiðarljósi,“ segir Eyjólfur að lokum við þessi tímamót. Vistaskipti Akureyri Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Aðstoðarrektor í Bandaríkjunum verður rektor Háskólans á Akureyri Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. 23. apríl 2024 12:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
„Ég er virkilega spennt fyrir komandi tímum og hlakka sérstaklega til að kynnast starfsfólki og stúdentum HA. Það er tilhlökkunarefni að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er í gangi í Háskólanum á Akureyri. Ýmis spennandi verkefni eru fram undan ásamt ýmsum áskorunum, til dæmis hvað varðar húsnæðismál og framhald viðræðna við Háskólann á Bifröst,“ segir Áslaug sem mun setjast að á Akureyri. „Ég er búin að búa lengi í lítilli borg í Maine í Bandaríkjunum og ég hlakka til að setjast að á Akureyri og kynnast mannlífinu hér. Það er mikið menningarlíf á Akureyri og í nágrenni bæjarins og svo er náttúran mjög falleg og aðgengileg.“ Eyjólfur Guðmundsson kveður nú Háskólann á Akureyri eftir farsæl tíu ár sem rektor. Saga hans við háskólann er þó mun lengri en hann starfaði við háskólann frá árinu 1999 til þar til hann tók til starfa hjá CCP sem aðalhagfræðingur árið 2007. Eyjólfur tók síðan við embætti rektors Háskólans á Akureyri 1. júlí 2014. „Háskólinn á Akureyri hefur náð fullorðinsárum sem háskóli. Doktorsnám, auknar rannsóknir og yfirfærsla þekkingar til samfélaga landsins alls verður mikilvægasta hlutverk skólans í allra nánustu framtíð og þar mun gervigreindin hafa mikil áhrif. Það er hlutverk háskólanna að undirbúa landið allt undir þá miklu byltingu sem fram undan er með innleiðingu gervigreindar á öll svið samfélagsins. Það verður því mikilvægara nú en nokkurn tímann að HA verði þungamiðja framþróunar og rannsókna, sérstaklega í samfélögum utan höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Eyjólfur Guðmundsson í ávarpi sínu á Háskólahátíð (með aðstoð gervigreindarinnar) þegar hann horfði yfir farinn veg. „Ég þakka fyrir samstarfið á liðnum áratug og beini því til starfsfólks og stúdenta háskólans að vera hugrökk og takast á við framtíðina með bjartsýni að leiðarljósi,“ segir Eyjólfur að lokum við þessi tímamót.
Vistaskipti Akureyri Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Aðstoðarrektor í Bandaríkjunum verður rektor Háskólans á Akureyri Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. 23. apríl 2024 12:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Aðstoðarrektor í Bandaríkjunum verður rektor Háskólans á Akureyri Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. 23. apríl 2024 12:51
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?