Þessi 26 ára gamla tenniskona frá Hvíta-Rússlandi vann Opna ástralska risamótið í janúar. Hún datt á dögunum út úr átta manna úrslitunum á Opna franska meistaramótinu á móti rússneska táningnum Mirru Andreevu.
Það var í fyrsta sinn sem Sabalenka komst ekki í undanúrslit á risamóti síðan á Opna franska meistaramótinu árið 2022.
Fyrr í dag var greint frá því að Sabalenka hefði svo dregið sig úr keppni á Wimbledon vegna meiðsla á öxl. Hún reyndi að æfa í dag en meiðslin eru þess eðlis að hún neyddist til að draga sig úr keppni.
Huge news coming out of #Wimbledon #BBCTennis pic.twitter.com/wBOJoqad46
— BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2024
Erika Andreeva, eldri systir Mirru, kemur inn í staðinn en hún hafði fallið úr leik í lokaumferð undankeppni mótsins.
Wimbledon fór fyrst fram árið 1877 og er eitt virtasta mótið í tennis. Mótið í ár hófst þann 24. júní og lýkur 14. júlí.