Metaðsókn erlendra ríkisborgara í framhalds- og háskólanám Lovísa Arnardóttir skrifar 2. júlí 2024 10:11 Nemendum fækkaði um 601 á háskóla- og doktorsstigi í fyrra miðað við árið á undan. Vísir/Vilhelm Nemendur á skólastigum fyrir ofan grunnskóla á Íslandi voru 43.446 haustið 2023 og hafði fækkað um 618 frá fyrra ári, eða um 1,4 prósent. Ekki hafa verið færri 16 ára nemendur síðan 2018. Mikil fjölgun er meðal erlendra ríkisborgara og hafa þeir aldrei verið fleiri í námi eftir grunnskóla. Flestir þeirra eru Pólverjar. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Hagstofunnar. Þar kemur fram að í fyrra hafi nemendum fækkað um 71 á framhaldsskólastigi og um 601 á háskóla- og doktorsstigi. Á sama tíma fjölgaði um 54 á viðbótarstigi þar sem er nám sem bætist ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Nemendum á framhalds- og háskólastigi hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2020, þegar rúmlega 46.300 nemendur stunduðu nám. Frétt Hagstofunnar. Í frétt Hagstofunnar kemur líka fram að alls hafi 94,8 prósent 16 ára nemenda verið skráðir í nám á framhaldsskólastigi haustið 2023 en hlutfallið var 95,4 prósent haustið 2022. Skólasóknarhlutfall 16 ára fór síðast undir 95 prósent haustið 2018. Lítið eitt fleiri 17 og 18 ára nemendur stunduðu nám haustið 2023 en haustið 2022. Þá kemur fram að alls hafi tæplega 19.900 karlar sótt nám og tæplega 23.600 konur. Körlum við nám fjölgaði um 36 frá fyrra ári (0,2 prósent) en konum fækkaði um 654 eða um 2,7 prósent. Karlar voru 54 prósent nemenda á framhaldsskólastigi, 74 prósent á viðbótarstigi og 35 prósent nemenda á háskóla- og doktorsstigi. Langflestir voru íslenskir ríkisborgarar, eða 91,8 prósent nemenda á framhalds- og háskólastigi. Erlendir ríkisborgarar voru 8,2 prósent. Þetta er hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara í námi ofan grunnskóla á Íslandi sem sést hefur í tölum Hagstofunnar. Hlutfallið var 7,4 prósent haustið 2022. Pólverjar eru fjölmennastir í hópi nemenda með erlent ríkisfang, rúmlega 600 talsins, en á þriðja hundrað nemenda eru frá Bandaríkjunum og lítið eitt færri frá Þýskalandi. Flestir stunda nám í félagsvísindum, viðskiptum og lögfræði Langflestir háskóla- og doktorsnemar sóttu nám á sviði félagsvísinda, viðskipta og lögfræði haustið 2023, eða rúmlega 6.200 nemendur. Næstflestir nemendur voru á sviði heilbrigðis og velferðar, rúmlega 3.500 nemendur. Tæplega 2.900 stunduðu nám á sviði menntavísinda og rúmlega 2.300 lærðu hugvísindi og listir. Þá lögðu rúmlega 2.100 nemendur stund á raunvísindi, stærðfræði eða tölvunarfræði og tæplega 1.900 nemendur námu verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Tveir síðastnefndu flokkar náms eru oft kallaðir STEM og er í mörgum löndum lögð áhersla á að fjölga nemendum í þessum greinum. Nemendur í STEM greinum hafa verið 19 til 21 prósent háskólanemenda undanfarinn áratug á Íslandi, og voru 20,2 prósent háskólanema haustið 2023. Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þar kemur fram að í fyrra hafi nemendum fækkað um 71 á framhaldsskólastigi og um 601 á háskóla- og doktorsstigi. Á sama tíma fjölgaði um 54 á viðbótarstigi þar sem er nám sem bætist ofan á nám á framhaldsskólastigi en er ekki á háskólastigi. Nemendum á framhalds- og háskólastigi hefur fækkað á hverju ári frá árinu 2020, þegar rúmlega 46.300 nemendur stunduðu nám. Frétt Hagstofunnar. Í frétt Hagstofunnar kemur líka fram að alls hafi 94,8 prósent 16 ára nemenda verið skráðir í nám á framhaldsskólastigi haustið 2023 en hlutfallið var 95,4 prósent haustið 2022. Skólasóknarhlutfall 16 ára fór síðast undir 95 prósent haustið 2018. Lítið eitt fleiri 17 og 18 ára nemendur stunduðu nám haustið 2023 en haustið 2022. Þá kemur fram að alls hafi tæplega 19.900 karlar sótt nám og tæplega 23.600 konur. Körlum við nám fjölgaði um 36 frá fyrra ári (0,2 prósent) en konum fækkaði um 654 eða um 2,7 prósent. Karlar voru 54 prósent nemenda á framhaldsskólastigi, 74 prósent á viðbótarstigi og 35 prósent nemenda á háskóla- og doktorsstigi. Langflestir voru íslenskir ríkisborgarar, eða 91,8 prósent nemenda á framhalds- og háskólastigi. Erlendir ríkisborgarar voru 8,2 prósent. Þetta er hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara í námi ofan grunnskóla á Íslandi sem sést hefur í tölum Hagstofunnar. Hlutfallið var 7,4 prósent haustið 2022. Pólverjar eru fjölmennastir í hópi nemenda með erlent ríkisfang, rúmlega 600 talsins, en á þriðja hundrað nemenda eru frá Bandaríkjunum og lítið eitt færri frá Þýskalandi. Flestir stunda nám í félagsvísindum, viðskiptum og lögfræði Langflestir háskóla- og doktorsnemar sóttu nám á sviði félagsvísinda, viðskipta og lögfræði haustið 2023, eða rúmlega 6.200 nemendur. Næstflestir nemendur voru á sviði heilbrigðis og velferðar, rúmlega 3.500 nemendur. Tæplega 2.900 stunduðu nám á sviði menntavísinda og rúmlega 2.300 lærðu hugvísindi og listir. Þá lögðu rúmlega 2.100 nemendur stund á raunvísindi, stærðfræði eða tölvunarfræði og tæplega 1.900 nemendur námu verkfræði, framleiðslu og mannvirkjagerð. Tveir síðastnefndu flokkar náms eru oft kallaðir STEM og er í mörgum löndum lögð áhersla á að fjölga nemendum í þessum greinum. Nemendur í STEM greinum hafa verið 19 til 21 prósent háskólanemenda undanfarinn áratug á Íslandi, og voru 20,2 prósent háskólanema haustið 2023.
Innflytjendamál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira